Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 22.12.1975, Blaðsíða 24
DAGAR TIL JÓLA VÍSIR Mánudagur 22. desember 1975. 30 þúsund- um fátœkari Fæstir mega viö þvi a.ö missa peningana sina I óþarfa fyrir jói- in, en afgreiöslustúlka i Vest- mannaeyjum getur meö sanni sagt aö hún hafi misst sina, þvi aö 30 þúsui$d krónum var stoiiö frá henni á laugardag. Stúlkan vinnur i hótelinu i Eyj- um. Hún hafði brugðið sér frá af- greiðsluborðinu öðru hverju og skildi þá eftir seðlaveski með 30 þúsund krónum bak við borðið. Eitt sinn er hún kom aftur voru peningarnir og veskið horfið. Málið er i rannsókn. Nokkuð annasamt var hjá lög- reglunni i Eyjum þessa helgina. Menn virtust m.a. dunda sér við að brjóta rúður. Þrjár voru brotn- ar — og á einum stað stolið nokkr- um eplum. Þá fauk veggur i ný- byggingu en þar var stormur sökudólgurinn. — EA Röktu spor sökudólgsins í snjónum... Tilkynnt var innbrot i véla- verkstæðið Varma á Akureyri i gærmorgun. Þar hafði verið brotin rúða i útihurð, farið inn en ekkert verið tekið. Þegar lögreglan kom á vett- vang sá hún strax, að farið hafði verið inn i næsta hús lika, sem er Shell-húsið. Ekk- ert hafði verið tekið þar. