Vísir


Vísir - 12.11.1975, Qupperneq 7

Vísir - 12.11.1975, Qupperneq 7
VISIR Miðvikudagur 12. nóvember 1975. cTVIenningarmál Hákarlasólmyrkvi Hákarlasól eftir Erling E. Halldórsson Þjóðleikhúsið (kjallari) Leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson. Hákarlasól er eins- konar tilraunaverk, þar sem áhorfendur gegna hlutverkum hvitra músa, og þeir einu sem hlæja eru húsráðandi og visinda- maðurinn. Gott og vel. Menn koma svo sem ekki með igrædd músa- hjörtu af sýningunni, þótt svo kunni að fara að einhverjir verði það lamaðir i sýningarlok að þeir þekki ekki frakkana sina frekar en hamflett tilrauna- dýr.. Ég segi það einu sinni enn, til að það fari ekki framhjá nein- um, sem ekki hefur lesið blöð eða hlustað á fjölmiðla siðasta hálfa mánuðinn, að hákarlasól er dulnefni vestfirskra hákarla- manna yfir tungliö, sem auðvit- að skein fyrir vestan eins og annars staðar, a.m.k. á meðan farið var i hákarlalegur. Kannski dulnefnið hafi verið notað til að plata hákarlinn; einskonar Mallorka-auglýsing til að hvetja skepnuna i sólbað ofan i djúpinu. Þá væri gengið út frá þvi sem visu að hákarlar skilji mannamál. Kannski er helst að spyrja þá hvað þetta eigi annars allt að þýða. Kannski eru svona leiksýningar einungis skrifaðar handa há- körlum. Nú ber að ganga út frá þvi sem vfsu að allt, sem sett er i bækur eða skrifað fyrir leiksvið, sé að tilætlan höfunda skiljan- legt þorra manna. Þó kann að bregða út af þessu og lengi vel var afstæðiskenning Einsteins litt skiljanleg, Bruno var brend- ur af þvi hann talaði undarleg- MÁLALOK Umsjón: Indriði G. Þorsteinsson um tungum og engin skildi Gali- leo eftir að hann hafði horft á hákarlasólina og umhverfi hennar i kiki. Honum var stefnt fyrir rannsóknarréttinn og mátti sverja af sér að jörðin hreyfðist. Þannig fer fyrir spá- mönnum, og kannski sjáum við ekki listina hreyfast i Hákarla- sól E.E. Halldórssonar vegna deyfðar til höfuðsins. í stuttu máli: Þú tekur kassa og þrjá menn og setur þá á sviðið hægra megin við barinn, þegar gengið er inn um dyrnar til vinstri inn i kjallarann i Þjóð- leikhúsinu. Þú tekur nokkrar andófssetningaraf handahófi og slöngvar þeim eins og þjóðfé- lagsgagnrýni framan i lýðinn. Þú lætur mennina þrjá hreyfa sig um sviðið, ýmist að bisa við kassann eða i kringum hann, vegna þess að kökuuppskrift leiklistar byggist á hreyfingu. Þú lætur einn gripa i punginn á öðrum, af þvi mannspungurinn er svona hérumbil þungamiðja andlegheita á siðari hluta 20. aldar. Og þú lætur að endingu tvo menn hverfa oni kassann, af þvi svona ævintýri taka enda og ekki erhægt að ætlast til þess að einn leiki sóló. Það mætti einnig segja að þarna bærðust fulltrú- ar auðvaldsins, fuiltrúi gildanna eða meistaranna, og svo bless- aður verkalýöurinn, sem genguri peysu. Seint verður vit- aö hvað leynist i kassanum: Kannski Samuel Beckett sjálf- ur. Og eru þá upptalin þau geim- vfsindi, sem sprottin eru að hluta úr djúpum hákarlamiða fyrir Vestfjörðum. Leikararnir standa sig eftir atvikum i tvisýnni baráttu við skilninginn í kringum sig. Og kostulegt er að sjá Gunnar Eyjólfsson i þessum sólmyrkva. Umsjón: Steinar Gunnlaugsson Finnur Tofi Stefónsson Þetta er þriðji þátturinn, sem birtist hér i blaðinu undir heit- inu „Málalok”. Vegna við- bragða ýmissa manna við hin- um tveimur fyrri þáttum, sem sett hafa verið fram við okkur umsjónarmenn þáttarins, þykir mér nú ástæða til að gera að umræðuefni viðfangsefni þátt- arins, og skýra nokkuð hvað fyrir okkur vakir með skrifum þessum. Auk þess sem við munum gera dómsmál almennt að um- ræðuefni, bæði i þeim tilgangi að flytja af þeim fréttir og einn- ig til að gagnrýna e.t.v. stöðu þeirra mála, þá er það og