Vísir - 12.11.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 12.11.1975, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 12. nóvetnber 1975. VISIR Glœpamál- um fer fœkk- Egypska símakerfið í O Ástandið i simasambandsmál- um egypta er mjög bágborið sem stendur. Viljirðu ná sam- bandi við mann, verðurðu að öskra i taltrektina. Þannig hafa tilraunir til að ná sambandi við ráðuneyti misheppnast hvern einasta dag i þrjár vikur, og mun það met. Þetta er ekki imyndun er- lendra kverúlanta, þvi að ný- lega fyrirskipaði forsætisráð- herra Egyptalands ráðuneytum sinum, sem eru 33 að tölu, að koma a.m.k. 20% af simum sin- um i nothæft ástand, til þess að geta haft sæmilegt samband við erlenda aðila. Ráðherra nokkur sagöi nýlega: ,,Ég er svo að segja einangraður. Ég hef aðeins tvær simalinur.” Einstaklingar geta ekki fengið sima i þá niu mánuði, sem enduruppbygging hins opinbera simkerfis stendur yfir. Þessi simakreppa byrjaði i júli sl., þegar simamiðstöð i Kairó bilaði. Hún hafði þangað til tekið við álagi tveggja ann- arra miðstöðva, er voru bilaðar._ Linurnar hafa þvi verið rnis' tengdar eða alls ekkert tengdar. Simavirar hafa eyðilagst, þeir verið settir á skakkan stað, eða þá þeim hefur verið stolið. Með láni frá Alþjóðabankanum, hef- ur verið reynt að endurnýja 30% kerfisins — og er það álitið álika mikið og virði þeirra vira sem stolið hefur verið vegna koparsins i þeim. Forstjóri nokkur kom að viðgerðarmönn- um, er voru að gera við sima- leiðslur, og rak þá burtu, þar eð hann áleit þá þjófa. Með lagni má fá langlinusam- töl og samtöl milli landa, en það kostar breskan kaupsýslumann 25 pund á viku, að fá það tryggt. Simvirkjun er sérstök iðngrein, og tiðar viðgerðir, eru simvirkj- um álitleg tekjuaukning. Ekkert dugar, þótt lagðar séu nýjar leiðslur. Simasamband er mjög slitrótt. Bandariska sendi- ráðið fékk sent 10 lina skiptiborð, en þegar diplómatar hugðust nota simann, fengu þeir bara simkall á móti. Eitt sinn rugluðust hjá útlendingi nokkr- um og innlendum sálfræðingi. Siminn hringdi stöðugt i fjóra daga, og tólf tilraunir gátu ekki sannfært sjúkling nokkurn, um að læknirinn hans reyndi ekki að forðast hann. En núna þarf út- lendingurinn vissulega á lækn- ishjálp að halda. andi í Japan Japanir hafa þann háttinn á, líkt og á Vest- urlöndum, að sýkna má mann, jafnvel af morði, náist hann ekki innan 15 ára. Lögreglunni eru veitt tíu ár til að ráða glæp, sem varðað getur lífstíð- arfangelsi, og sjö ár til að ráða mál, sem varðað geta upp i 10 ára fangelsi. Enginn hefur hingað til efast um ágæti þessara laga. En núna leggja íög- reglumenn nótt við dag til þess að tveir mestu glæp- ir, sem framdir hafa ver- ið í seinni tíð, verða látnir niður falla í desember, komi leynilögreglan ekki fram með gildar sannan- ir. Grimmd Francos í spœnska borgarastríðinu Mannhatur og fyrirlitning hins deyjandi einræðisherra Spánar, var dregið fram i dags- ljósið fyrir skömmu. Á meðan hershöfðinginn barðist með aðstoð læknanna við dauðann, skoðaði blm. B.T., Preben Halberg höfuökúpur og beinagrindur fórnarlamba hans i Guernica. 1 april 1937 misþyrmdu her- menn Francos og flugmenn Hitlers bænum, og Picasso gerði minningu þess fólks, er lét þar lifið á fáeinum klukkustundum, ódauðlega. Franco hefur varla leitt hug- ann að ibúum Guernica á þess- um siðustu ævidögum sinum. En eitt er vist, það voru fjölda- morðin i Guernica, sem opnuðu augu umheimsins fyrir þeirri grimmd, er beitt var i spænska borgarastriöinu. Flestar voru hauskúpurnar hvitar og uppþornaðar af elli. En hryllileg sýn voru þær engu að siður. Það er til marks um hiö óstjórnlega mont Francos, að hann hefur látið reisa kirkju og 125 metra háan kross i Valle de los Caidos ,,dal þeirra föllnu” um 50 km frá Madrid. Hún á að tákna sameiningu Spánar eftir borgarastyrjöldina, sem kostaði meira en milljón mannslif og enn fleiri aftökur eftir valda- töku Francos. 