Tíminn - 23.10.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 23.10.1966, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 23. október 1966 __TISVIBNN___________________________19 U4'—ni ia—w——w—wmmmmwww—m _________;_______________________________ „Kirkja fyrirfinnst þar engin" tók þátt í orrustunni við Mons skömmu áður en vopnahlé var gert. En framúndan fyrir okk ur var þessi mikla ganga, þvert yfir alla Belgíu og austur yfir Rin, sem stóð yfir í heilan mánuð og vel það. Við lögðum af stað 13. nóvember og fórum yfir Rín 13. desember. Við urðum hluti af setuliði Banda- manna í Þýzkalandi og að þeirri dvöl lokinni fórum við vestur yfir haf vorið 1919. Þeg ar vestur kom, kynntist ég stúlku sem varð fyrri kona mín og við eignuðumst þrjá syni, og tveir þeirra eru fædd- ir vestan hafs, annar í Pitts- field í Massachusetts og hinn í Winnipeg. Ég fékk fyrst vinnu hjá General Electric í Pittsfield, þó að erfitt væri um vinnu því að það kom kreppa eftir stríðið nema rétt fyrst í stað. Ég ætlaði að halda heim innan tíðar, vildi ekki dveljast vestra það lengi, að það leiddi til þess, að ég ílent ist þar. En hins vegar vildi ég ekki halda heim án þess að kynnast nokkuð löndum okkar vestra, þeirra lífi og baráttu, fór því til Winnipeg og var eitt ár í Manitoba. Mér varð það til happs, að við kynnt- umst pólskum manni og fjöl- skyldu hans. Hann vann hjá ríkisjárnbrautunum, og hann útvegaði mér vinnu utan við Winnipeg, þar sem var opn- uð stöð, þegar byrjað var að flytja kornið til hafnanna. Allmargir ungir menn höfðu þann starfa að fara út, þegar kornlestirnar komu, ganga, vagn frá vagni og athuga og skrifa niður, hvaðan þessi og þessi vagn kom og hvert hann ætti að fara, kanna, hvað hann var með mikið af korni o.s.frv. og færa þetta síðan inn á skýrslur. Þessa atvinnu hafði ég fram undir að við héldum heim til íslands. þarna fyrir vestan hóf ég mína útgáfu, gaf út þennan fyrsta árgang af Rökkri, sem nú kemur út í annarri útgáfu 44 árum síðar. — En þú lentir í nokkrum blaðadeilum í Winnipeg var það ekki út af áróðri, sem þar var hafður fyrir nýjum vestur förum héðan? — Jú. Það spunnust þó nokkrar deilur úr af þessu máli og drógust fleiri inn í þær. Til drögin voru þau, að í Lögbergi í Winnipeg birtist langur greinaflokkur, sem nefndist: „Ástæðurnar fyrir því, að hug- ur íslenzkra bænda hneigist til Kanadar“ Hann var ekki runninn undan rifjum rit- stjórans, sem þá var Jón J. Bíldfell, heldur var þetta kom ið frá stjórnarvöldunum, og ég leit á þetta sem grimu- klædda auglýsingu til að ginna íslenzkt sveitafólk til nýrra vesturferða, og ég tók mig til og skrifaði grein gegn þessu í tímarit mitt Rökkur og hún kemur nú endurprentuð. ég skrifaði ennfremur í Heims- kringlu um þetta mál, og eftir að heim kom, skrifaði ég enn um það í Dag, Tímann og Sunnudagsblaðið, sem ég stofn- aði eftir að ég kom heim. Sum- ir lögðu mér lið, svo sem Jón- as Þorbergsson, ritstjóri Dags og síðar Tímans, og dr. Valtýr Guðmundsson. Nú var það svo. að ég vissi raunverulega ekki, hvort þessi greinaflokkur í Lögbergi mundi hafa áhrif og þannig hætta á ferðum, ég hafði verið svq lengi i burtu. En ég var þess minnugur, hvernig það var fram á þessa öld. Ég minntist þess, að þegar ég var í sveit, vestur á Mýrum, þá voru þar gömul hjón og ein dóttir eftir á bæ, en tveir efnilegir synir voru farnir vest ur um haf, því að fólkið var þá að flykkjast vestur, bæði af Mýrum og úr Dölunum og Framhald á bls. 22. Allir eða flestir kannast við þá furðulegu kenningu, sem varð fyrsta lyftistöng kirkju- bygginga að minnsta kosti hér á íslandi. En það var fyrirheitið, sem gefið var þeim bændum, og höfðingjum, sem byggðu kirkj ur, að þeir mættu leyfa