Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 2
 T" Er dýrt að halda jól? Björn Jóhannesson, stúdent: — Já, það er svo dýrt að ég hef ekki efni á þvi að halda þau. Það er margt sem spilar inti i. Maturinn og jólagjafirnar eru dýrar. Hulda Ágústsdóttir, húsmóðir: — Já, það er það vissulega. Sérstak- lega eru það jólagjafirnar sem eru orðnar dýrar, jafnvel dýrari en nokkurn tima áður. Anna Rögnvaldsdóttir, kennari: — Dýrt og ekki dýrt. Það sem mér finnst sérstaklega dýrt eru jóla- gjafirnar. Þaö eru á þeim eins og öðru árlegar verðhækkanir. Þess vegna reyni ég að gefa örlitið færri en áður. Svala ólafsdóttir, húsmóðir: — Það er orðið ofsalega dýrt að halda jól. Það kostar orðið mikla peninga að reka heimili. Ég sleppi að gefa nokkrar jólagjafir núna. Þær eru orðnar svo dýrar aö það er ekki hægt að risa undir þvi. Gunnar Kvaran, nemi: — Það er orðið ferlega dýrt. Það eru sér- staklega ættingjarnir sem eru dýrir i rekstri fyrir mig þvi að þeim gef ég jólagjafir. Ég reikna með að gefa svipaðan fjölda og i fyrra. Krna Gréta Garðarsdóttir, vinnur á Skálatúni: — Það er alla vega ekki ódýrt. Bæði eru jólagjafirnar og ekki siður maturinn, sem er orðinn dýr að kaupa. FA ÞEIR KAUP í JÓLAFRflNU? Sigrún Gunnlaugs- dóttir hringdi: Ég var að heyra það núna i útvarpinu að þingmennirnir væru að fara i jólafri núna um helgina og kæmu ekki aftur til starfa fyrr en 26. janúar. Mig langar til að koma á framfæri einni spurningu ef einhver vill láta svo litið að svara henni? Er þingmönnum greitt fullt janúarkaup þótt þeir séu i frii eða eru þeir kauplausir þennan tima þar til þing hefst að nýju? Þetta jólafri þing- mannanna er lengra en dæmi eru til á nokkrum öðrum vinnustað eða i skól- um og þvi leikur mér mikil vorvitni á að vita þetta. Visir hafði samband við skrifstofustjóra Alþingis og hann stað- festi að alþingismenn eru á föstum árslaun- um. 86611 daglega milli kl. 13 og 15 LIPURÐ OG KURTEISI Magnús Guðmundsson hringdi: Lipurð og kurteisi af- greiðslufólks í verslunum er orðin lítið áberandi nú á timum, hverju sem þar er um að kenna. Því vekur það eftirtekt og ánægju að koma inn í verslun þar sem af- greiðslufólkið kann sitt fag. í síðustu viku kom ég inn í eina slíka verslun en það var í Skóbæ á Lauga- veginum. Framkoma afgreiðslu- fólksins þar var alveg sérstök hvað lipurð og kurteisi snerti og vil ég endilega koma á fram- færi þökkum fyrir góða þjónustu þeirra sem er sannarlega til fyrir- myndar. Liggur þér ó hjarta? Enn um mál NLFR og I Ingþór Sigurbjörnsson skrifar: „1 Dagblaðinu miðvikudaginn 17. des., er grein með yfirskrift- inni KAFARAR SKJÓTA UPP KOLLINUM, og segir blaðið, að Björn L. Jónsson skrifi. Þessi grein virðist vera svar við grein i Dagblaðinu 15. des. með yfirskriftinni VITLAUSI FUNDURINN, en þar undir: Ingþór Sigurbjörnsson skrifar. Þessi yfirskrift var alls ekki frá mér, hún er tillegg blaðamanns- ins. Aö vísu kemur hann þar á eftir með nokkuð úr minni grein, þótt sums staðar bæti hann inn i eigin orðum og sleppi heilum köflum m.a. endinum. Nafn mitt hafði ég undir grein- inni og er það hið eina sem ég þakka honum fyrir að hafa ekki þar, þar sem ég gat tæpast kannast við þetta sem mina grein. Ekkert er ég hissa á, þó að minn tuga ára félagsbróðir B.L.J. læknir, tæki upp oröin „úti hött”, en þau eru alls ekki frá mér. Það er algjör misskilningur, sem ég hefði sist ætlað Birni, að Marteinn Skaftfells eða nokkur annar hafi hvatt mig eða beðiö að skrifa þessa grein. Þar er mig einan um að saka. Undan- gengnar rógsgreinar er Björn minnist á, hef ég aldrei séð. Enginn vissi um mina grein fyrr en hún var tilbúin til prentunar, og er ekki raunverulega komin I dagsins ljós ennþá, þar sem Dagblaðið birti ekki nema af- skræmt hrafl og vill ekki verða við óskum minum um að birta greinina i heild. Ómyrkur í máli Mér kom á óvart, að Björn skyldi reyna að læða þvi inn, að ég heföi átt einhvern læðupoka- hátt f þessum margumtalaða fundiN.L.F.R. Ég héli, að nægf- lega hefði ég verið ómyrkur i máli við hann sem aðra á fund- um samtakanna, að slikt ætlaði mér enginn. Kannski hef ég verið sá eini af þeim, er að jafnaði tóku þátt i félagsmálum, sem enga hug- mynd hafði um allan þennan viðbúnað. Ég tróðst alveg rasandi hissa gegnum allan mannfjöldann er þar var. Eiginlega botnaði ég ekki neitt i .neinu, gat alls ekki gert mér grein fyrir hverjir aðilar mála ættu þar lakastan hlut og óeðlilegastan og er svo enn. Næst skapi minu hefði ver- iö að taka undir með þeim, er lögðu til að slita fundinum, eða kröfðust þess, að boðað yrði til annars. Sliku fylgi var ekki unnt að koma að, nema með þvi að beita ennþá kröftugri frekju en þegar var þar. Þótt ég teldi mig eiga fullt er- indi á þennan fund, þar sem við: nefrid sú er sumarlangt vann að undirbúningi afmælisminning- arhátiðar Jónasar Kristjáns- sonar læknis á heilsuhæli N.L.F.t: 1 Hveragerði 20/9 ’75, fannst mér samt ekkert annað að gera en ganga út og labba heim. Er fús til samvinnu Bakferli minum þarna neita ég með öllu. Hitt hefði satt ver- ið, að ég hef verið, og er enn fús til samvinnu við hvern og hverja þá, sem vilja vinna að þvi, að sannleikurinn komi i ljós um alla lögleysuna, og þaðVem mér finnst óeðlilega hafa verið unnið að kosningum mörg und- anfarin ár og ég þöttist hafa leitt rök að i grein minni, sem birst hefur I Visi. Mér þætti mjög æskilegt, ef menn vildu geyma Dag- blaðs-stubbinn og bera saman við grein mina þar. Hitt þótti mér vel, að minn góði félagi Björn, sem ég þakka hlýyrði i minn garð, skyldi heldur dcki treystast að mót- mæla undangengnum fundum um þessimál sem marklausum. 1 stað þess talar hann um fá- fræði mina um skaðleg eitur- efni, sem eru ekki deiluefni þessa máls, heldur verslunar- frjálsræðið. Ég er sama hugar um þetta og landhelgisvörnina. Það sem mestan sigur veitir hugsjóninni, það sé best. Ingþór Sigurb jörnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.