Vísir - 06.11.1975, Side 10
10
VÍSIR. Fimintudagur 6. nóvember 1975.
Efnahags- og viðskiptamál
Umsjón: Magnús Gunnarsson
Inngangur
Siöastliðinn föstudag var
undirritaður viðskiptasamning-
ur við Sovétrikin. Hér er um 5
ára viðskiptasamning að ræða,
sem hefur mikil áhrif á afkomu
okkar islendinga á næstu árum.
Utanrikisviðskipti hafa ekki
verið eins mikið i brennideplin-
um og aðrir málaflokkar utan-
rikismála. Á seinni áratugum
hafa islendingar stóraukið
samskipti sin við aðrar þjóðir,
en þekking einstaklinga á við-
skiptasambönduin okkar við
viöskipta þjóðirnar verið af
skornum skammti. Hér á eftir
er reynt að taka saman örstutt
yfirlit yfir viðskipti okkar við
Sovétrikin og reynt i stuttu máli
að gera grein fyrir, hvaða áhrif
slikur viðskiptasamningur hef-
ur á einstaka þætti islensks at-
vinnulifs.
Viðskipti i 30 ár
Viðskipti íslendinga og Sovét-
rikjanna hófust fljótlega eftir
seinni heimstyrjöldina. Þessi
viðskipti voru ekki i upphafi
byggð á formlegum viðskipta-
samningum, heldur sérstaklega
um þau samið hverju sinni. Það
er ekki fyrr en 1953, 1. ágúst að
formlegur viðskiptasamningur
er gerður milli landanna. Sam-
hliða var gerður greiðslusamn-
ingur um skipan greiðslna á við-
skiptunum. Þessi samningur
hafði þá mjög mikla þýðingu
fyrir íslendinga, þar sem Bret-
ar höfðu þá sett löndunartak-
markanir á islenskan fisk. Var
þetta gagnráðstöfun vegna
stækkunar fiskveiðilögsögu ts-
lendinga úr 3 i 4 sjómilur.
Fyrsta samningstimabilið var
2 ár, en síðan hefur þessi upp-
runalegi samningur verið fram-
lengdur með breytingum, oftast
i 3 ár i senn. Seinasti samningur
var gerður fyrir timabilið 1.
janúar 1972 til 31. desember 1975
eða i 4 ár.
Vörusamsetningin
Vörusamsetning þessara
samninga hefur litið breyst á
þessu timabili. Uppistaðan i út-
flutningi okkar til Rússa var
frystur fiskur, einkum karfi,
ufsi og saltsild og á móti fluttu
tslendingar inn fyrst og fremst
oliu og bensin. Á seinni árum
hefur átt sér stað nokkur breyt-
ing á útflutningi okkar til Sovét-
rikjanna. Þegar sildin hvarf af
tslandsmiðum var reynt að
flytjaút fjölbreyttara vöruUrval
til þess að halda uppi viðskipta-
jöfnuðu milli þjóðanna. Höfum
við flutt til Sovétrikjanna ýmsar
iðnaðarvörur, svo sem máln-
ingu og ullarvörur. Einnig hefur
útflutningur okkar á lagmeti
færst i aukana. Árið 1974 byrjaði
jafnframt útflutningur á mjöli
til Sovétrfkjanna. (Sjá töflu I)
Hlutdeild Sovétrikj-
anna i heildarutanrik-
isviðskiptum íslendinga
Hlutdeild Suvétrikjanna i
utanrikisviðskiptum Islendinga
hefur allt frá 1953 verið mjög
þýðingarmikil. Viðskiptin við
Sovétrikin voru t.d. 1971 8,2% af
heildar-útflutningnum og 6,8%
af heildar-innflutningum. Hlut-
deild Sovétrikjanna i heild-
ar-innflutningnum hefur þó far-
ið vaxandi þar sem hinar miklu
verðhækkanir á oliuvörum hafa
bein áhrif á viðskipti okkar við
þau. (Sjá töflu II)
Jafnvægi i viðskiptum
Allt frá 1953 var þess gætt að
jafnvægi væri á viðskiptunum
milli landanna, enda hljóðaði
samningurinn upp á slik kjör. Á
siðustu tveim árum hefur þró-
unin aftur á móti snúist á þann
veg að verðmæti innflutningsins
hefur stór-aukist vegna verð-
Nýsköpun
viðskipta við
Sovétríkin
hækkana á óliunni — eins og áð-
ur er getið. Hefur reynst erfitt
aðselja Sovétmönnum nægilega
mikið i viðbót til þess að jafna
þann viðskiptahalla, sem mynd-
ast hefur á árunum frá 1973.
