Vísir - 12.11.1975, Side 11

Vísir - 12.11.1975, Side 11
VISIR Miðvikudagur 12. nóvember 1975. 11 TONHORNIÐ Umsjón: Örn Pefersen Eigum von á nýrri Dögg 83211 Skrifstofa skiptiborð 83464 Bein lína söludeildar 10130 Verzlunin Hafnarstræti 18 10133 Verzlunin Laugavegi 84 38402 Verzlunin Laugavegi 178 rmn Jón Þór Gisiason og ólafur Ilaildórsson Aðeins tveir halda áfram! V Símató Hér eru Einar BHHB Fyrir hálfum mánuði gat Tónhornið þess, að miklar breytingar stæðu fyrir dyrum i hljómsveitinni Dögg. Þeir félagar spila enn- þá saman sem Dögg, en innan skamms fáum við að heyra i ,,Nýju Dögg” sem æfir að krafti um þessar mundir. Aðeins tveir upprunalegir meðlimir Daggar halda áfram, þeir Páll Pálsson söngvari og Ólafur Helgason trommu- leikari, en aðrir hyggjast alla- vega taka sér fri fram yfir áramót. Ekki reyndist þeim Páli og óla erfitt að ná sér i nýja menn, þvi eftir „upplausnina miklu” i sumar, sbr. Paradis, Námfúsu Fjólu, og Erni, eru ennþá nokkrir hljóðfæra- leikarar á lausum kili. Þeir hafa semsé orðið sér úti um þá Sverri Konráðsson (áður örnum) Guðjón Þ. Guðjónsson (áður Námfúsu Fjólu), og tvo efnilega frændur, þá Jón Þór Gislason og Ólaf Halldórsson. Þeir tveir siðastnefndu hafa undanfarið troðið upp sem dúettinn „Frændurnir” við- góðan orðstir, og minna þeir mjög á byrjunarár þeirra félaga Magnúsar og Jóhanns. Þegar Tónhomið leit inn til þeirra félaga þar sem þeir æfðu af krafti i næsta nágrenni við sendiráð rússa hér i borg, var nýja Döggin einmitt að æfa eitt af lögum frændanna „Please listen to me”. Þetta var seint um kvöld og þeir félagar orðnir dauðþreyttir (eins og sjá má af mynd, og þar eð bæði sigarettur og kók voru ekki lengur fyrir hendi á bænum voru þeir i þann mund að hætta. Mér tókst þó að herja útúr þeim tvö lög til viðbótar við,,Please listen to me”, en þau heita „I want you in my bed, baby” og ,,I love you.” öll þessi lög eru eftir þá Jón Þór og Ólaf H. (frændurnir), en miðað við heiti þessara laga, virðisthjarta þeirra félaga vera nokkuð heitt um þessar mundir. Tónhornið fékk ekki annað heyrt en að hér væri um nokkuð góð lög að ræða og röddun þeirra skemmtileg enda syngja þeir núna fimm i Nýju Dögginni. Æfingar eru þó stutt á veg komnar og vart byrjar hin nýja Dögg opinberlega fyrr en seinnihluta desember i fyrsta lagi. Nýja Döggin verður nærri eingöngu með frumsamin lög á dagskrá, eftir þá frændurna (sem i raun og veru eru náttúru- lega frændur) og söngvarann Pál Pálsson. Tónhornið óskar þeim félögum góðs gengis, og vonar að þeir fái góðar viðtökur þegar þar að kemur. Dögg — eins og hún verður skipuð Pennans Lárus Grimsson flautuleikari úr Eik. Einar Vilberg og Pálmi Gunnarsson. Vilberg & co. Vegna þrengsla I siðasta Tónhorni gat Tónhomið þvi miður ekki birt neinar myndir við greinina um Einar Vilberg & Co. Og þar eð Tónhornið hafði nú svo mikið fyrir þvi að smella þessum myndum af, verða þær nú birtar. Einar & Co eru um þessar mundir að vinna að sóló plötu Einars suður i Hljóðrit h/f, og að þvl loknu munu þeir Pálmi og Lárus snúa sér til liðs við Kristj- án Guðmundsson (Haukum) sem einnig vinnur að sóló verki, en það er eingöngu fyrir sjónvarpið. Asgeir Óskarsson viö trommurnar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.