Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.10.1966, Blaðsíða 9
í \ SUNNUDAGUR 23. október 1966 TÍMINN kl. 8,30 í Kirkjubæ. Litskuggamynd ir söngur og sameiginleg kaífi- drykkja. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Langholtssöfnuður: Fyrsta kynn- ingar og spflakrold vetrarins verður í safnaðarheimilinu sunnudagskvöld 23. okt. kL 20.30. Kvikmynd fyrir bömin o:g fyrir þá sem ekki spila, kaffiveitingar. Verið velkomin. Safn aðarfélögin. HETJA AD ATVINNU árnað heilla Sextugur er á mánudaginn Er lendur Árnason bóndi a'ð Skíðbakka Austur - Landeyjum Rangárvalla- sýslu. Erlendur er fæddur að Skíð bakka og foreldrar hans hjónin Árni Erlendsson og Sigríður Ólafs dóttir. Hóf hann búskap að Skfð- bakka árið 1934 ásamt konu sinni Guðbjörgu Jónsdóttur frá Hólma- hjáleigu í A. — Landeyj-jm, og hafa þau búið þar allan sinn búskap, og eiga þrjú uppkomin mannvænleg börn. Erlendur hefur haft niikil afskipti sf búnaðarmálum í sveit sinni og tekið virkan þátt í félagsmálum. Var hann kjörinn í hreppsnefnd árið 1942 ,oddviti varð hann 1946 og hef ur verið það síðan. Sýslunefndarmað ur frá 1959. Fulltrúi á fundum Séft arsambands bænda frá s*ofnun sambdansins heiðursféUgi í Ung- mennafélaginu Dagsbrún í undir- búningsbúningsnefnd Sjúkrahúss Suðurlands í fasteignamafsnefnd Rang. frá 1963, formaður sjúkra- samlags sveitar sinriar frá stofnun hefur Erlendur verið, og gegnt auk framangreindra starfa fjölda trún aðarstarfa fyri sveitina. Erlendur hefur verið mikill áhuga niaður um sandgræðslu og starfað ötullega að þeim málum I Landevi unum, þá hefur hann verið forgöngu maður um hinar stórfelldu fram- ræsluframkvæmdlr þar í sveitinni. Margir munu hugsa hlýtt til Er- leridar á afmælisdaginn, en hann verður að heiman. FERMINGAR Fermingarbörn í Hallgnmskirkju sunnudaginn 23. okt. kl. 11. f.h. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Friöjón Karl Eyjólfsson,, Flókagötu 65 Jóhann Sigurjónsson, Ægissíðu 58 Sigurjón Þór Árnason, Hlégerði 6. Kópavogi. Kirkja Óháða safnaðarins: Ferming kl. 2 e. h. í dag. Jón Halldór Stígsson Hólmgarði 11 Þorsteinn Stígsson Hólmgarði 11 21 — Ekki þaS? Ég er ekki í sér lega miklu dálæti hjá þeim. En ég vona, að þau hressist þegar þau sjá mig! — Það stendur yfir kokkteilboð sagði hún. — Nú? Hann varð hugsi. — Þá held ég að ég fresti heim sókninni. Hvemig litist yður á að koma með mér út að borða. Gerið það fyrir mig að segja ekki nei! Ég hef fulla vasa af peningum. Og hvemig lízt þér á fötin mín, spurði Daniel og brosti. — Þau em ágæt, sagði hún. — Jæja, hvar eigum við að borða? Eins og ég sagði, ég á svo mikið af peningum, í augnablik- inu, að ég verð að losna við slatta. — Ég þar að segja pabba frá því, svaraði hún. — Ágætt. Ég endurnýja þá um leið kunningskapinn við gamla manninn. Við tvfeir áttum margt sameiginlegt. Hann brosti til hennar og bætti við: — Og ég vona að við höldum áfram að eiga margt sameiginlegt. Fleur gætti vandlega að David. Eftir að Susan fór, hafði hann ekki talað við hana. Hann hafði beitt allri athygli sinni að hinum gestunum. Hún vissi, að honum hafði orðið mikið um fund þcirra Susan og hún þoldi ekki að hugsa um það. Hún hugsaði gremjulega. Hvað