Tíminn - 16.11.1966, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN
Framkvæmdast.ióri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (ábl Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gjslason Ritstj.skrifstofur ( Eddu-
húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastræti 7 Af.
greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 10500 á mán innanlands — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Sofandi sjávarútvegs-
málaráðherra
Það gSlti jafnt um þá Magnús Jónsson og Eggert Þor-
steinsson, að menn bjuggust við breytingum til hins
betra, þegar þeir settust í ráðherrastóla. Ekki stafaði það
þó af því, að þeir Magnús og Eggert væru taldir afburða-
menn. Ástæðan var hin, að fyrirrennarar þeirra höfðu
reynzt óvenjulega lélegir í embættum sínum, Gunnar
Thoroddsen sem fjármálaráðherra og Emil Jónsson sem
sjávarútvegs- og húsnæðismálaráðherra.
Óhætt er að segja, að sú trú, sem upphaflega var bund-
in við ráðherradóm Magnúsar Jónssonar er löngu fokin
út í veður og vind. Trúin á Eggert er óðum að fara sömu
leiðina.
Það er rétt að' virða Eggert það til vorkunnar,
að viðskilnaður Emils var slæmur. Emil er manna einsýn-
astur og hafði það mjög einkennt störf hans sem sjávar-
útvegsmálaráðherra. Vegna hins mikla góðæris fékk Emil
óvenjulegt tækifæri til að vinna að alhliða eflingu sjávar-
útvegsins. Emil kom ekki auga á, að neitt annað þyrfti
að gera fyrir sjávarútveginn en að fjölga skipum, sem
væru fyrst og fremst miðuð við síldveiðar, og að byggja
síldarverksmiðjur. Allt annað var vanrækt. Ekkert var
hirt um að tryggja rekstur annarra greina sjávarútvegs-
ins eða afkomu frystihúsanna eða að leita nýrra ráða í
vinnslu og sölu aflans. Emil hafði að engu einróma sam-
þykkt Alþingis um að vinna að betri og f jölþættari nýt-
ingu síldarinnar. Öll sjávarútvegsstefna Emils byggðist
á því, að metsíldveiði og metverð á síldarvörum héldist
um aldur og ævi.
Þegar Emil lét af störfum sem sjávarútvegsmálaráð-
herra, skildi hann því þannig við, að togararnir og minni
vélbátarnir voru reknir með halla og óðum seig á ógæfu-
hlið hjá frystihúsunum. Þetta hefði þó sennilega ekki
þurft að koma að sök ef hinn nýi sjávarútvegsmálaráð-
herra hefði brugðizt hart við.
Á annað ár er nú liðið síðan Eggert Þorsteinsson tók
við embætti sjávarútvegsmálaráðherrans. Síðan hefur
bókstaflega ekkert verið gert í þessum efnum. Það hef
ur haldizt sami slóðaskapurinn og hjá Emil. Rétt er að
vísu að geta þess, að í fyrstu virtist ráðherra ætla að
bregðast fljótt við og skipaði sérstaka nefnd til að athuga
hag vélbátaflotans. Sú nefnd skilaði áliti fyrir mörgum
mánuðum. Fyrstu viðbrögð ráðherrans voru þau að
leggjast á nefndarálitið eins og ormur á gull. Hann
neyddist fyrst til að birta það eftir að Ingvar Gíslason
hafði bórið fram fyrirspurn á Alþingi. Enn hefur ekkert
bólað á því, að hann ætlaði að gera nokkuð til að fylgja
því fram, sem lagt er til í nefndarálitinu að gert verði.
Ef til vill má ‘segja, að sjávarútvegsmálaráðherrann
hafi sér til afsökunar. að enn meiri svefn ríki hjá yfir-
manni hans forsætisráðherranum. Það er hann, sem á
að ganga eftir því að undirráðherrar hans sinni þeim
málum. er undir þá heyra Meðan húsbóndinn sjálfur
sefur á verðinum, er kannski ekki óeðlilegt, að svefn-
þungi svífi einnig á húskarlana.
Það er meira en rétt hjá Mbl., að það sé ,,óskaplegt
lánleysi“, að mestur hluti sjávarútvegsins og frystihúsin
skuli að hruni komin eftir mesta og lengsta góðæriskafla
í sögu þjóða.rinnar En þetta er eigi að síður staðreynd.
Svo dýrt er það að hafa sinnulausa og sljóa förráðamenn.
Enn dýrara yrði þó það, ef ekkert yrði nú gert til þess að
afstýra hruninu. , • :
TÍMINN s
NEIL SHEEHAN: Stríðið í Vietnam II.