(Sjá töflu II). Hefur verðmæti
innflutningsins aukist til muna
meira en verðmæti útflutnings-
ins.
Greiðslustaðan milli land-
anna hefur þvi þróast til mikilla
muna Islendingum i óhag (sjá
töflu). Hafa islensk stjórnvöld
lagt mikla áherslu á að aukinn
jöfnuður yrði i viðskiptunum.
Sala á islensku fiskimjöli til
Sovétrikjanna er m.a. afleiðing
af þessum málaleitunum ís-
lendinga.
Jafnvirðiskaup
Eins og komið hefur fram hér
á undan hafa viðskiptin við
Sovétrikin verið byggð á jafn-
virðiskaupagrundvelli. En þetta
er eini viðskiptasamningur ts-
lendinga sem er byggður á slík-
um grunni slðan 1971.
t stiittu máli byggjast slíkir
samningar á vöruskiptum, þar
sem flutt eru inn og út i hvoru
landi, vörur sem eru. jafnar að
verðmæti.
tslendingar hafa lagt áherslu
á, að halda þessum viðskipta-
háttum, þó að Sovétmenn hafi
nú um langt skeið viljað skipta
yfir i greiðslur i frjálsum gjald-
eyri. Astæðurnar fyrir þvi að Is-
lendingar hafa viljað halda i
jafnvirðiskaupagrundvöllinn
er, að þeir telja Sovétrikin vera
skuldbundnari til þess að skipta
við íslendinga og auðveldar hafi
verið að knýja fram nauðsynleg
viðskipti. Sovétmenn vilja aftur
á móti fá mismuninn á viðskipt-
unum greiddan i frjálsum gjald-
eyri, þar sem þeir hafa vafa-
laust allar klær úti til að afla sér
sliks gjaldeyris til að geta greitt
fyrir nauðsynlegan innflutning
frá öðrum löndum.
Greiðslur i frjálsum
gjaldeyri, en vörulist-
ar:
t samningum sem undirritað-
ur var siðastliðinn föstudag, er
horfið frá jafnvirðiskaupum og
samið um að allar greiðslur eigi
sér stað i frjáisum, skiptanleg-
um gjaldeyri. Verða viðskiptin
þvi ekki lengur byggð á jafn-
keypi eins og áður. Reyndar
hefur jafnkeypi eða jöfn vöru-
skipti ekki átt sér stað undan-
farin ár og hafa Islendingar
yfirfært dollara til Sovétrikj-
anna og samið um skuld sina við
þá.
Samningurinn er þvi aðeins
staðfesting á þeirri staðreynd
að Sovétmenn treysta sér ekki
til að auka viðskipti sin við okk-
ur i hlutfalli við þær hækkanir,
sem hafa orðið á innfluttum af-
urðum frá þeim. Þó lýsa báðir
aðilar þvi yfir i samningnum að
\vju viosKipiasamiiingununi iagnað í hofi sl. föstudag.
leitast skuli við að auka við-
skiptin og stefna að jöfnuðu ef
unnt er.
Það sem gerir þennan samn-
ing sérstæðan, er einkum það
fyrirkomulag, að samið er um
greiðslur I frjálsum gjaldeyri,
en samhliða slikum greiðslu-
venjum er samið um lista yfir
sovéskar og islenskar vörur,
þar sem gert er ráð fyrir árleg-
um sölum milli landanna.
Vörulistar:
Eftirtaldar vörur eru taldar
upp f samningnum og er hér um
að ræða árlegar magntölur:
títflutningur
Frystfiskflök 12000-17000tn
Heilfrystur fiskur (þar
með talin sild) 4000-7000 tn
Fiskimjöl 10000-20000tn
Saltsild 2000-4000 tn
meðmögulegri aukningu
Prjónaðar ullar-
vörur 1.300.000-2.000.000$
Ullarteppi 800.000-1.000.000$
Málningoglökk 1.000-1.500 tn
Niðursoðið og niðurlagt
fiskmeti 1.300.000-2.000.000$
Ýmsarvörur 500.000$
1 viðbót við þennan lista koma
svo þau viðskipti, sem Samband
islenskra samvinnufélaga og
Samvinnusambandið semja
um. Frá Sovétríkjunum er gert
ráð fyrir að flytja inn:
Brennsluoliu og bensin, vélar og
tæki, bifreiðar, timbur, stálpip-
ur og rúðugler.
Um nokkra aukningu er að
ræða á magntölunum i upptaln-
ingunni um útflutning hér að
framan, i samanburði við
samninginn frá i nóvember
1971. Hér er fyrst og fremst um
breytingar á hámarksmagni að
ræða, en lágmarksmagnið er
óbreytt. Reynslan á eftir að
skera úrum,hvevelokkurtekst /
að fylgja þessum samningum
eftir.
