Vísir


Vísir - 12.11.1975, Qupperneq 4

Vísir - 12.11.1975, Qupperneq 4
4 Miövikudagur 12. nóvember 1975. vism Nýtt námsefni í dönsku gefið út. Hljómbönd, teikningar og líflegur texti. Mœtti nefna byltingu í allrí dönskukennslu Rikisútgáfa námsbóka hefur gefiö út mikiö og vandað náms- efni til dönskukennsiu. Endurnýj- un námsefnis i dönsku stendur yfir, samhliöa breytingum á skip- an námsins. Síöan haustiö 1974 hefst dönsku- nám i grunnskóla yfirleitt I fjóröa bekk. Nýtt byrjendanámsefni hefur verið tilraunakennt siöan 1970 og nýtt námsefni fyrir siö- ustuár skyldunámsins slöan 1972. Nú er komin út varanlegri út- gáfa á byrjendanámsefni fyrir fjórða og fimmta bekk, „Jeg taler dansk I og II” og námsefni fyrir 8. bekk „Dansk i dag”. Efnið er samiö að frumkvæöi og á kostnað skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins, en gefið út og dreift af Rikisútgáfu námsbóka, sem greiðir kostnað við þaö. „Jeg taler dansk I” eru 48 vinnublöð handa nemendum, kennsluleiðbeiningar og hljóm- bönd með texta vinnublaðanna. í „Jeg taler dansk II” eru 64 vinnu- blöð handa nemendum, kennsluleiðbeiningar og segul- bandsupptökur eru væntanlegar. 1 þessu námsefni er áhersla lögð á að nemendur læri að skilja og nota algengustu orð I dönsku nú- tlmamáli. Kennsla fer fram á dönsku. A hljómböndunum eru danskir söngvar, upplestur, og til greina koma ýmsir leikir og spil til að gera námið fjölbreytlegra. Ahersla er lögð á það, að áhugi foreldra á þvi sem börnin eru að Vegur til verötryggingar m Gefinn hefur veriö út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóös, G flokkur, að fjárhæö 300 milljónir króna. Skal fé því,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, varið til varanlegrar vegageröar í landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs eru endur- greidd aö 10 árum liðnum meö verðbótum í hlutfalli viö hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf aö endurnýja í 10 ár. Á hverju ári veröur dregið um 942 vinninga aö fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregið 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla, skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf rikissjóós eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. í) SEÐLABANKI ÍSLANDS læra, sé börnunum ánægjuauki og kennurum styrkur. Námsgögnin „Dansk i dag” skiptast I fjóra hluta, mynd- skreytta textabók, æfingar og málfræði, hljómband og kennslu- leiðbeiningar. Höfundar texta- bó;kar eru Höröur Bermann, Sol- veig Einarsdóttir og Guðrún Hall- dórsdóttir, en Hörður samdi æf- ingabók og kennsluleiðbeiningar. Flestar teikningar eru eftir Arna Elvar. Höfundur námsefnisins „Jeg taler dansk I og II” er Gurli Dolt- rup, námsstjóri. Þetta nýja námsefni ber með sér, að reynt er að fara nýjar brautir I dönskukennslu, og er ekki vafi á þvi að efnið er allt mun aögengilegra og fjölbreytilegra, en það sem áður hefur verið not- aö. Eimskip byggir í miðbœnum Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Eimskipafélagshúss- ins að Pósthússtræti 2. Stækkunin er kjallari og tvær hæðir, samtals 233,3 ferm. Hús Eimskipafélagsins er reist árið 1920 en þá aðeins á hluta lóðarinnar. Þó að húsið hafi þótt reisulegt þegar það var byggt, þá er það orðið of litið fyrir skrifstofuhald félagsins, og því ráðistí þessa stækkun nú. Til glöggvunar, þá á viðbótin að fylla upp i skarðið milli Eim- skipafélagshússins og Gjald- heimtunnar. Engar umferðartakmarkanir verða um Tryggvagötu vegna þessara framkvæmda og þegar búið að girða lóðina * af með bárujárni. —VS sjóður sjötíu óra — elsti stofnlána- sjóður landsins Fiskveiðasjóður ís- lands átti sjötiu ára af- mæli i gær. Á þeim tima sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann tekið gagngerum breytingum. Útlán I krónutölu hafa á 10 ár- um meira en fimmtánfaldast. Siöustu verulegu breytingarn- ar á skipulagi og starfi sjóðsins urðu árið 1966. Þá yfirtók Fisk- veiðasjóður eignir, skuldir, skuldbindinar og ábyrgðir Stofnlánadeildar sjávarútvegs- ins og Skuldaskilasjóðs útvegs- manna. Fiskveiðasjóður er elsti stofn- lánasjóður landsins. Starfsemi hans er öðru fremur tengd þeim hluta sjávarútvegsins sem nefn- ist I daglegu tali vélbátaflotinn, enda er aldur beggja svipaður. Núverandi hlutverk Fisk- veiðasjóðs er að „efla fram- leiðslu og framleiðni i fiskveið- um, fiskiðnaði og skyldri starf- semi með þvi að veita stofnlán gegn veði I fiskiskipum vinnslu- stöðvum, vélum og mannvirkj- um sem að dómi sjóösstjórnar eru I þágu sjávarútvegs. Þ.á.m. skipasmiðastöðvum, drátta- brautum, viðgerðarverkstæð- um, veiðafæragerðum og ver- búöum.” Vextir af lánum Fiskveiða- sjóðs eru nú 11% til skipa og 12,5% til frystihúsa. Þá er hluti lána visitölutryggður og erlend lán eru gengistryggð. Sjávarútvegsráðherra skipar stjórn sjóðsins til tveggja ára. Núverandi formaður hennar er Daviö Olafsson, seðlabanka- stjóri og framkvæmdastjóri Sverrir Júlíusson. —EKG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.