Suður-Vietnamar vilja ekki
berjast fyrir Saigonstjórnina
Alþýða manna fórnar ekki lífinu í þágu spilltrar yfirstéttar
FORUSTA kommúnista í bar
áttunni gegn nýlenduveldinu
olli því að Vietnam blandaðist
inn í átökin í kalda striðinu. Af
þvi leiddi aftur afskipti Banda
ríkjanna, fyrst til þess að
hjálpa Frökkum og síðar til
að koma á laggirnar og styðja
ríkisstjórn andkommúnista og
hersins i suðurhluta landsins^
Bandaríkjamenn þjóna því sín-
um eigin hernaðarlegu og
atjórnmálalegu markmiðum
með því að vernda þjóðfélags
býggingu andkomimúnista í Viet
; nam, en það þjóðfélag getur
ekki varið sig sjálft og verð-
skuldar ef til vill ekki vernd.
Ábyrgð okkar á viðhaldi átaka.
sem eru í eðli sínu borgarastyrj
öld, kann að vera ein aðalástæð
an til óvissu, sjálf^ásakana og
efasemda, sem vart verður í all
miklum mæli meðal Bandaríkja
manna út af stríðinu í Vietnam.
Eg veit, að þetta á við um
mig og marga Bandarrkjamenn
sem ég þekki og hafa dvalið
alllengi í Vietnaim. Okkur
gremst æ ofan í æ, þegar við
komumst að raun um. að óvin-
irnir virðast hafa einkarétt á
hugsjónum og eldmóði í bar-
áttu. Skortur á baráttuvilja hjá
hersveitum Saigon-stjórnarinn
ar er bandariskum hermönnum
óþrotlegt tilefni til spotts og
sneiða Þeir fá hatur á „Charli“
(gælunafn hersins á skærulið-
um Vietcong og hermönnumfrá
Norður-Vietnam,) af því að
hann drepur vini þeirra, en
þeir læra fljótlega að bera virð
ingu fyrir hugrekki kommún-
ista og kænsku.
BANDARÍSKUR herforingi
sýndi skæruljða frá Vietcong
sjaldgæfan virðingarvott fyrir
skömmu. Skæruliðinn hindraði
í heila klukkustund framrás
bandarískrar fótgönguliðssveit-
ar í frumskóginum norður af
Saigon. Hann var ejnn eftir á
lífj af allmörgum kommúnist-
urn. sem vörðu gryfju eina,
skaut öllum sínum eigin skot-
um og einnig skotum þeim,
sem félagar hans höfðu átt eft-
lr pg kastaði aftur í Banda-
'ríkjamennina handsprengjun-
um, sem þeir vörpuðu niður í
gryfjuna. Síðast bauð hann
þeim byrginn með grjótkasti,
en þá var hann drepinn. ,,Ef
einhver af okkar mönnum hefði
barizt svona,“ sagði herforing-
jnn, ,,þá hefði honum verið
veitt æðsta heiðursmerki“.
Stjórnin í Hanoi hefur verið
að efla fastaherinn, sem þátt
tekur í baráttunni í Suður-Viet
nam, og í honum eru orðið um
47 þús. manns. Kommúnistar
halda áfram að senda menn á
laun, að því að ætlað er um
4.500 til 5.500 manns á mánuði,
þrátt fyrir stöðugar loftárásir
á vega- og járnbrautakerfi
Norður-Vietnam og Ho Chi
Minh leiðina um Laos. Margir
þessara ungu manna hafa verið
skráðir tilherþjónustu ogleggja
land undir fót vegna þess eins
að þrýst er fast að þeirn sjálf-
um eða fjölskyldum þeirra
Samt sem áður berjast þeir
eins o ghetjur þegar suður kem
ur og sárafáir gerast liðhlaup-
ar, þrátt fyrir mannraunirnar
og mikið mannfall bæði i bar-
dögum og vegna sjúkdóma.
Skæruliðum Vietcong tekst
einnig að fjölga stöðugt í sveit
um sínum.
SAIGON-stjórninni hefur
hins vegar gengið mjög erfið
lega'. að fjöiga í her sínum,
vegna þess 'hve margir gerast
liðhlaupar. Strok eru tiðust með
al þeirra, sem skráðir eru til
herþjónustu, en það bendir til,
að venjulegur Suður-Vietnami
finni litla hvöt hjá sér til þess
að verja sitt eigið þjóðfélag.
Af þessum sökum eru um 85%
hermannanna í her Saigon.-
stjórnarinnar sjálfboðaliðar,
sem fá greitt kaúp fyrir her-
þjónustuna. Þetta setur ákveð
inn málaliðsblæ á hersveitir
stjórnarinnar og hefur áhrif.
bæði á framferði þeirra gagn-
vart borgurunum og dug í orr
ustum, að undanteknum örfá-
um úrvalssveitum.
Af misimuninum á aðförum
aðilanna dreg ég þá ályktun,
að Vietnamar séu fúsari til að
leggja lif sitt í sölur fyrir þá
stjórnina sem er þó að minnsta
kosti innlend — þó hún sé
kommúnistísk — og' veitir þeiro
nokkra von um bætt líf. en
hina, sem berst fyrir því að
halda rí'kjandi ófremdarástandi
óbreyttu, og er þar á ofan stofn
uð af valdhöfunum í Washing
ton.
