Tíminn - 16.11.1966, Side 7
MIÐVIKUDAGUR y>. nóvember 1966
B9i
TÍMINN
ÞINGFRÉTTIR
sfööugjöld á verzlunum úti
andi 2-300% hærri en ■' Rvík
Umræður um tekjustofna sveitarfélaga
Frumvarp, komið frá efri deild,
um staðfestingu á bráðabirgðalög-
um um breyting á útsvarsstigum
var til 1. umræðu í neðri deild í
gær og hafði fjármálaráðherra
framsögu fyrir frumvarpinu.
Skúli Guðmundsson sagði, að
gera þyrfti fleiri breytingar á lög
um um tekjustofna sveitarfélaga,
en frumvarpið fjallaði um. Siðustu
árin hefðu mörg sveitarfélög lagt
svonefnd aðsföðugjöld á atvinnu-
rekstur til tekjuöflunar fyrir sig
samkvæmt heimild í lögum um
tekjustofna sveitarfélaga.
Sá gaM er á álagningu aðstöðu
gjaldanna, eins og hún hefur ver-
ið framkvæmd, að þau koma mjög
misjafnlega þungt á gjaldendur,
eftir því hvar þeir eni búsettir
á landinu. Veldur þetta miklu
ranglæti.
Til skýringar á málinu sikulu
hér nefnd dæmi um álagningu að-
. stöðugjalda á iðnaðar- og verzl-
unarfyrirtæki árið 1965.
í Reykjavík var álagningin 0,9
% á iðnað „ótalinn annars stað-
ar.“ í 4 öðrum kaiupstöðum og
13 hreppum var álagningin á iðn-
aðinn 1,5%, eða_ um 67% hærri
en í Reykjavík. í einum kaupstað
og 1 hneppi var álagið 1,25%, og
í 6 kaupstöðum og 13 hreppum
Fyrirspurn um lóða-
úthlutun Þingvalla-
nefndar
Gils Guðmundsson hefur lagt
fram svohljóðandi fyrirspurn til
forsætisnáðherra um lóðaútblutun
Þingvallanef nd ar:
1. Hve mörgum lóðum undir
sumanbústaði hefur þingvalla-
nefnd úthlutað úr landi jarðanna
Kárastaða og Gjábakka í Þing-
vallasveit?
2. Hvaða reglum hefur Þing-
vallanefnd fyigt við ráðstöfun
lóða þessara?
3. Með hvaða skilmálum eru lóð-!
irnar af hendi látnar?
4. Hverjir hafa fengið umrædd-
ar lóðir?
5. Hver er tilgangur Þingvalla-
nefndar með lóðaúthlutun þess- í
ari?
6. Hefur Þingvallanefnd í
hyggju að halda áfram úthlutun
lóða á Þingvallasvæðinu?
Hjörtur Eldjárn Þórarinsson,
b-ndi á Tjörn, hefur leklö sæti
Inqvars Gíslasonar á Aiþingi. 'ngv
at situr nú þingmnnnafund Nató.
1%, eða 11% hærra en í Reykja-
vík.
Þegar athuguð er álagning að-
stöðugjalda á verzlanir kemur
fram, að þar er munurinn enn
meiri. Árið 196'5 voru aðstöðu-
gjöld á nýlenduvöruverzlunuih í
Reykjavík 0,5% og á verzlunum
„ótöldum annars staðar" 0,7%. En
þá vár álagningin á verzlanir í
7 öðrum kaupstöðum og kauptún-
um 2%. í 3 kauptúnum voru að-
stöðugjöldin 1,7%, og í 18 kaup-
stöðum og kauptúnum voru að-
stöðugjöldin á verzlupum 1,5.% Á
nokkrum stöðum var álagningin
1,1—1,35% og í 18 kaupstöðum
og kauptúnum var álagning að-
stöðugjalda á verzlanir 1%.
IJér kemur fram, að aðstöðu-
gjöld á verzlunum á mörgum
stöðum á landinu hafa verið 200
—300% hærri en í Reykjavík, og
víða 100% hærri.
Nobkur hækkun varð á aðstöðu-
gjöldum í Reykjavík 1966, en eigi
síður eru þau langtum hærri í
mörgum kaupstöðum og kauptún-
um annars staðar á landinu.