Þrátt fyrir þessa aukningu, er
ljóst að ýmsir forsvarsmenn
þeirra atvinnugreina, sem hér
eiga hlut að máli, hefðu viljað
auka þessi viðskipti mun meira
og bera kviðboga fyrir þvi, að
hið nýja greiðslufyrirkomulag
verði Sovétmönnum litil hvatn-
ing til aukinna viðskipta.
Þýðing viðskiptanna
við Sovétrikin:
Viðskiptin við.Sovétrikin hafa ■
geysilega þýðingu fyrir tslend-
inga. Það er staðreynd að við
erum orðin háðari þeim en flest-
ir gera sér grein fyrir.
Vegna þessara viðskipta hef-
ur nýting sumra fisktegunda
eins og t.d. karfa og ufsa orðið
betri en ella, auk þess að fram-
leiðslugeta frystihúsanna nýtist
mun betur. Hafa þessar fiskteg-
undir átt greiðan aðgang að
mörkuðum i Sovétrikjunum en
annars staðar vegna annarra
neysluvenja.
Sem dæmi má nefna, að
Sovétrikin keyptu alla keilu,
steinbit og ufsa, meiri hlutann
Þessi mynd var tekin fyrir
nokkrum árum á Rauðatorginu
i Moskvu og sýnir islenska
samningameiin hvila lúin bein á
milli samningafunda. Mýndin
b'irtist nýlega i fréttablaði
Skeljungs.
af ýsu og þorski, sem voru flutt
útheilfrystárið 1974. Af frystum
karfaflökum árið 1974 keyptu
Sovétrikin 7,554 tonn af 8.134
tonna heildarútflutningi, eða
um 93%. Af 6703 tonna útflutn-
ingi af frystum ufsaflökum fóru
4139 tonn til Sovétrikjanna eða
62%.
Bróðurparturinn af gaffal-
bitaframleiðslu okkar fer til
Sovétrikjanna. Hvað útflutning
á iðnaðarvörum varðar, þá má
benda á, að af útflutningi ullar-
teppa árið 1973, að heildarverð-
mæti 84,4 millj., fóru ullarteppi
að verðmæti 83,3 millj. til Sovét-
rikjánna, eða 98,7%. Af útflutn-
ingi af prjónavörum, sama ár,
að heildarverðmæti 261.9 millj.,
fóru prjónavörur að verðmæti
136.9 millj. til Sovétmanna, eða
52,3%. Jafnframt fer yfir 90% af
málningarútflutningi lands-
manna til Sovétrikjanna.
1 sambandi við útflutninginn
er rétt að benda á að lokum að
nýlega er búið að semja við
Sovétrikin um kaup á 2000 tonn-
um af saltsild og kaupa þeir þar
töluvert af heilsaltaðri sild sem
má vera alt að 900 stk. i tunnu,
fyrir mun hagstæðara verð en
náðst hefur á öðrum mörkuðum.
Innflutningur:
Ljóst er að innflutningur ts-
lendinga frá Sovétrikjunum hef-
ur ekki verið eins mikið til um-
ræðu eins og útflutningur ts-
lendinga. Meginástæðan er sú,
að bróðurparturinn af inn-
flutningnum er olia og bensin.
Það hefur verið rætt um það að
undanförnu, að Islendingar ættu
að athuga með kaup á oliu og
bensíni annars staðar en i
Sovétrikjunum.
Gera má ráð fyrir að
Sovétmönnum væri ósárt um,
að úr oliukaupum tslendinga
drægi. Er þvi spáð að innan 5
ára verði Sovétrikin ekki lengur
útflutningsaðili að oliu, heldur
verði þau að hefja innflutning á
þeirri vöru. Slikar staðreyndir
knýja ef til vill tslendinga til
þess að huga að nýjum
viðskiptaaðilum i þessum
efnum. öllum ætti að vera ljóst
eftir þessa lesningu, að við eig-
um mikilla hagsmuna að gæta i
þessum viðskiptum og állar
stórsviptingar á þessum vett-
vangi yrðu okkur vart til hags-
bóta.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir
utanrikisviðskiptum, hljóta að
fylgjast af áhuga með viðskipt-
unum við Sovétrikin næstu 5
árin.
Hið breytta greiðsluform
veldur ýmsum áhyggjum, eins
og fram hefur komið hér að
framan, en það er von allra,
sem eiga hagsmuna að gæta, að
viðskipti tslands við Sovétrikin
eigi eftir að eflast á komandi ár-