Sú opinbera staðhæfing, að
það sé vegna ótta við yfirboð-
ar sína, að kommúnistahermað-
urinn þoli hörmungar síns dag
lega lífs og sýni jafn lofsverða
frammistöðu í orrustu og raun
ber vitni, er augljós fjarstæða
öllum þeim, sem horft hafa á
orrustu. Ótti getur knúið mann
til að ganga gegn byssum óvin
arins, en hann kemur honum
ekki til að berjast af sérstakri
hreyáti. Gangur stríðsins hefur
leitt ótvírætt í ljós, að komm-
únistum tekst að vekja og nýta
eðlisgróið harðfengi og þol
landsmanna og sannfæra fjölda
manna meðal þjóðarinnar um,
að ríkistjórn þcirra berjist fyr
ir réttu máli.
FLESTIR Vietnamar, sem
ekki eru kommúnistar, eru van
máttugir af þeim sökum, að
verðmæti bjóðfélagsins, sem
þeir lifa í. ná ekki í þeirra aug
um nema til hagsmuna og á-
hugamála þeirra sjálfra og ná
inna ættingja. Áherzlan sem
þeir leggja á ,.mig og ættingja
mína“sviptir þjóðfélagið þeirri
þjóðfélagslegu tilfinningu ein-
staklinganna. sem Bandaríkja
menn ganga út frá sem gefinni
i sinni menningu og elur á
þeirri miklu spillingu og hygl-
un skyldmenna, sem gegnsýr-
ir alla stjórn ríkisins. Spilling-
arsýkin virðist breiðast út og
versna í réttu hlutfalli við aukn
inm bandarísku efnahagsað-
stoparinnar, sem streymir inn í
landið. Fjárdráttarsögurnar
eru mýmargar og ganga fjöllun
um hærra, og gera Bandaríkja-
mönnum oft gramt i geði.
Valdastöður í sveitum og hér
öðum eru iðulega seldar hæst-
bjóðanda, og seljendurnir eru
beir, sem ráða tilnefningunni.
Til þess er svo ætlazt, að emb
ættismaðurinn noti aðstöðu
sína til að bæta sér upp kostn
aðinn og skila auk þess arði
þeim yfirboðurum, sem seldu
honum stöðuna. Sumir banda-
rískir embættismenn, sem hafa
að þaki langa reynslu í Vietnam
gera ráð fyrir. að af fjárfram
lagi Bandaríkjamanna til þeirra
framkvæmda sem eiga að gera
íbúana úti á landsbyggðinni
fráhverfa byltingunni, ræni og
hnupli Vietcong um 20%, og
embættismenn stjórnarinnar
sjái um 30—40% í viðbót. Sem
ent, þakjárn. stálstengur og
annað byggingarefni, sem ætl
að er í skóla og íbúðir yfir
flóttafólk, lendir með dularfull
um þætti á opnum markaði eða
er notað í einkavillur og leigu.
íbúðir. Einn embættismaðurinn
komst svo að orði: „Það, sem
kemst alla leið til .ræfils-tusk-
unnar á leðjuakrinum er ekki
nema örlítið brot."
Yfirmaður í hinum sérstöku
sveitum Bandaríkjahers sagði
mér einu sinni. að hann hefði
verði buinn að sjá svo um. að
flogið vrði með hrísgrjón til
nokkurra þúsunda flóttamanna
sem liðu af næringarskorti og
bjuggu í íbúðum i afskekktu hé
raði. Æðsti valdamaður héraðs
ins gerði hrísgrjónin upptæk
og seldi flóttafólkinu þau á of |
urverði 3
BANDARÍKJAMENN brjóta |
heilann um hvernig eigi að g
sigra í styrjöldinni . og koma
á fót í Vietnam virkri ríkis-
stjórn, sem getur aflað sér
stuðnings þjóðarinnar. En ætt
ir mandarinanna sem ráða yf
ir ríkisstiórninni, meta annað
meira. í vor gerðist sá atburð
ur í mikilvægu byggðarlagi við
ströndina, að heiðarlegum og
athafnasömum vietnömskum
embættismanni, sem Banda-
ríkjamenn höfðu dálæti á var
vikið frá. Hann hafði haft á
orði spillingu tveggja æðstu
herforingjanna í byggðarlaginu
og eftirmaður hans var frændi
annars þeirra.
• ítrekaðar kvartanir banda-
riska sendiráðsins komu Ky for
sætisráðherra til að vara starfs
bræður sína við á einum fundi
herforingjaklíkunnar. Þeir
drægju sér of mikið og ættu
að gæta hófs. Svar þeirra var,
að þeir yrðu að tryggja hag
fjölskyldna sinna.
Forsætisráðherrann hefur
stundum heitið því. að svikul
ir, opinberir starfsmenn yrðu I
skotnir. Blöðin í Saigon hafa I
birt stórar fyrirsagnir af og til
og tekinn hefur verið af lífi
einn og einn kínverskur kaup-
maður og fimm-sex hversdags
legir slæpingjar. Venjulegir
Framhald á bls. 12
■■■■■ ■■