Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 11
MHWmPafiPR 23. október 1966
TÍMBNN _________________________ll
Möðrudais-
öræfi ófær
HA—Egilastöðum, laugardag,
Möðrudalsöræfi lokuðust alveg
í nótt, en þá var nokkur snjókoma
hér og mikið kóf. Komu síðustu
bílarnir yflr öræfin í nótt, og nú
bíða 6—7 vöruflntningabílar eftir
því að komast yfir. Ekki hefur enn
verið ákveðið, hvenær reyna skuli
að ryðja veginn.
Fjarðaheiðin er enn fær jepp-
um og Fagridalurinn er fær flest
um bílum. Snjór er alveg niður að
láglendi og hefur mikið snjóað
undanfarið upp til fjalla.
SÍRÍUS RAK Á LAND
EJ-Reykjavík, laugardaS.
Togarinn Síríus slitnaði í morg
un frá bauju þeirri, sem hann
hefur verið bundin við, og rak
á land við Klett Mun þetta vera
í þriðja sinn sem togarinn slitnar
frá legufærum og rekur á land
hér.
Er blaðið fór í prentun, var
ekki vitað, hvort, eða hvenær,
reynt yrði að ná togaranum út.
Skarðsbók
Skarðsbók verður til sýn
is í Þjóðmmjasafninu í dag,
kl. 1.39—9.30 og á sama
tíma daglega næstu viku.
BÚRFELL
Framhald af bls. l.
Iaust íslenzku verktakarjjir
sem bera ábyrgð á þessum mál
um.
Vegna þess hve mismunun er
miVii £ launamálum, fást Is-
lendingamir ekki til að vinna
við hlið erlendra starfsmanna
sömu störf fyrir miklu minni
laun.
RÍMNATAL
Framhald af bls. 6.
og kveðskap þess.
Nokkur ár eru liðin síðan gang-
skör var gerð að því að auka tölu
félagsmanna, en nú er ætlunin
að reyna það. Þeir, sem áhuga
kynnu að hafa á því að ganga
í félagið og kaupa útgáfubækur
þess, sem kosta nú allar um kr.
1.300.00 geta snúið sér til Stefáns
Stefánssonar bóksala, Laugavegi
8, eða stjórnar félagsins, en hana
skipa nú: Páll Þorsteinsson al-
þingismaður, forseti, Grímur M.
Helgason cand. mag. ritari, og
Ragnar Jónsson hæstaréttarlög-
maður, sem tók við gjaldkerastörf
um við lát Friðgeirs Bjarnarsonar
stjórnarráðsfulltrúa, en Friðgeir
heitinn var hinn ötulasti og
áhugasamasti félagsmaður um
margra ára skeið.
T rúlofunarhringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
H ALLDÓR,
Skólavörðusfíg 2.
r
Arnessýsla
Félag ungra Framsóknarmanna
í Ámessýslu heldur aðalfund sinn
í félagsheimilinu að Flúðum mið-
vikudaginn 26. okt. kl. 21,30.
Hagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kjör fulltrúa á 11. þing SUF
3. Umræður um stjórnmálavið-
horfið. Stjórnin
Spænsku listamennirnir Los Valdemosa sem að undanförnu hafa skemmt gestum Víkingasalarins í LoftleiSa-
hótelinu, sungu, dönsuSu og sýndu töfrabrög'ö í stúdíói Sjónvarpsins á föstudaginn, og fá sjónvarpsáhorfend-
ur að sjá listamennina á skerminum hjá sér áður en langt um líður. Myndina tók G. E. við upptökuna. Los
Valdemosa munu skemmta í síðasta sinn í Víkingasalnum á þriðjudagskvöldið, en þetta eru einir beztu
sk'emmtikraftar sem komið hafa í Víkingasalinn og hafa þó margir góðir verið þar. Héðan halda þeir til
Afríku þar sem þeir munu skemmta í sjónvarpi og á skemmtistöðum.
Auglýsið í TÍMANUM
■ RU L 0 F U N AR" _
RINGIB^
ÁMTMANNSSTIG 2
Halldór Kristinsson,
gullsmiður — Síml 16979
Fuglgegnum hægri
frðmrúöu flugvélar
EJ-Reykjavík, laugardag.
