Vísir - 12.11.1975, Side 1

Vísir - 12.11.1975, Side 1
GULL- DRENG- URINN - Ný saga um ALLA. - Sjá íþrótta- opnu 65. árg. — Miðvikudagur 12. nóvember 1975. — 257. tbl. Vilja ógilda uppboðið A fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar i gær var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum að visa Ingvari Björnssyni, bæjarlögmanni, úr starfi. Þær ástæður voru færðar fyrir brottvisuninni, að hann hefði misnotaö aðstöðu sina og boðið i hús ofan af hjónum með tvö börn, fyrir verð, sem er um 1/5 til 1/6 af verðmæti hússins. Bæjarlög- manninum hafi borið að gæta hagsmuna bæjarins og uppboðsþola. Þess var jafnframt krafist, að nýtt uppboð færi fram. Sjá grein um sjónarmið aðila á bls. 3. Skoðun Luries llér fyrir neðan er ein af myndum hins fræga skopteiknara „Ron” l.urie, en þannig kom lionum fyrir sjónir yfirlýsing Rockefellers vara- lorseta um, að liaun yrði ekki i framboði með Gerald Ford i forseta-' kosningunum i Bandarikjunum að ári. — Samtimis var uppi kvittur itni. að Ronald Reegan, fylkisstjóri i Kaliforniu, mundi setjast við hlið Fords i kosningavagninum. Kn við Itöfum þau gieðitiðindi að segja iesendum ViSIS, að hér eftir geta þeir létt sér skainmdegið með þvi að fletta upp á einhverri af leikniugum l.uries i VÍSl. — Þeir verða i góðum féiagsskap, þvi að l.uricá 32 inilljóuir trygga lesendur-viða um lieim. —Sjá nánar á bls. 8 Og 9. Veitti enga pólrtíska fyrírgreiðslu — Jón G. Sólnes, bankastjóri og alþingismaður segir: u „Þetta er ærulaust nið, lygar og rógburður. Ég hef ekki veitt neina pólitiska fyrirgreiðslu til eins eða neins i starfi minu sem bankastjóri”. Þetta sagði Jón G. Sólnes, bankastjóri og alþingismaður i viðtali við Visi. i morgun. Jón hefur verið i útlöndum að undanförnu þannig að ekki hef- ur fyrr verið hægt að bera undir hann fullyrðingar Vilmundar Gylfasonar, i grein hans i Visi sl. föstudag. Vilmundur sagði i greininni, að árið 1974, hafi skuld Lands- bankans á Akureyri við aðal- bankann i Reykjavik aukist fast að milljarði króna. Jón G. Sól- nes var þá bankastjóri Lands- bankans á Akureyri. Segir Vil- mundur að hann hafi notað sér rikisfjármuni til að kaupa sér leiðina til valda. Jón var i fram- boði i Alþingiskosningunum 1974, og komst á þing. „Útlánaaukning varð ekki meiri en annars staðar, það hef- ur Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans staðfest. Um þá valkosti var að ræða að halda atvinnufyrirtækjunum gang- andi, þessvegna varð talsverð útlánaaukning. En þessar tölur sem Vilmundur nefnir eru út i loftið. Ég hef verið átta sinnum i framboði til bæjarstjórnar á Akureyri, og ekki verið vændur um svona nokkuð fyrr. Ég lýsi furðu minni á að greinin skyldi birt athugasemdalaust", sagði Jón G. Sólnes. Nokkrar getgátur hafa verið uppi að undanförnu um Japans- för Jóns og tveggja annarra manna. Sagt hefur veriö að þessi för hafi verið á vegum Kröflunefndar, og hafi hún borið kostnað af henni. Jón G. Sólnes kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi i gær, og sagði þar m.a. að um- rædd för hans hefði verið Kröflunefnd algerlega að kostnaðarlausu. — ÖH Vinna við Jórn- blendið stöðvuð? Margt bendir nú til þess að framkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga verði stöðvaðar. Talið er til- gangslitið að halda f ram- kvæmdum áfram næstu tvö til f jögur árin vegna verðhruns á stálmarkaði. Að undanförnu hafa að minnsta kosti 11 ofnars málmblendiverksmiðja á Vesturlöndum verið stöðvaðir. Málið hefur verið rætt í ríkisstjórn. — Visir hefur aflað sér eftirfarandi upplýsinga um málið: Ýmsar blikur eru nú á lofti vegna smíði járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Talið er, að áhugi manna á verk- junni hafi minnkað is^niðji verulega, einkum vegna mikilla lánaerfiðleika og verðhruns á stáli á heimsmarkaði. Verið er að endurskoða allar áætlanir um stofn- kostnað verksmiðjunnar og er fyrirsjáanlegt að hann mun hækka veru- lega. — Sjá nánar á baksíðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.