Vísir - 12.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 12.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Miðvikudagur 12. nóvembcr 1975. 17 í DAG | D KVÖLD | n □AG | Hvað er í Vöku? Sjonvarp, kl. 20,40: Útvarp, kl. 22,40: Djassþátt- urinn hans Jóns Múla Þeir eru nokkrir sem vildu fá að heyra miklu meira af djass I útvarpinu. Þeir binda þá allar sinar vonir við Jón Múla Arnason. Kannski hann bregði góðri plötu á fóninn núna, hugsa á- hugamennirnir þegar þeir heyra i Jóni Múla i morgunút- varpinu. Enda kemur fyrir að óskir þeirra rætast. Ef áhugamenn um djass hafa gleymt þvi, þá viljum við endilega minna þá á, að Jón Múli sér um djassþátt sinn i útvarpinu i kvöld. Margir yrðu sjálfsagt sárir ef þeir misstu af þættinum, en hann hefst klukkan 22.40 i kvöld og stendur til klukkan 23.25. —EA Útvarp, kl. 19,35: Vinnumál á dagskrá „Vinnumál” er á dagskrá út- varpsins i kvöld. Umsjönar- menn eru lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. Til að byrja með verður fjall- að almennt um kjara- og vinnu- samhinga. Þá verður svarað tveimur spurningum sem bár- ust þættinum. 1 öðru tilvikinu er spurt um hvað gera skuli þegar menn veikjast i orlofi, á að telja það til veikindadaga eða sumarleyfis? Þá er spurt úm hvort leyfilegt sé að greiða laun almennt með ávisunum. Loks verður fjallað um sjóða- kerfi sjávarútvegsins og að sið- ustu er viðtal við Kristján Thorlacius, og hann spurður að þvim .a. hvort timi sé til þess nú að opinberir starfsmenn krefjist verkfallsréttar. —EA Vaka er á dagskrá sjónvarps- ins i kvöld. Umsjónarmaður er Aðalsteinn Ingólfsson. Hann tjáði okkur að fjallað yrði um nokkrar sýningar i þættinum i kvöld. Er þar fyrst að nefna yfirlits- sýninguna á verkum Jóns Engilberts. Það verður Ólafur Kvaran i Listasafni Islands sem segir frá henni. Þá er það sýningin i Lista- safni ASI sem forstöðumaður safnsins, Hjörleifur Sigurðsson segir frá. Loks verður svo fjallað um minningarsýninguna um Jóhannes Gutenberg, og verður það liklega Aðalsteinn sjálfur sem segir frá. Þvi næst verða flutt tvö stutt atriði úr leikritinu Skjaldhamr- ar sem sýnt er i Iðnó um þessar mundir. Þá leikur ungur pianóleikari, Agnes Löwe stutt verk i sjón- varpssal og rætt verður við hana á eftir. Loks verða svo sagðar nokkr- ar fréttir af menningarmálum. Vaka er á dagskrá klukkan 20.40 i kvöld. —EA Sýnishoi'ii af l'yrstu gerð prentvéla er einn þeirra muna sem sýndur er á minningasýningunni um Jóhannes Gutenberg. Fjallað verður iiin sýninguna i Vöku i kvöld. Sjónvarp, kl. 18,50: „Vel gerðír þœttír" List og listsköpun á dagskrá „Ljós og skuggar” heitir þriðji þátturinn i myndaflokknum um list og listsköpun. Þátt- urinn verður sýndur i dag klukkan 18.50. Þetta er bandariskur fr æðslu my ndaf lokkur og er ætlaður ungling- um. Þýðandinn Hall- veig Thorlacius sagði okkur þó, að fullorðnir hefðu áreiðanlega ekki siður gaman af honum. „Þetta eru vel gerðir þættir,” sagði hún, „settir upp á einfald- an og yfirlætislausan hátt.” Sýndir verða innan við 10 þættir og i hverjum þætti er tek- ið fyrir eitt ákveðið atriði i sam- bandi við list og listsköpun. I öðrum þeirra tveggja þátta sem þegar hafa verið sýndir, var til dæmis tekið fyrir form. Þulur er Ingi Karl Jóhannes- son. —EA | IÍTVARP • 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (2). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Foppliorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Ilöfundur les (S). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og Irönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál. Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Löglræð- ingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kviildvaka. a. Kinsöng- ur. Sigurveig Hjaltested syngur islensk lög, Ragnar Björnsson leikur undir. b. Þrir dagar á Gollandi. Þór- oddur Guðmundsson flytur lerðaþátt. fyrri hluti. c. „ólulliiægja ”, s másaga cftir Félur llraunfjörð Fét- ursson. Höfundur les. d. Þjóðtrú um manninn. Bald- ur Pálmason les frásögn Helga Gislasonar á Hrapps- stöðum i Vopnalirði. e. Um isienska þjóðliætti. Arni jjörnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður syngur. Ragnar Björnsson stjórnar. 21.30 L tvarpssagan : „Fóst- bræður” eflir Gunnar Guniiarsson. Jakob Jóhann- esson Smári þýddi. Þor- steinn ö. Stephensen leikari les (14). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kviildsag- an: „Kjarval” el'tir Tlior Vilh jálmsson. Höfundur les (13).' 22.40 1)jassþátlur. Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskráriok. SJÓNVARP • 18.00 Björninn Jóki. Nýr, bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Skuldin. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.50 I.ist og listsköpun. Fræðslumyndaflokkur fyrir unglinga. 3. þáttur. Ljós og skuggar. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 19.15 111é 20. Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglvsingar 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.20 McC’loud. Bandariskur sakamálamyndaílokkur. Aðalhlutverk Dennis Weav- er. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 tþróttir. Umsjón Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. Blaðburðar börn óskast Tjarnargötu VISTR Hverfisgötu 44 Sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.