Vísir - 12.11.1975, Page 5

Vísir - 12.11.1975, Page 5
5 VÍSIR Miðvikudagur 12. nóvember 1975. ap/UntEbR (GUN útlöndí morgun útlönd í morgunútl Umsjón: Guðmundur Pétursson Whitlam leitar stuðnings hjá alþingi götunnar — en fœr misjafnar undirtektir. — Bráðabirgðastjórnin hefur strax boðaðtil þingkosninga 13. des Þúsundir manna tóku þátt i mótmæla- aðgerðum á götum Canberra i Ástraliu í gær og lýstu yfir stuðningi við Gough Whitlam sem vikið hef- ur verið úr forsætis- ráðherraembætti. Verkamenn brutust inn á lög- reglustöð i Sydney og unnu spjöl á verðbréfahöllinni. „Við viljum Gough — Niður með Fraser!” var sönglað af margradda kór og undir það tóku lOOOmanns iMelbourne, en þar kom þó ekki til neinna á- taka. Whitlam sjálfur og Bob Hawke, leiðtogi landssambands verkalýðsfélaga Astraliu, efndu til útifundar i Canberra i gær til að leita stuðnings almennings. Þar urðu viðbrögðin mest og sóttu um 8000 manns íundinn. Það þykir þó eftirtektarvert að undirtektirnar skuli ekki vera meiri. í Canberra búa um 150 þúsund manns, Melbourne tvær og hálf milljón manna og i Sidney tæpar þrjár milljónir. Landsstjórninn vék Whitlam úr embætti eftir að hann hafði átt við hann viðræður og reynt að.fá forsætisráðherra stjórnar Verkamannaflokksins til að rjúfa þing og efna til almennra þingkosninga. En öll frumvörp stjórnarinnar hafa strandað siðustu fimm vikurnar á efri deild, og þar á meðal fjárlaga- frumvarpið, þannig að i raun hefur verið stjórnarkreppa. Sagði landstjórinn að Whit- lam hefði verið ófáanlegur til þessa, og þvi hefði hann neyðst til að gripa i taumana. Hann skipaði Malcolm Fraser, formann Frjálslynda flokksins og leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, til að fara með bráðabirgðastjórn þar til efnt verður til almennra þing- kosninga. Fraser kunngerði i gær að hann hefði myndað 13 manna ráð, sem fara skuli með stjórn landsins fram að kosningum. Hefur hann um leið boðað til al- mennra kosninga þann 13. desember. Búist er við þvi að kosninga- barátta flokkanna hefjist ekki af alvöru fyrr en seint i næstu viku. En ýmis verkalýðsfélög hafa þegar hafist handa um að styðja Verkamannaflokkinn, og byrjuðu i gær með verkföllum verkamanna skipasmiðastöðva og i byggingariðnaðinum. Þingsætin skiptast þannig milli flokkanna eins og sakir standa núna: I neðri mál- stofunni eða fulltrúadeildinni hefur verkamannaflokkurinn 65 fulltrúa, meðan frjálslyndir og landsflokkurinn hafa samtals 61 fulltrúa. Óháðir hafa einn. — í Efri málstofunni eða öldunga- deildinni hefur verkamanna- flokkurinn 27 fulltrúa, frjáls- lyndir og landsflokkurinn 30 og óháðir 3. VILJA FORÐAST „ÞORSKASTRÍÐ" Norðmenn hafa fullvissað vestur-þýzku stjórnina um, aö þeir muni ekki taka einhliða ákvörðun um útfærslu fisk- veiðilögsögu sinnar i 200 mil- ur. Að minnsta kosti ekki fyrir Hafréttarráöstefnu Samein- uðu þjóðanna, sem haldið skal áfram, i mars næsta. Siðustu tvo dagana hafa staðið yfir viðræður milli Jens Evensens, hafréttarmála- ráðherra Norðinanna, og em b æt tis m a nn a Bonn- stjórnarinnar. — t þeim viðræðum lagði Evensen rika áherslu á, að Noregur inundi taka mið af hagsmunum annarra þjóða sem fiskveiðar stunda við Noregsstrendur. Sagöi hann að Norðmönnum væri mesti mun að komast hjá „þorskastriði i islenskum stil.” Það gengur oft á ýmsu i aksturskeppni eins og þessi mynd frá kapp- akstri i Argentinu ber með sér. Ekillinn, Berhongaray, missti bílinn út af brautinni og rakst á tvo áhorfendur utan brautar. Sést hvar annar svifur i loftinu i eina áttina meðan hatturinn hans l'lýgur i aðra. En hinn maðurinn er ekinn um koll. Ekilinn sakaði ekki, en hinir slösuðust mikið, þó ekki lifshættulega. Fronune á leið til réttarsalarins áður en hún hætti að mæta til dóm þings. Lynette var með byssuna uppspennta Einn lifvarða Banda- ríkjaforseta bar það fyrir rétti í gær að bógurinn á skammbyssu Lynette Fromme hefði verið spenntur upp þegar stúlk- an beindi byssunni að Ford. Réttarhöldin i máli þessarar fylgikonu morðingjans Charles Mansons snúast mest um það atriði, hvort hún hafi i raun