Oft er um það rætt og viður-
kennt af mörgum, að nauðsyn-
legt sé að vinna að eflingu at-
vinnurekstrar og stofnun nýrra at-
vinnufyrirtækja sem víðast á land
inu, t.d. á iðnaðarsviðinu, m. a.
til þess að koma í veg fyrir að
fólk haldi áfram að flytjast á
eitt takmarkað landssvæði en
byggileg héruð leggist í auðn. En
því aðeins verður mögulegt að
auka atvinnu og byggð í fánienn-
ari kaupstöðum og kauptúnum að
ekki sé haldið áfram að íþyngja
fyrirtækjum þar með miklu hærri
.opinberum gjöldum heldur en
hliðstæður atvinnurekslur í hbfuð
borginni þarf að bera. Fréttir hafa
borist af því, að nágrannaþjóðir
okkar styriri stofnun iðnaðarfyrir-
tækja í fámennari byggðarlögum,
til þess að stuðla að jafnvægi. En
hér er farið öfugt að. Með því
að leggja langtum hærri opinber
gjöld á fyrirtæki utan höfuðstað-
arins heldur en þau, sem þar eru
rekin, er verið að vinna á móti
þvj að iðnaður geti þrifist annars
staðar en í Reykjaví'k.
Hér að framan er skýrt frá því,
að verzlanir í mörgum kaupstöð-
um og kauptúnum þurfa að borga
langtum hærri aðstöðugjald en
hliðstæð fyrirtæki í höfuðborginni.
Þetta gerir samkeppnisaðstöðu
hinna fyrrnefndu mjög örðuga, og
ranglætið í þessu efni bitnar á
fólkinu, sem býr á þeim lands-
svæðum, þar sem háu aðstöðugjöld
in eru. Háu gjöldin verða til þess
að gera viðskiptin óhagstæðari
fyrir það fólk heldur en aðra.
Fengin reynsla af álagningu að
stöðugjaldanna sýnir, að óhjá-
kvæmilegt er að breyta lagaákvæð
unum um það efni. sömu reglur
eiga að giida um álagningu gjald-
anna hjá öllum sveitarfélögum, er
nota þau sem tekjustofn.
í V. kafla laga um útsvör, segir
svo, í 34. grein:
,,Nú kemur i ljós. að útsvör
samkvæmt 32.—33. gr. laga þess-
ara reynast hærri eða lægrj en
fjárhagsáætiunin segir til um, og
skal þá lækka eða hækka hvert
útsvar aÓ réttri tiltölu, unz hinni
áætluðu upphæð, að viðbættum 5
—10%, er náð.
Hækkun útsvara má þó eigi fara
fram úr ^0 hundraðshluturn.“
Á árinu 1965 þurftu nokkrir
kaupstaðir og hreppar að nota
heimild nefndar lagagreihar tii
þess að hækka útsvörin frá þeim
gjaldstiga, sem ákveðinn er í 32.
gr. laganna, og á nokkrum stöð-
urn var hæfckunin á útsvörunum
20%. Telja verður, að hér sé of
langt gengið í því, að loggja auka
skatt á íbúa þeirra sveitarfélaga,
sem af ýmsum ástæðum eiga við
fjárhagsörðtigleika að búa og fá
ekki nægar tekjur af álagningu
útsvara, se'm lögákveðin eru. Ilins
vegar þykir rétt, að áður en sveit-
arfélag fær aukaframlag úr jofn-
unarsjóði sveitarfélaga samkv.
d.-lið 15. gr. laganna, þurfi íbú-
ar þess að taka á sig nokkra hækk
un á útsvörum, og er hérlagt
til að sú hækkun verði mest 5%.
Þá þykir einnig rétt, að hlutfalls-
lega jafn mikil hækkun á aðstöðu-
gjöldum verði innheimt í þeim
sveitarfélögum^ sem fá aukafram-
lög úr jöfnunarsjóöi.
' Við því má búast, að allt að
20% aulkaálag á útsvör verði til
þess, eins og sérstaklega há að-
stöðugjöld, að fæla rnenn frá bú-
setu í vissum sveitanfélögum og
stuðla að óiheppilegum fólksflutn-
ingum milli landshluta. Því er
þörf að létta hvoruteggja, út-
svarsbyrðarnar og .aðstöðugjöldin,
á þeim, sem nú bera hæstu skatt-
ana til sveitárfélaganna. Það er
hlutverk jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga að styðja þau sveitarfélög,
sem fá ekki fullnægt teikjuþörfum
sínum með álagningu gjalda eftir
almennum reglum.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-!
hefra, sagðist skilja og styðja þau
sjónarmið, sem fram hefðu komið
í máli Skúla og ræddi nokkuð um
vandamálin í sambandi við há út-
svör og gjöld í einstökum sveit-
arfélögum, þar sem útsvör væru
'há vegna ertfiðleika í atvinnumál-
um. Þessi mál væru hins vegar
svo flókin, að þau væru ekki
leyst með skyndiathugun þing-
nefndar og áherzlu yrði áð leggja
á að hafa samvinnu og samráð
við samtök sveitarfélaganna um
slíkar breytingar. Mál þessi væru
nú öll í heildarathugun vegna
undirbúnings að staðgreiðslukerfi
skatta og mundu bráðlega komið
fyrir þingið, er það mál ' yrði
lagt fram. Það gæti orðið erfitt
að leysa þessi rp.ál svo allir ýrðu
ánægðir, td. ef lausnin fæli í sér
hækkun á útsvörum þeirra er nú
ihafa þau iægri en í öðrum sveit-
arfélögum ýmsum.