jafn- mörgum inn í himnaríki sem staðið gætu upppréttir í kirkju þeirri, er þeir hefðu gera látið. Þetta veitti ekki svo lítil völd hinu megin, og sjálfsagt ekki síður álit og virðingu með al samferðafólks hérna megin, meðan enn var notið aldurs í þessari veröld. Þessu trúði fólkið þá. Og kirkjur spruttu upp eins og annar gróandi, þptt flestar eða allar væru skjótri eyðingu und irorpnar, en þá var tíundin komin. Og hún átti að ganga að einum fjórða hluta til kirkjubygginga. En það hefur hreint ekki verið svo lítið fé, þegar á það er litið, að það átti að vera til jafns við fátækraframfæri og prestalaun. ' En tíundin skiptist til presta biskupa, kirkna og fátækra. Það má því fullyrða, að hlut ur kirkjubygginga var hreint ekki svo slakur, þótt þær væru ekki byggðar úr varanlegu efni, þá var það líka ódýrt og nærtækt aðeins mold og grjót, með einhverju timbri eftir því sem efni og ástæður leyfðu, að að minnsta kosti á höfðingja- setrum. Ekki er heldur ósenni- legt, þótt lítt þyki sannað, að hofin og hoftollarnir hafi beint eða óbeint orðið á vegum kirkj unnar og henni til nytja, eftir að kristni var lögtekin í land- inu. Eitt er víst, að engin stofn un var hér auðugri en kirkjan, meðan útlent konungsvald hafði engu rænt. Ef ég man rétt, munu forn- ar „statútur" sanna, að hún hafi talið til sín allt að fimmta hluta allra jarðeigna í landinu, meðan það var kaþólskt. En á þessu varð býsna mik- il breyting með siðaskiptunum. Og mátti telja það byltingu og arðrán algert. Samt bar ekki eins mikið á því til vandræða, fyrir kirkju byggingar í margar aldir, með an mannfjöldi hélzt nokkkurn veginn jafn í hinum dreifðu byggðum, þar sem bændur og búalið töldu það sina helg- ustu skyldu að halda kirkju sinni nokkurn veginn nothæfri. Þó var svo í raun og veru ekki. Kirkjur voru óupphituð hús öldum saman og langt frá því að vera samkomuhæf^ að nú- tímahætti full af raka og sóða- skap. En eftir að tilflutningar urðu á fólksfjölda eins og nú er orðið, og hefur verið á þess ari öld, keyrir svo um þvert bak, að enginn kristinn mað- ur mundi við una, ef ekki kæmi til blinda vanans annars vegar og ofstæki fordómanna, þjóð félagslegra fordóma hins veg- ar. Lengi vel hefur þetta verið verst hér í Reykjavík. Hér er fólkið flest. Og hér eru vand- ræðin og núorðið minnkunin mest, þrátt fyrir frábæran dugn að og atorku þeirra fáu, sem að kirkjubyggingunni hlúa. Vaninn taldi um áratugi nóg, að hér væru aðeins tvær kirkj ur, og svo kom sú hugmynd að reisa eina stóra í viðbót, það var hin svonefnda Hall- grímskirkja, sem nú er loksins í smíðum. En þá komu strax fram hin fáránlegu vandræði, að í landinu er í rauninni eng in ákveðin fjárhagsleg aðstoð til að byggja kirkjur, jafnvel opinberar lánastofnanir veita lán til alls annars fremur. Kirkja, sem nú er byggð úr svo varanlegu efni, að hún get u^ hýst að minnsta korti 30 kynslóðir, ef ekki kemur atom styrjöld, hún verður ekki byggð öðru vísi en með átaki einnar kynslóðar, og það helzt skyndi átak. Auðvitað ættu ián til kirkjubygginga að fást til minnst 50 til hundrað ára, til að dreifa kostnaðinum á fleiri notendur. En þessu er snúið við. Engin lán, nema þá til nokkurra mánaða ef þau fást á annað borð nokkur, en svo að« segja allar aðrar byggingar í landinu, eru nú á tímum reist ar að meira eða minna leyti fyrir lánsfé. Þetta gerir van- inn. En svo eru fordómarnir. Og þeir koma helzt frá þeim, sem af eðlilegum ástæðum hafa minnstan skilning á málinu. En þeir segja: „Kirkjur eru þýð 1 ingarlaus hús og þjóna engum tilgangi lengur. Kannski hafði kirkjan einhvern tíma hlut- verki að gegna í menningu þjóð arinnar. En nú standa þær tóm ar og ónotaðar að heita má all an ársins hring. Auk þess á að verja almannafé til annars þarfara en slíkra bygginga. Við þurfum fleiri og stærri sjúkra- hús og alls konar hæli handa sjúkum og vanmegna. En kirkjur — nei, þær þurfum við ekki. Og það er bókstaflega glæpur, allar þessar kirkju- byggingar og allt það fé, sem í þær er ausið.