nokkru sinni ætlað að skjóta á for- setann þótt hún miðaði byssu að honum. Vörnin gerir sér litlar vonir um að sakborningur verði algerlega sýknaður af öllum ákærum. En verjandinn stefnir hinsvegar að þvi að skjólstæðingur hans sleppi með vægan dóm. Vill hann halda þvi fram að Lynette hafi sett at- burðinn á svið sem eins konar uppþot til að vekja athygli á bar- áttu sinni fyrir náðun Charles, Manson en hann afplánar lifs- tiðardóm i fangelsi. Saksóknari hefur lagt á það áherslu við sókn málsins að það haft verið fyrir óvitaskap Lynette Fromme að ekki var skot i skot- stæði byssuhlaupsins. Leiddi hann fram til vitnis lifvörðinn i gær til sanninda um hver hefði verið raunverulegur tilgangur Lynette: Nefnilega að skjóta Ford. Lynette var sjálf ekki viðstödd réttarhöldin i gær og hefur ekki komið fyrir réttinn siðan á föstu- dag. Þá svipti dómarinn hana rétti til þess að flytja mál sitt sjálf. Hafði hún æ ofan i æ gert uppistand i réttarsalnum og óhlýðnast fyrirmælum dómar- ans um að halda sér við efnið og hætta að blanda máli Charles Mansons inn i starf réttarins. Flestum ofbýður ályktun S.þ. um zionisma Gaston Thorn, forseti Sameinuðu þjóðanna, er meðal þeirra sem látið hafa í Ijós hneykslun sína á ályktun allsherjar- þingsins um zionismann. Hefur hann tekið sér stöðu gegn meirihlutan- um og veist harkalega að fordæmingunni. — ,,Sum- ir ofstækismenn gera sér ekki Ijóst að það er unnt að ganga of langt," sagði Thorn sem er líka for- sætisráðherra Luxem- bourg. Það þykir með eindæmum, að forseti sameinuðu þjóðanna veitist þannig að ályktun sam- taka sinna. — Talið er vist, að fulltrúar þriðja heims-rikja muni ekki una þvi óátalið. En viðast i vesturálfu eru við- brögðin við samþykkt ályktunarinnar á sama veg. Jafnvel italski kommúnista- flokkurinn birti i leiðara i mál- gagni sinu, gagnrýni á sam- þykktina. — „Við getum ekki tekið það gott og gilt að zionismi • •• og kynþáttahatur sé borið sam- an,” sagði i UNITA. Ford Bandarikjaforseti hefur fordæmt samþykktina og lýst þvi yfir að Bandarikin muni bregðast við . henni með að- gerðum gegn þeim löndum sem atkvæði greiddu ályktuninni. Báðar deildir Bandarikja- þings samþykktu strax i gær að taka til endurskoðunar þátttöku Bandarikjanna i alheimssam- tökunum. Ekki þykir samt lik- legt að þingiðsamþykki að taka fyrir öll fjárframlög til Samein- uðu þjóðanna. Hitt gæti þó skeð að skorin yrðu niður þau fram- lög sem Bándarikin hafa látið af hendi rakna við samtökin umfram skyldan skatt. Það er nú viðbúið að fulltrúa- deild Bandarikjaþings þar sem fram hefur komið hvað mest óánægja með ályktunina um zionisma muni i ljósi þessa verða mjög treg til að sam- þykkja áætlun Fords forseta um efnahagsaðstoð til handa Arabalöndum. Beðið hefur af- greiðslu hjá þinginu beiðni for- setans um 1.093 milljón dollara aðstoð við Egyptaland, Sýrland og Jórdaniu, en þessi þrjú riki voru meðal þeirra sem stóðu að þvi að leggja ályktunartillöguna fram og greiða henni atkvæði. Ummæli öldungadeildarþing- mannanna Roberts Packwood og Henry Jackson gáfu til kynna hvernhug þingheimur bar til álvktunarinnar. — Packwood (repúblikani frá Oregon) sagði: „Hvar svo sem Hitler hefur verið þetta kvöld þá er ég viss um að hann skálaði við skrattann i tilefni tiðindanna.” — Jackson (demókrati frá Washington) sagði: „Þegar við göngum til atkvæða i öldunga- deildinni um erlenda efnahags- aðstoð munum við ekki gleyma þessum rikjum sem greiddu at- kvæði með ályktuninni og ætla að þiggja okkar aðstoð.” Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri S.Þ., var meðal þeirra sem gat ekki orða bund- ist strax eftir úrslit atkvæða- greiðslunnar um zionismann og vakti athygli á þvi hvaða kreppa mundi steðja að samtök- unum eftir slika ályktun. Olof Palme, forsætisráðherra Sviþjóðar sem er i heimsókn i Bandarikjunum ávarpaði alls- herjarþingið i gær, og sá ástæðu til þess að vara fulltrúa aðildarrikja við þvi að snúast gegn samtökunum þótt þau stundum tækju „óheppilegar og óviturlegar” ákvarðanir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.