getur hann hafa séð við hana? Hún er regiulega fráhrind- andi. Hún er heldur ekkert skemmtileg. En hún vissi, að þetta var ekki rétt. Og hún vissi líka, að þó að hún væri ekki beinlín- is falleg, hafði hún sérstæða per sónutöfra. Það fór hrollur um hana af ang ist og hún vissi að hún elskaði David i raun og veru. Daniel var orðinn að daufri endurminningu, sem hún kærði sig ekki einu sinni um að muna. Það var ekkert ánægjuleg endurminning. Ifún óskaði, að David talaði við sig og fullvissaði sig um, að hann væri ekki hrifinn af Susan ekki einu sinni eftir að hann hafði séð hana aftur. En þótt hann væri hinn fullkomni gestgjafi, leit út fyrir, að hann forðaðist hana. En kannski var þetta jmynd- un. Hún gekk til hans og tók undir handlegg hans. — Þetta var þónokkur þrek- raun, en ég held, við höfum slopp ið sæmilega. — Hvað meinarðu? — Þessi stúlka, sem kom hing að. Mér fannst það óviðfelldið, fannst þér það ekki? — Það er ekkert eðlilegra en hún kæmi hingað fyrst hún er í Englandi. — Ég veit það, en mér þótti það óviðfelldið samt. Ég vona, að við þurfum ekki að hafa mikið saman við hana að sælda — Annað heyrðist mér á þér áðan- v — Ég reyndi bara að vera elsku leg. — Mér fannst þú alls ekkert elskuleg. — Ég sem hélt, ég hefði verið sérlega elskuleg. — Víst varstu kurteis en það virtist uppgerð Fleur. Hún sagði bitrum rómi. — Hvað ætlaðistu til, að ég gerði? Faðmaði hana og kyssti? Því skyldi ég vera hrifin af því að stúlka sem þú hefur þekkt, kem ur askvaðandi hingað? Sagðist hún elska þig? Ég á við, sagðist hún hafa elskað þig sem David? — Ég verð að viðurkenna, að ég vissi ekki, að hún væri svona lirif in af mér. — Að opinbera tilfinningar sín ar svona, sagði hún reiðilega. Hef ur manneskjan ekkert stolt? — Fleur, gerðu það fyrir mig að tala ekki svona. Röddin var hörkuleg. — Hún heldur, að ég sé dá- inn, og mér finnst ekki nema fal legt, að hún sé að hugsa um mig. Það er göfugt að vita, að einhverj ir eru einlægir og tryggir. — Fyrirgefðu, elskan. Ég hefði ekki átt að segja þetta. Kannski var ég bara afbrýðisöm. Hann sagði hissa: — Þú afbrýði söm, Fleur? Hún hló feimnislega. — Ertu undrandi á því. Hann tók um hönd hennar og þrýsti hana. Svo brosti hann. — Kannski. Ég gleðst að minnsta kosti að heyra þetta Hún sagði til að breyta um um ræðuefni: — Það var skritið með þenn- an mann, hvað hann nú hét. Rich ard Charleton, er hélt því fram, að hann væri skyldur þér. — Já, það er einkennilegt, sam sinnti hann — annaðhvort er það misskilningur eða maðurinn er íygari. Ég er viss um, að ég heí aldrei heyrt hann nefndan — hann yppti öxlum — og býst ekki við, að ég eigi eftir að kynnast honum. En fáeinum minútum síðar hringdi síminn og Jordan kom og sagði, að herra Brentwood, bankastarfsmaður vildi tala við, hann. — Eruð það þér, Frenshaw. sagði Brentwood, — ég bið afsök unar á ónæðinu. En ég er í nokkru uppnámi yfir peningunum ,sem þér hafið látið taka út í dag .Eg var ekki við, en aöstoðarmaður minn hafði með það að gera. Hann sagðist hafa reynt að ná sambandi við yður, en ekki tekizt. Hann sagði einnig, að undirskriftin hefði verið í lagi. En af því að um svona háa upphæð var að ræða, varð ég áhyggjufullur og laldi bezt að hringja til yðar. — Hvað var ávísunin há, spurði David — og á hvern var hún stíl uð? Þér segið, að undirskriftin hafi verið í lagi? — Já, já. Littleton bar rithönd ina saman við yðar eigin.. rithönd í skjalasafninu. Enginn vafi á því. Ávísunin var upp á 1000 pund og sá sem peningana tók úr var mað ur að nafni Richard Charleton. 