Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 6
6 TÍMINN SUNNTJDAGUR 23. október 19tíf» Það er einkum þrennt sem ein kennir flokkaskipun á íslandi. Lít ið og minnkandi fylgi Alþýðu flokksins; stærð og áhrifavaldSjálf stæðisflokksins, vöxtur Framsókn- arfloikksins, eina bændaflokks- ins, sem tekizt hefur að hasla sér völl í bæjum meðal launþega og millistétta. Lítt hefur verið leitað skýringa á þessari sérstöku þró- un á íslandi. Sagnfræðingar hafa talið önnur efni sér hugstæðari og stjórnmálamenn hafa verið treg ir til að láta álit sitt í Ijós. Fyrir 28 árum birtist þó langur greina- flokkur í Nýju landi eftir Héðini Valdimarsson og nefndist Skulda skil Jónasar Jónssonar við sósial ismann. Þessi greinaflokkur, sem síðar var géfinn út sérprentaður, I Þingmenn Alþýðufiokksins eftir kosningarnar 1934. Fremri röð talið frá vinstri: Stefán Jóhann Stefánsson, Héðinn Vaidimarsson, Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmundsson og Sigurjón Á. Óiafsson! Aftari röð. Páll Þor bjarnarson, gigurður Eifarsson, Finnur Jónsson, Emil Jónsson og Jónas Guðmundsson. flutti einkum skoðanir Héðins á þætti Jónasar Jónssonar í mótun íslenzkra stjómmálaatburða milli heimsstríðanna, en hann rakti einnig ítarlega deilumar innan Alþýðuflokksins og viðskipti nokk urra forystumanna hans við komm únista, sem síðar leiddu til stofn unar Sameiningarflokks alþýðu sósialistaflokksins. Héðinn bar fyrrverandi félaga sína í Alþýðu flokknum þungum sökum: Sakaði þá um svik við málstað íslenzkr ar alþýðu, mútuþægni og bitlinga sýki og þeir hefðu látið Jónas Jónsson teyma sig á asnaeyrunum. Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins á bernskuslóðum, Dagverðareyri 1965. RÍMNATAL Rímnafélagið hefur nýlega sent frá sér Rímnatal I—II, sem dr. Finnur Sigmundsson fyrrverandi landsbókavörður hefur tekið sam- an. Fyrra bindið er 572 blaðsíð- ur að stærð og hefur að geyma liið raunverulega rímnatal. Þar cr rímunum raðað í starfrófsröð eítir heitum, getið höfundar, ef hann er kunnur, greind tala rímna í hverjum flokki og hvenær ort- ar séu, ef þess er getið í rímun- um sjálfum. Síðan er vísað til handrita og nefndar útgáfur, ef til eru, birt upphafserindi fyrsta mansöngs og efnisupphaf fyrstu rímu, getið um, hvort nafn höf- undar sé fólgið í niðurlagi og stundum birt nafnvísa. Loks er skýrt frá höfundatölum og vísna- tölum, sem sum rímnaskáld fella inn í mansöngva sína, eða ann- að sem ástæða þykir til að vekja athygli á. Síðara bindið er 256 blaðsíður að stærð. Þar er að finna höf- undaskrá, sem getur um 480 rímnaskálda, skrá um upphöf rímna, flokkun rímna eftir öldum og loks skrá um mannanöfn, sem fyrir koma í báðum bindum. Talið er, að rímnakveðskapur hefjist um miðja 14. öld. Dr. Finn- ur Sigmundsson tekur um 1050 rímnaflokka, sem varðveitzt hafa, en af þeim eru einungis 240 prentaðir. Auk þess nefnir hann rúmlega 300 flokka, sem talið er, að ortir hafi verið, en hafa ekki fundist í opinberum söfnum. Ein- hverjir þeirra fcunna þó að koma fram í dagsljósið, því að rímna- handrit eru víða til í eigu ein- staklinga og eru enn að berast Landsbókasafni Rímnafélagið var stofnað árið 1947 og er fyrst og fremst út- gáfufélag. Útgáfubækur þess eru nú orðnar 10 talsins, auk Rímna- tals I—II, þriggja aukarita og ljóðmæla Símonar Dalaskálds. Á síðastliðnu ári komu út Brávalla- rímur eftir Árna Böðvarsson skáld á Ökrum, sem uppi var á árun- um 1713—1776. Sá dr. Björn K. Þórólfsson um þá útgáfu og ritar gagnmcrkan inngang