Tíminn - 16.11.1966, Page 1
26. tbJ. — Miðvikudagur 16. nóvember 1966 —
50. árg.
Síðustu Gemini-
ferðinni iokið
NTB-Kennedyhöfða, þriðjudag.
Geimfaramir Jim Lovell og
Edwin Aldrin lentu í kvöld
geimfari sínu Gemini-12 heilu
og höldnu á Atlantshafi tæpa
1200 km suð-austur af Kennedy
höfða. Bandaríska bcitiskipið
„Wasp“ var í aðcins 5 km fjar-
lægð frá lendingarstaðnum og
voru geimfararnir og geimfar-
ið fluttir um borð í skipið með
þyrlu.
Milljónir bandarískra borg-
ara fylgdust með lendingunni
í sjónvarpi.
Geimferðin, sem er sú síð-
asta í Gemini-aætlumnni, tók
rúmar 92 klufckustundir o/f
voru margar mikilvægar tí .*-
raunir gerðar á þeim tíma, svo
sem áður hefur verið skýrt frá
í fréttum.
Myndin hér til hliðar sýnir
Atlas-eldflaugina (til vinstri)
t>g Titaneldflaugina þjóta upp
úr skotbökkunum á Kennedy
höfða og hófst þá síðasfa
Gemini-tilraun af tólf, sem
gerðar hafa verið.
Útlendingar hér
á rjúpnaveiðum
KJ-Reykjavik, mánudag.
Fyrir nokkru síðan dvöldu fjór-
hef gengið með sagði Gunnar, og
var þó einn 'þeirra 67 áragamall
— t>eir voru að 1 vísu heldur
ir Norðmenn i Fomahmvammi í seinir. og gátu efcki komist af
vikutíma við rjúpnaveiðar, en þeir fyrstu þrjá dagana, af veiðitíma
höfðu komið gagngert hingað til bilinu, en þeir voru mjög ánægð
þess að stunda rjúpnaveiðar, og ir þegar þeir fóru héðan, og ekk)
fóru héðan hæstánægðir með feng! annað á þeim að heyra en þeir
sinn
ur-
hundrað og þrjátíu rjúp-
Framhald a bls
Gunnar Guðmundsson gestgjafi
og bóndi í Fornahvammi sagði
blaðamönnum Tímans, að þetta
væri í fyrsta sinn svo hann vissi
að útlendingar kæmu hingað gagn
gert til að stunda rjúpnaveiðar.
Norskur kaupsýslumaður í Reykja
vík hafði milligöngu um komu
Norðmannanna hingað sagði
Gunnar, en þetta voru þrír bræð-
ur og sonur eins þeirra, allir frá
Bergen. Allir eru þetta miklir
kaupsýslumenn og sportmenn í
heimalandi sínu, og búnir að fara
vítt og breitt um heiminn í veiði-
ferðir. Þetta voru einhverjir með
alhörðustu göngumönnum sem ég
Einkum óánægðir með
síldarverðið og söiumálin
Einróma samþykkt að stofna Félag starfandi síldarsjómanna. Framhaldsfundur í dag kl.2
KE-Reyðarfirði, þriðjudag.
4—500 sjómenn af 30 — 40 bát
um mættu í dag til fundar í féiags
heimiltnu hér á Reyðarfirði, og
var fullt út úr dyrum. Fundarboð
endur var nefnd síldveiðisjómanna
sem var kosin á Seyðisfirði, Páll
Magnússon, skipstjóri á Árna
Magnússyni, /setti fundinn og
Kristján Jónsson var skipaður
MIKILL MAT-
ARSKORTURER
Á INDLANDi
NTB-Nýju Delhi, þriðjudag.
Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, sagði í
dag, að meiri matarskortur
væri nú í sumum héruðum
landsins en nokkru sinni
fyrr í sögu Iandsins. Regn
hafi ekki komið á þessum
stöðum í þrjú ár í röð og
nú væri nær allt neyzluvatn
uppurið.
í ræðu á ársfundi Al-
þjóða blaðamannastofnun-
arinnar sagði forsætisráð-
herran, að stöðugt væru
send matvæli til þessara hér
aða og stjórnin gerði allt
til þess að forða hreinni
neyð.