megintilgangur okkar að kynna fyrir almenningi nýlegar dóms- úrlausnir i málum, sem ætla má að hafi þýðingu fyrir svo og svo stóran hóp manna eða a.m.k. veki áhuga þeirra. Við munum leitast við að gera á aðgengileg- an hátt grein fyrir þeim laga- reglum, sem beitt er við úrlausn hinna einstöku mála. Þeir dóm- ar, sem þannig verða teknir til meðferðar, verða jöfnum hönd- um dómar héraðsdóms og hæstaréttar og verða menn þá að hafa það I huga, sem sjálf- sagt er, að niðurstöðum héraðs- dóms kann að vera skotið til hæstaréttar, sem getur komist að annarri niðurstööu. Auk þessa efnis þáttarins geri ég siö- an ráð fyrir, að við munum, eftir þvi sem okkur þykir á- stæða til að setja fram fræðileg- ar hugleiðingar og jafnvel gagn- rýni á niöurstöður þess máls, sem til athugunar er hverju sinni. Aöhald að dómurum Og þá er ég kominn að þvi, sem er meginmál þessara Ræöa ber dómsmál op- iuberlega Hvað varðar sérstaklega þætti þá, sem hér birtast, hlýt ég að taka fram, að meginvið- fangsefni þeirra verður ekki að hefja fræðilegar umræður og gagnrýna niðurstöður dómstóla, hversu þarft sem slikt annars er. Tilgangur okkar er, eins og áður var vikið að, að gera al- menningi grein fyrir niðurstöð- um áhugaverðra mála, og munum við haga vali málanna með það fyrir augum, hvort mál séu áhugaverð út frá almennum sjónarmiðum. Viö munum þannig ekki velja mál til um- fjöllunar eftir þvi, hvort við teljum okkur hafa fræðilega við niðurstöður að athuga. Höfum við einmitt valið nafnið ,,Mála- lok” á þáttinn til þess að leggja áherslu á, að með dómsúrlausn er endir bundinn á þrætu. Þrátt fyrir þetta munum við i þáttum þessum setja fram fræðilega gagnrýni á einstakar dómsniðurstöður, eftir þvi sem okkur þykir málið, sem til með- ferðar er hverju sinni gefa á- stæðu til. Sagt hefur verið, að slikt eigi ekki erindi til almenn- ings og eigi þvi ekki að birtast i dagblöðum. Slik gagnrýni hafi einungis fræðilega þýðingu og eigi þvi heima i lögfræðilegum fræöiritum. Vönduð gagnrýni á dóma myndi aö sjálfsögðu sóma sér vel i hvaða fræðiriti sem væri, en ekki verður fallist á að slikt efni eigi ekki erindi til al- mennings. Það ber að ræða hvers kyns málefni opinberlega i lýðræöisþjóðfélagi sem okkar, og gildir þar ekkert sérstakt um dómsmál. Jón Steinar Gunnlaugsson. skrifa minna, þ.e.a.s. réttlæti þess að taka einstakt dómsmál til umræðu opinberlega, eftir að dómur er genginn i þvi, e.t.v. i þvi skyni aö gagnrýna dóms- niðurstööuna. Á islandi hefur litið verið gert af þvi, sem hvarvetna tiðkast i svokölluðum réttarrikjum, að setja fram fræðilega gagnrýni á niðurstöður dómstóla i einstök- um málum. Að minu áliti er hér skarð fyrir skildi, þvi að slik gagnrýni, a.m.k. ef hún er nægi- lega vönduð, er til þess fallin að veita dómurum aðhald við störf sin og eftir atvikum likleg til að hefja almennar umræður um tiltekin réttaratriði, sem siöan kynni að flýta nauðsynlegum réttarbótum. Ljúka skal hverri þrætu A hinn bóginn hefur verið bent á að ljúka verði hverri þrætu, dómar séu endanlegir og þvi sé óheppilegt að ýfa upp sárin eftirá með þvi að efast um rétt- mæti úrlausna dómaranna. Þetta er auðvitaö að vissu leyti rétt, en fyrrnefndu sjónarmiðin vega þó þyngra i minum huga. Auðvitað verður að gera það að skilyrði, að umræöur um upp kveðna dóma séu fræöilegar og fjalli um þá beitingu laganna, sem þykja orka tvimælis, en ekki þá einstaklegu hagsmuni, sem um var deilt i hverju máli. Og dómararnir sjálfir verða að hafa það viðhorf til starfa sinna, að þeir fagni fræðilegri gagn- rýni og umræðum, en mega ekki fyrtast við og telja að verið sé að vega að störfum þeirra. Mó gagnrýna dómo?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.