Litlu munaði, að alvarlegt slys
yrði í gærdag, þegar fýll þaut í
geSnum hægri framrúðu á Piper
Comanche flugvél úti fyrir Látra-
bjargi. Brotnaði rúðan og lenti í
fangi flugmannsins, sem sat hægra
megin í vélinni, en fuglinn sjálf-
ur þaut hægra meginn við hann
við hann og urðu því engin meiðsl.
í vélinni voru tveir flugmenn
frá Flugstöðinni, Marinó Jónsson
og Pétur Valbergsson. Voru þeir
Húsameistari Hollaaids kom hingað til lands:
Skoöaöi miliiþil í
Loftleiðahótelinu
á leið til Patreksfjarðar með vara
hluti, og því engir farþegar í vél-
inni, sem tekur sex farþega.
í viðtali við blaðið í dag sagði
Marinó, að þeir hafðu verið komn
ir út fyrir Látrabjarg, og verið
að halda að Patreksfirði, er þeir
sáu eitt sekúndubrot fugl fyrir
framan sig. Skipti engum togum,
að fyrr en varði lág fuglinn aftur í
klefanum og brotin rúðan í fangi
flugmannsins, sem sat til hægri í
vélinni. Vinstri rúðuna sakaði ekki
Lendingin á Patreksfirði tókst
vel, og um eitt leytið í dag komu
flugmennirnir til Reykjavíkur
með viðgerða vél.
EJ-Reykjavík, föstudag.
Síðari hiuta þessarar viku dvöldu
hér á landi hollenzkir arkitektar
og húsameistari hollenzka ríkisins
og kynntu sér veggi þá, sem að-
skilja herbergi í Loftleiðahótelinu.
Er hér um að ræða inUliveggi,
sem einstakir eru í Evrópu, og
voru Hollendingamir að athuga,
hvort þeir gætu hentað í stórt
sjúkrahús, sem verið er að byggja
í borginni Haarlem í HollandL
Veggir þessir em frá Decone-
verksmiðjunni í Belgíu, en smíð
aðir að verulegu leyti eftir ósk-
um þeirra arkitekta íslenzkra, er
sá um Loftleiðahótelið. Hollend-
ingarnir hafa verið í sambandi við
KJÖRDÆMISÞING Á AUSTURLAND!
Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið dag-
ana 29- og 30. okt. næstkomandi i félagsheimilinu að Iðavöllum, og
hefst það kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Blaðburðarfólk óskast
á Leifsgötu, Egilsgötu, Barónsstíg, Laugar
ásveg, Vesturbrún og í Miðbæinn. Upplýs-
ingar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti
7, sími 1-23-23.
Decone og vöktu frásagnir af
milliþiljunum athygli þeirra, og
komu þeir því alla leið hingað
til þess að skoða þá. Gerðu þeir
nokkrar tilraunir með veggina,
einkum til að kanna hljóðeinangr
un þeirra, sem mun vera óvenju
góð.
Hollendingarnir komu á mið
vikudaginnn, og fóru flestir er-
lendis í morgun. Þeir skoðuðu
ýmsar byggjngar hér, svo sem
Reykjalund, Kópavogshæli og
Borgarsjúkrahúsið, og voru þeir
sérstaklega hrifnir af handbragði
íslenzkra iðnaðarmanna og frá-
gangi öllum.
Þing Málm- og
skipasmiða
hófst í gær
EJ-Reykjavík, laugardag.
í dag kl. 14 hófst annað þing
Málm- og skipasmíðasambands ís-
lands, og lýkur því síðdegis á
morgun. Á þinginu verða fluttar
skýrslur um starfsemi sambands-
ins frá upphafi, og lagðir fram
reikningar þess.
Rætt verður um kjara- og at-
vinnumál og önnur hagsmunamál
málum- og skipasmíða, og væntan
lega gerðar í þeim ályktanir.
Múrarar- rafvirkjar
Bridge-deildin hefur starfsemi sína miðvikudaginn
26. október n k. með tvímenningskeppni sem hefst
í Félagsheimilinu kl .20 stundvíslega.
Þátttaka tilkynnist í skrifstofum félaganna.
Stjórn Bridge-deildar.