1 kirkju þessari verða jarö- neskar leifar Francos jarðsett- ar. En i Guernica, sem liggur 50 km fyrir utan Bilbao á Norður- Spáni — hafa menn hrúgað minningunni um slátrunina árið 1937, saman i horni kirkjugarðs- ins. l>arna liggja hver innan um aðra, leifar þeirra karla, kvenna og barna, sem vpru drepin með vélbyssukúlum eða eldsprengjum. Þau létúst á göt- um Uti eöa I kolbrenndum hús- um sinum, án nokkurra helgi- siða. Engir legsteinar eða ártöl gáfu til kynna neitt um fórnar- lömbin. Flestir sem blaðamaðurinn hitti á leiö sinni til Bilbao, vildu ekkert ræða um áriö 1937. Þjóðernishyggja er mjög sterk i baskahéruðunum. Fáir munu þvi fella tár þar, þegar hershöfðinginn gefur loks upp öndina. En hinn aukni fjöldi lög- reglumanna á staðnum veldur mörgum áhyggjum. Sl. miðvikudag var handtek- inn 21 maður i Guernica einni. Danski blaðamaðurinn við fjöldagrötina. Menn skulu ekki búast við frek- ari fréttum af þeim i bráð. Á kránum og i veitingahúsun- um, leit eldra fólk, er upplifað hafði blóðbaðið óttaslegið um öxl. Enginn vildi segja neitt. ,,A kirkjugaröinum náði ég tali af einum grafaranna. Ég sagði honum, erindi mitt. Ég vildi sjá grafir þess fólks, er myrt var árið 1937. ,,Hvar eru þær?” spurði ég. „Þarna”, var svarið, og hann benti á suðvesturhlið kirkju- garðsins. Þar lágu þær. Ég fékk ekki talið fjölda þeirra fót- og hand- leggja og hauskúpa, sem þar lágu. Af hverju hafa þessi bein ekki verið brennd, af hverju hafa þau ekki verið grafin og af hverju er ekki séð um viðhald grafanna? Ég spurði og spurði en fékk eng- in svör. Maðurinn var horfinn. I.eifum ' fórnardýranna i Guernica, er hrúgað saman i horn. En hins vegar trónar minnismerki falangistaflokks- ins um fórnardýr fasismans, aðeins tiu metra frá beinahrúg- unni. ,,Ég tók nokkrar hauskúp- anna upp, og lét taka af mér mynd með þær. Jafn kaldrana- leg er myndin og stjórn Francos, sem nú hefur verið við völd i nær fjörutiu ár. Fyrir utan kirkjugarðinn spurði ég tvö gamalmenni til vegar, sem þar töluðu saman i hálfum hljóðum. Ég gat ekki slitið mig frg þeirri tilhugsun, að ég hafði fyrir stuttu siðan snert hauskúpur látinna ætt- ingja þeirra. Endurm inningin um Guernica-morðin, útskýrir kannski betur en nokkuð annaö, athygli umheimsins á dauða- striði Francos. Preben Ilalberg B.T. Annað þessara glæpamála, var stuldur á málverki eftir Toulouse-Lautec úr safni i Ky- oto i desembermánuði 1968. Hitt málið er svo eitt umfangsmesta bankarán, sem um getur i Jap- an. Ungur maður i lögreglubún- ingi stöðvaði bankavagn i út- jaðri Tokyo. Hann kvaðst vera að leita að sprengju, er þar kynni að vera falin og ók siðan i burtu með um 300 milljónir yena, sem áttu að fara i bónus til starfsmanna bankans á jól- unum. Japanska lögreglan sem hreykir sér af þvi, að hafa upp- lýst um 90% „alvarlegra” glæpa, hefur frá þvi i april sl. leitað eiganda fingrafaranna sjö, er fundust i vagninum, á meðal 13 milljóna fingrafara. Lögreglan kveðst viðurkenna, að þessi vinnuharka stafi af aukinni hugkvæmni glæpa- manna — sem hefur kannski orðið augljósari eftir þvi sem kreppu er farið að gæta i efna- hagslifinu. Nýlega gat kona nokkur svikið hundruð milljóna yena út úr mörgum stórfyrir- tækjum, með þvi aö likja eftir rödd Tanaka fyrrum forsætis- ráðherra, og æskja stuðnings til „nýrrar kosningabaráttu”. Annar svikahrappur stal öllum ávisunum, er ungum brúöhjón- um var veitt i brúðargjöf i Tokyo fyrir skemmstu. Mistök eiga sér vissulega stað — en japanska lögreglan hand- tekur þó alltaf einhverja grun- aða fyrir nærri hvern glæp, sem framinn er, og i heild er tiðni glæpa fremur lág. Arlega eru framdir nærri hundrað glæpir af ýmsu tagi á hverja 100.000 ibúa i Tokyo, en i London er hlutfallið 160 og i New York 300. Talan er svo mun lægri i næst stærstu borg Japan, Osaka. Glæpum fer yfirleitt fækkandi i báðum borg- unum. Astæðan fyrir veigengni jap- anskra lögreglumanna, er ann- ars vegar starfsaðferðir hennar og skipulag þjóðfélagsins er hún starfar i. Lögregluliðið er stórt og beitir einstaka sinnum mik- illi hörku. Oft er kvartað undan óþægilegum og langdregnum yfirheyrslum, áður en handtaka fer fram. Japanskir lögreglu- menn hika ekki viö að handtaka mann af litilfjörlegu tilefni, og yfirheyra hann siðan um allt annað. Annarser það mjög mik- ilvægt að hafa i' huga, að japan- ir eru mjög forvitnir um einKa- mál nágranna sinna. En sú for- vitni fylgir ekki japönumúr landi, og vegna hins mikla fjölda afbrota, er japanir fremja um allan heim, hetur leitt til þess, að japanskur lög- regluforingi hefur i fyrsta skipti verið ráöinn til Interpol.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.