14. kafli. Þau hittu herra Marling niðar, brotinn eftir daginn. Skömmu eftir hádegi hafði hann hringt til skólabróður síns Powell Richie við ameríska sendiráðið. Hann varð síðan að bíða allengi eftir herra Richie. Og herra Richie var mjög kurteis, þegar hann loks hleypti honum inn. — Hæ, Herbert, þú hefur ekxi hreytzt vitund. Ég hefði þekkt þia hvar sem væri. Herra Marling gladdist við og sagði vinalega: • — Ég var ekki alveg svona spik aður í Harringtonskólanum. Powell Richie hóstaði vandræða lega. — Nú, já, kannski ekki. En það fermönnum vel, að fitna dá lítið með árunum. Herra Marling vissi ekki, hvort hann ætti að samsinna þessu eður ei, því að sjálfur var herra Richie grindhoraður. — Ég lagði strax af stað og ég fékk skeytið, sagði hann — það var gaman að heyra, að þú heldur að ég geti orðið að liði. — Já, já,.sagi Richie — strax og ég fékk bréfið frá þér, hugsaði ég: Herbert Marling er maðurinn! Allir þessir ungu menn, sem koma hingað lenda óðar en varir í alls konar vandræðum. Hvað er ákjós anlegra en að fá sérfræðing til að ráða þeim heilt og hjálpa þeim. Ég mun útbúa skrifstofu hancia þér og síðan hefurðu viðtalstíma dag hvern. Þú mátt bóka, að vanda mál þeirra verða af ýmsum toga, þótt ég geri ráð fyrir, að ástamál in verði efst á baugi hjá flestum. Ég var feginn, að ég mundi, hvaða sérgrein þú lagðir stund á. En þú nefndir það ekkert í bréfinu. Herra Marling leit furðu lostinn á hann. Vandamál? Ástamál. — Manstu, hvaða fag ég tók sem sérgrein, spurði hann veiklulega, loks þegar vinur hans þagnaði. — Já, sagði herra Powell hjart anlega. — Sálfræði. — Dýrafræði, leiðrétti herra Marling kurteislega — villt dýr og því um líkt, skilurðu. — Ó — einmitt, sagði Rirhie, og síðan varð löng þögn. Herra Richie ræskti sig og sagði taugaóstyrkur. — Samt sem áður. Ég held enn, að þú sért rétti maðurinn í þetta. Þú hefur alltaf átt býsna mikið af heilbrigðri skynsemi og . . . Herra Marling varð að sætta sig við þetta, en honum var eng an veginn rótt, þegar hann fór út úr sendiráðinu. Hann gladdist við að sjá Daniel þegar þau komu á hótelið. Hann sagði við sjálfan sig, að það væri flest í fari þesa unga manns, sem hann kunni að meta, hvorugur var bundinn af neinum siðareglum og vfldu fara sínar eigin leiðir. — Ég kem til að biðja um ieyfi að bjóða dóttur yðar út til kvöld verðar, sagði Daniel. — Ég vona, að þér fáið yður drykk með mér fyrst, sagði herra Marling — mig langar til að segja Susan, hvað kom fyrir mg i dag. — Hvað kom fyrir þig, pabbi minn, spurði hún hraðmælt, og skammaðist sín fyrir að hafa ekki spurt hann strax. En hún hafði verið svo niðursokkin í að hugsa um fund sinn og bróður Davids, að hún hugsaði ekki um annað. , — Hittirðu gamla skólabróður þinn, Richie? Hvað áttu að gera? Herra Marling varð feimnis- legur og stamaði — Hann vill að ég ráðleggi hermönnunum okkar