Samtímis skýrði matvæla-
ráðherra landsin<- frá þvj í
þinginu, að ekki bærust
þetta árið meiri matarbirgð
Framhald a ols 15
fundarstjóri, en fundarritari Axel
Schiöth. Mæta áttu á þessum fundi
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, Tryggvi Helga
son og Guðmudnur H. Oddsson, en
þeir koinust ekki til fundarins
vegna veðurs.
Fjörugar umræður urðu á fund
inum og ríkti einhugur um að
efla samtök starfandi síldveiðisjó-
manna, og áhrif þeirra á verðlagn
ingu síldarinnar á hverjum tima.
Helztu tillögur voru þær, að mót
mæla kjaraskerðingu, er sjómenn
Framnald « ois. ls
Sjónvarpið fær kvikmyndaframköllunarvél: /
Sýna brátt innlendar fréttamyndir
Roberts
fundinn
NTB-Lundúnum, þriðjudag.
Einni umfangsmestu leit
að glæpamanni . brezkri
réttarsögu lauk í dag, er
Harry Roberts, sem grun-
aður er um morðið á þeim
brezkum lögregluþjónum í
Lundúnum í sumar var
handtekinn [ skógi um 40
km. norður af borginni.
Roberts, sem er þrítug-
ur að aldri, hefur verið leit
að síðan 12. ágúst í sumar.
Mennirnir tveir, sem talið
er að hafi verið í vitorði
með Roberts, þeir Edward
Withney, 36 ára og John
Duddy, voru handteknir
viku eftir morðið og hóf-
ust réttarhöld yffir þeim á
mánudag, en var frestað í
dag, er fréttist um hand-
töku Roberts.
Um það bil 250 lögreglu-
menn með sporhunda tóku
þátt í leitinni síðustu daga.
Féfck lögreglan grun um, að
Róberts héldi sig e.t.v. x
Mathams-wood noður af
Lundúnum og í gærkvöldi
var leitin einskorðuð við
það svæði. í dag komst lög-
reglan á sporið og eftir
nókkurn eltingarleik gafst
Framhald á bls. 14
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Sjónvarpið hefur nú loks feng-
ið kvikmyndaframköllunan'él
sína frá Bandaríkjunum eftir
margra mánaða bið. Kom hún
flugleiðis ffá Bandaríkjunum sl.
laugardag, en tafimar munu hafa
stafað af verkföllum þar vestra.
Til þessa hefur sjónvarpið ein-
ungis haft litla bráðabirgðavél, og
þurft hefur að senda allar meiri-
háttar filmur til framkölhinar er-
lendis. Er tilkoma þessarar nýju
vélar því til hins mesta hægðar-
auka og kemur því m.a. til leiðar,
að nú verður hægt að flytja nýj-
ar innlendar fréttakvikmyndir.
Á föstudaginn í næstu viku verð
ur væntanlega fluttur fyrsti inn-
lendi fréttaþátturinn, en slíkir
þættir verða vikulega i náinni
famtíð eða þar til daglegar út-
sendingar hefjast. Fréttatíminn
verður um 20 mínútur, og unnt
verður að sýna myndirnar sam-
dægurs.
Blaðið hafði i dag tal af Þrándi
Thoroddsen yfirmanni kvikmynda
deildar sjónvarps og sagði hann,
að framköilunarvélin væri ai gerð
Framhald á bls. 15.
Óskar Gíslason við nýju framköllunarvélina.
Tímamynd—GE.
Handritamálið:
Dómur á
morgun
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
Hæstiréttur Danmerkur mun
kveða upp dóminn í handritamál-
inu klukkan 12 á hádegi að dönsk-
um tíma, eða kl. 10 f. h. að is-
lenzkum tíma á fimmtudag. Eins
og gefur að skilja er dómsniður-
stöðunnar beðið með mikiili eft-
irvæntingu hér á landi.
Hin nýja fréttastofnun okkar,
sjónvarpið, hefu nokkurn viðbún
að í sambandi við þessi tímamót
í handritamálinu. Magnús Bjarn-
freðsson, fréttamaður, er nú í
Höfn og mun hann útbúa dagskrá
um þennan lokaþátt málsins með
viðtölum og kvikmyndum. Verð-
ur stefnt að því að geta sýnt sem
mest af þessu efni j sjónvarps-
dagsfcránni á föstudaginn.
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í símg 12323
Auglýsing i Tímanum
V
kemur daglega fjrrír augu
80—100 þúsund lesenda
/