um skáldið Framhald á bls. 11. Meðal þeirra manna, sem kald ar kveðjur fengu frá Héðni í Skuldaskilunum, var þáverandi for maður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson. Héðinn sagði m.a., að Jónas Jónsson hefði lagt leyniþráð frá köngulóarneti sínu utan um Stefán og farið vel að honum, kitlað hégómagirnd hans og aflavon. Muni Jónas eftir, kosningarnar 1937 hafa komið því til Stefáns Jóhanns, að Jón Bald vinsson færi nú að gerast las burða og bráðlega þyrfti mann í hans stað. Það væri nauðsynlegt fyrir hið góða samstarf við F'ram- sófcnarflofckinn, að slíkur maður væri mótaður í mynd Stef áns Jóhanns, en til þess þyrfti tyrst að gera varaformann flokks' ins (Héðin Valdimarsson) áhrifa lausan eða útrækan úr fiokknum. Þetta hafi fyrir alvöru bitið sig fast í Stefán, þegar hann lá flak andi í sárum eftir að hafa misst þingsæti sitt (Skuldaskil bls. 9&— 100). Iléðinn segir nánast berum orðum, að Stefán Jóhann hafi stuðlað að klofningi Alþýðuflokks ins og bolað Héðni burtu til að geta síðan setið sjálfur einn að völdunum í flokknum. Marga 'furð aði á þeim tíma, að foringjar A1 þýði^flokksins, Stefán Jóhann og aðrir, skyldu láta þessar ásakanir Héðins, sem vind um eyru þjóta og virða þær ekki svars. Drógu sumir því þá ályktun, að kannski hefði Héðinn haft rétt að mæla. Þegar það fréttist fyrr á þessu, ári, að von væri minninga Stefáns J Jóhanns Stefánssonar, rifjuðust j upp fyrir mörgum skrif Héðins j og var efcki laust við, að marga j fýsti að fræðast nánar um sögu i Alþýðuflokksins og atburði þess j ara ára frá sjónarhóli formanns hans, Stefáns Jóhanns Stefánsson ar. Alþýðuflokksmenn myndu nú fá uppreisn æru sinnar og verða hvítþvegnir af ásökunum Héðins, enda væri Stefán Jóhann manna bezt fær um að túlka sjónarmið forystumanna Alþýðuflokksins. Þegar Stefán Jóhann Stefáns son varð formaður Alþýðuflokks ins var fylgi hans 19% allra kjós enda á landinu. Þegar hann yfir gaf forystusveit flokksins, hafði það fallið niður í rúm 15%, og hefur ekki vaxið síðan. Stefán Jóhann Stefánsson sat því í for sæti á hnignunarárum Alþýðu flokksins og ber framar öðrum foringjum hans á þessum tíma ábyrgð á örlögum hins íslenzka jafnaðarmannaflokks. Mætti því ætla að í minningum slíks manns fyndust einhverjar skýringar á þeim örlögum. í bókinni er hins vegar ekkert sem varpað getur nýju ljósi á sögu Alþýðuflokksins frá því, að Stefán Jóhann gekk í hann í lok fyrri heimsstríðs og tn lýðveldisstofnunar. í skrifum sínum leiðir Stefán Jóhann varla nokkuð fram sem ekki var áður ritað og sumt af því, sem sagt er, fer ekki heim og saman við aðrar heimildir. Má þar nefna hinar frægu bréfaskriftir foringja Al- þýðuflokksins og Jónasar Jónsson ar eftir myndun ríkisstjórnarinn- ar 1934. Telur Stefán Jóhann, að þeir Alþýðuflokksmenn hafi orðið fyrstir til bréfaskriftanna, en Héð inn segir bréf þeirra vera svar við bréfi frá Jónasi. Um átökin í Alþýðuflokknum og klofning hans 1938 er í minningum Stefáns Jó- hanns næsta lítið að finna, sem ekki var áður vitað. Hann stiklar mjög á stóru. Afgreiðir Alþýðu- flokksþingið 1930, þegar kommún- istar klufu sig út úr með einni setningu. Deilunum við Héðin og umræðunum innan Alþýðuflokks- ins um afstöðuna til sameiningar- fylkingarinnar er veitt næsta lítið rúm í bókinni. Því miður virðist Stefán Jóhann ekki hafa viljað svara ásökunum Héðins né varpa nýju ljósi á atburðina fyrir 30 árum. Hann hefur kosið að segja sem minnst og aðeins það, sem áður var vitað; leiða hjá sér allar -----• inningar Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar umræður sem skýrt gætu nánar aðgerðir og afstöðu Alþýðuflokks- mannanna. í rauninni víkur Stef- án Jóhann ekki einu orði að ásölt- unum Héðins. Hins vegar er ým- islegt, sem sjálfsagt óvart rennir stoðum undir þær. Á bls. 149 í minningunum fjallar Stefán Jó- hann í senn um afstöðu sína vi Héðins og spurninguna um for- mennskuna í Alþýðuflokknum. Stefán játar, að hann hafi látið mikið til sín taka í allri barátt- unni við Héðin Valdimarson. Hann hafi líka orðið þess var, að Jón Baldvinsson átti ekki von á því, að hans myndi njóta lengi við. Jón hafði minnzt á það, hve ætti að taka við formennsku flokksins og fór ekki dult með þá ósk sína, að Stefán Jóhann tæki við því sæti. Frásögn Héð- ins Valdimarssonar og þessar máls greinar í minningum Stefáns Jó- hanns benda til, að framalöngun hafi iað líkindum ráðið miklu um afstöðu ýmissa forystumanna Al- þýðuflokksins í þeim deilum, sem síðar leiddu til klofnings fíokks- ins og skópu honum um leið þau örlög í íslenzkum stjórnmálum að vera smár og án mikilla áhrifa. Þótt minningabók Stefáns Jó- hanns Stefánssonar leggi lítið að mörkum til sögu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi, og höfundur hafi kosið að lóta ásökunum Héðins Valdimars- sonar ósvarað, þá hefur bókin samt töluvert gildi fyrir sögu ís- lenzkrar samtíðar. Það gildi er fyrst og fremst fólkið í þeim köfl- um, sem fjalla um viðsMpti ís- lenzkra ráðamanna við erlendar þjóðir: Breta og Bandaríkjameno á stríðsárunum og Dani varðandi sambandsslitin. í þessnm fcöfluna birtist ýmislegt, sem ekM var áð> ur skráð opinberlega. Stefán J6-. hann vitnar í samræður og einka- orðsendingar og skýrir með þv| nánar sjónarmið-og aðgerðir ým- issa þeirra aðila, sem mestan þátt tóku í þessum atburðum. Fróðlegt er t.d. að frétta, að Bjami Bene- diktsson hafi verið einn helzti mál svari hlutleysisins á fundi ís- lenzkra stjómmálamanna um veradunartilboð Bandaríkjanna. í þessum tveimur köflum gætir meira hispursleysis í frásögn en í hinum, sem fjalla um algjörlega innlenda atburði, og þeir nægja til að réttlæta útkomu bókarinnar. Minningabók Stefáns Jóhanns er einnig merMleg heimild um uppvaxtarár og mótun þess manns sem varð einn helzti foringi Al- þýðuflokksins og meðal áhrifa- mestu íslenzkra stjómmálamanna um árabil. Stefán Jóhann lýsir hreinsMlnislega og með einlægni viðhorfum sínum á æskuárum. ‘Sveitadrengur sækir feiminn og uppburðarlítill skóla á Akureyri og í Reykjavík en elur jafnframt I brjósti vonir um frægð og frama. Fyrra bindi minninganna er að mestu frásagnir af ungum pilti, sem ærið snemma ákvað að verða þingmaður og komast í raðir fram ámanna þjóðarinnar, án þess að hafa mótað sér ákveðnar skoðan- ir um málefni þjóðfélagsins. Þetta er fyrst og fremst saga um fá- tækan sveitadreng, sem v.egna gáfna og atorku og stuðnings góð- viljaðra manna komst til mennta og áhrifa í þjóðfélaginu. Minning- ar Stefáns Jóhanns era ekM saga íslenzkrar verkalýðshreyfingar, ekki saga Alþýðuflokksins, ekki bók skrifuð til að réttlæta stjórn- málaaðgerðir höfundar. Þrátt fyr- ir marga annmarka bætir hún samt nokkrum dráttum við hina óljósu mynd íslenzkra stjórnmála þessarar aldar. Og þá drætti beÁ vissulega að þakka þótt þeir menn sem birta almenningi æviminning- ar í krafti þess, að þeir séu histórískar persónur ættu vissu- lega að sMpa historiunni hærri sess. Ólafur Ragnar Grímsson. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.