“ Svona tala fordómasjúkir menn og konur um kirkju- byggingar á íslandi í dag. Og það - þýðir beinlínis ekki að segja fólki sannleikann í þess- um málum. En hann er sá, að kirkjur nú á dögum eru ekki byggðar af almannafé, sem svo er nefnt. Það er enn ekkert ríkisframlag til kirkjubygg- inga. Og borgarsjóður hefur með miklum eftirtölum aðeins fyrir sterk tilmæli frjálslynds og framgjarns borgarstjóra, lagt fram sem svarar einni milljón árlega til allra kirkju- bygginga í borginni, síðasta ára^ tuginn eða svo. Eftir að þær eru orðnar margar í saniðum er þetta nú ekki til að býsnast yfir þótt ekki verði það fullþakkað. Enda hafa margir munað það vel af kirkjunpar fólki við kosningar undanfarin ár. En berið saman þessa millj- ón eða rúmlega það árlega til ars vegar og svo allar tug- miUjónimar til skólabygginga hins vegar og þykir þar þó aldrei nærri nóg. Og ekki skal heldur dregið í efa, að því fé sé sæmilega varið í þágu menn ihgar og mennta. En hugsið ykkur þá fjar- stæðu, að ráðinn væri skóla- stjóri eða kennarar einn af öðrum til borgarinnar. Þeim væri auðvitað lofað sæmilegum launum lögum samkvæmt. En svo væri bara sagt við þá af yfirboðurum og stjórn: „Ja, við höfum nú engan skóla handa þér og ekkert íbúðarhús heldur. Þú verður þvi að byrja á því ásamt aðstoðarmönnum s þínum að koma upp skólahúsi til að kenna í og íbúð til að búa í. Nei, þú færð hvergi lán til skólabyggingar, en ríkið hjálpar upp á sakimar með íbúðina, svona eftir 10—15 ár. Þú verður að leigja þér íbúð þangað til með hárri fyrirfram greiðslu, sem þú verður reynd- ar að útvega sjálfur, um það getum við ekki séð. Og í þess- ari leiguíbúð þinni verður þú að kenna eins mörgum og þar rúmast, og fyrir það færðu i enga greiðslu og þýðir ekki að I nefna það né kvarta um ónæði j eða ágang.“ Ætli skólastjórum þætti | þetta ekki harðir kostir sem von væri. En þetta eru kjör- in sem búið er að bjóða prest- um höfuðborgarinnar hér um nær tvo áratugi, eða siðan þeim var fjölgað úr tveimur upp í 16 að tölu eða því sem nær. ‘Komandi tímar eiga eftir að | líta á þetta, sem fordæmi um j kúgun og fádæma skilnings- leysi á gildi kristilegrar menn ingar, sem er þó undirstaða og máttarsúlur alls annars, sem helzt er af að státa í sam- tökum og samfélagi hjálp við sjúka og til fræðslu hinum fá- fróðu. Þar sem engar kirkjur hafa verið byggðar eða kom- ið í veg fyrir áhrif kristins dóms eru hvorki skólar eða sjúkrahús og yfirleitt er þar ólæsi á andlegu sviði og hung- ur á efnalegu sviði. Jafnvel Kína með Mao sinn í broddi fylkingar má rekja eða getur rakið þær umbætur, sem nú hafa varnað hungri þar um árabil til vestrænna og kristi- legra áhrifa, sem kommúnism- inn hefur tekið frá kirkjunni og gert að sínum í bili, með- an gæðingar hans eru að ná völdum og gera sig að grið- um fjöldans, sem auðvitað má ekki læra að hugsa, því þá p-ði farið að gefa Guði krist- indómsins dýrðina og byggja kirkjur. En auðvitað eiga þær aldr- ei aftur að verða gullskreyttar hallir hégóma og tildurs eins og þessar fornu kirkjur, sem varið er að sýna, köld, dauð og steinrunnin listaverk, held- ur vistleg hús í samræmi við kröfur tímaps og þess til- gangs að flytja hjörtum mann anna kærleiksboðsskap Krists. Árelíus Níelsson. „Horft inn í hreint hjarta'1 sagnasafn Axels úr heimsstyrjöldinni fyrri. Kápumynd eftir Kjartan Guðjónsson listmálara. (

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.