Skúli Guðmundsson sagðist ekki
vilja hrófla við heimildum til að
veita afslátt frá útsvarsstigaálagn-
ingu, en koma yrði í veg fyrir
það, að gengið væri of nærri gjald
■þoli íbúa og fyrirtækja í sveitar
félögum þar sem erfiðleikar væru
með 2—300% hærri aðstöðugjöld-
um á fyrirtæki og 20% álag ofan
á útsvarsstiga.
Lækkun dráttarvaxta
stofnlánasiéðanna
Björn Pálsson og JónéSkafta-
son hafa lagt fram tillögu til þings
ályktunar um lækkun dráttarvaxta
í fiskveiðasjóði og stofnlánadeild
Búnaðarbankans. Tillagan er svo-
hljóðandi:
V
í grcinargerð segir:
Til'l. þessi var flutt á síðasta
þingi, en varð ekki útrædd. Fylgdi
henni svohljóðandi greinargerð:
Árið 1960 voru vextir af víxl-
um hækkaðir um 4%, en vextir
af stofniánum ti’ landbúnaðar og
sjávarútvegs um Vk %. Vextir
af víxlum hafa verið lækkaðiV úr
12% í 9%, en vextir af stofn-
lánum til landbúnaðar og sjávar-
útvegs hafa ekki verið lækkaðir.
Dráttarvextir af stofnlánum hafa
einnig haldizt óbreyttir og eru nú
1% á mánuði. Lítil vanskil eru
við stofntánadéild Búnaðarbank-
ans, og þar hafa dráttarvextir ver
ið innheimtir með nokkurri vægð.
Við fiskveiðasjóð hefur hins veg-
ar verið milrili dráttur á greiðsl-
um, og þar er rikt eftir því geng-
ið, að dráttarvextir séu greiddir
að fullu, eins og þeir eru ákveðn-
ir af Seðlabankanum. Vafalaust er
tilgangurinn með háum dráttar-
vöxtum að ýta á eftir lánþegum
með skilsemi. Flestir eru þanoig
gerðir, að þeir reyna að greiða
umsamdar skuldir, ef þéir geta.
Bankastjórar vita oftast um, hvort
getuleysi veldur vanskilum eða
hirðuleysi' er. am að kenna Valdi
vauræksja ..vanskilum. er þeim i
sjáífsvald sett að ganga að veð-
inu og burfa ekki á háum drátt-
arvöxtum að halda til þess að
knýja lánþega til að inna greiðsl
ur af hendi. Valdi getuleysi van
skilum. gera ohóflegir dráttarvext
ir aðstoðu íánþ'egans erfiðari,
draga úr kjarki og valda yonleysi,
sem er það lakasta bæði fyrir lán-
þega og lánardrottin.
Bændur og útgerðarmenn
greiða árlega ríflegar fjárhæðir
í stofnlánasjóði landbúnaðar og
sjávarútvegs Sanngjarnt er því;
að hófs sé gætt í vöxtufn af stofr,
lánum til þeirra Þeir. sem eru
fjárhagslega vel stæðir. greiða um
samda vextj og afborganir í flest-
um eða öllum tilfellum. þá skiptir
það engu, hve háir dráttarvextir
\ \
Jón Evsteinsson,
lögfræðingur
Lögf-ríBðiskrifstota
Laugaveg- 11.
simi 21916
HOGNI JONSSON,
Lögtraeai og nsfrignastofa
Skólavórð- stic 16;
simi 1303*
neima I//.IV
rRULOFUNARHRlNGAR
Fllót atqreiðsla
Sendum geqr oostkrötu
Þorctpinsson.
qullsmiður
Bankastraeti 12
lóp Grétar Si/*'»»-ðsson
. géraðsHómsióomaður
Austurstraeti 6,
*“' simi 18783.
eru. Án efa eru útvegsmenn mis
hæfir til að Sfjórna atvinnuf.yru
tækjum. en aðst.aða þeirra er. einn
ig m.iög misjöfn jg breytileg vie-'
háum dráttarvöxtum er i flestum
tilfellum níðzt á beim, sem lax
ast.a aðstöðu hafa. Alþingj og rík
isstjórn ber því að hlutasi ti' <r>
að bví verði breytt, því að þar
er um óviturlegan og ómannieg
an verknað að ræða.
gefið búfe vðar
EWOMIN F.
vitamin og stu'netn,.
blóndu
FRÍWf ERKfi
Kvrii nvert isienzkt tn
merki sem oer sendið
mer taið ber 3 erlend
Sendið minst 30 stk.
IÓN A^'AbS
P O Bo> 9qo
Reykjavik
HaMdór Kristinsson
gullsmiður — Simi 169/v