í vandamálum þeirra. — Hvers konar vandamálum? Og hvers vegna? Faðirinn roðnaði. — No, tja — ástarsorgum þeirra og slíku, sagði hann mæðulega. — Ástarsorgum? En þú ert al veg vonlaus í ástamálum! Ef ekki hefði mín notið við, hefðurðu lát ið fröken Wood Williams fanga þig í net sitt. Er Richie þessi með öllum mjalla? — Ef satt skal segja, þá hélt hann, að ég yæri sálfræðingur tautaði herra Marling. — Er það virkilega? Susan rak upp skellihlátur. Hún hló svo mikið, að tárin runnu úr augum hennar. Hlátur hennar var svo smitandi, að karlmennixnir tveir gátu ekki annað en tekið undir. Daniel var feginn að heyra Susan hlæja, svo hartanlega, því að hann vissi, að það yrði henni til góða. Þegar þau sátu yfir drykknum spurði herra Marling, hvernig Sus an hefði gengið að tala við Frens haw yfirliðsforingja. Hún svaraði ekki strax og hann horfði fast á hana. — Hvað er að? Leizt ér ekki r hann? Hvernig er hann annars í hátt? — Hann er mjög líkur David, sagði hún, og bætti við — óhugn anlega líkur honum. — Var það erfiðast, sagði hann blíðlega. — Ég býst við þvi. Að sjá, hvað hann var líkur honum, en þó svo ósegjanlega ólíkur honum. — Var hann ólíkur honum? ÚTVARPIÐ í dag 8.30 Létt morgunlög. 8.55 Fréttir 9.10 VeSurfregnir. 9.25 Morgnn- tónleikar. 11.00 Messa í SafnaSar heimili Langholts, sóiknar. ___________ 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Nýja testamentiS og túlkun þess Dr. theol. Jakob Jónsson flytur fyrra hádegiserindi sitt. 14.00 MiSdegis tónleikar: Sögusinfónía eftir Jón Leifs. 16.25 VeSurfregnir 17.00 arnatími: Anna Snorradóttir kynnir. 18.00 Tilkynningar 18 55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregn ir. 19.00 Fréttir. 19.20 rflkynn ingar 19.30 KvæSi kvöldsins Ósk ar Halldórsson námssti. velur og les. 19.35 Margt f mörgu Jón as Jónasson stj. sunnudagsþætti. 20.30 Wilhelm Keimpff leikur i Háskólabíói 21.00 Fréttir veSur fregnir og íþróttaspjail. 21.40 Schumanns-kynning úlvarpsins 22.15 Frá Tíbet. Frá Flóttamanna ráði íslands. 22.40 Danslög 23. 25 Fréttir í stuttu máli. 23.30 Dagskráriok. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 12.15 Forðaga?zlan Gísli Kristjánsson ritstj, flytur búnað arþátt. 13.35 ViS vinntma 14.40 ViS, sem heima sitjum. Hfldur Kalman les söguna „Upp viS fossa“ eftir Þorgfls gjallanda (1) 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síð degisútvarp 16.40 Börnio sknfa. 17.00 Fréttir. 17.20 Þingfréttir 17. 40 „Á krossgötum" hljómsveitar svíta eftir Karl O. Runéifsson. 18.00 Tflkynningar. 18.55 Dag- skrá kvöldsins og veðurfregnir. 19.00 Fréttir 19.20 Tilkynningar 19.30 Um daginn og veginn Jón Eyþórsson veðurfræðingur talar 19.50 íþróttaspjall SigurSur Sig urðsson talar. 20.00 „Nú haustar á heiðum“ Gömlu lögin. 20.20 Á rökstólum Tómas Karlsson blaða maður stjórnar. 21.00 Fréttir og veðurfregnir. 21.30 fslenzk mál Dr. Jakob Benediktsson flytur 21.45 Gitarlög eftir Heítor Vflla- Lobos. 22.00 Gullsmiðurinn í Æð ey Oscar Clausen rithöfundur flytur fyrsta frásöguþátt sinn. 22.20 Hljómplötusafnið í umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.10 Fréttir í stuttu máli. Bridgeþátt ur 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.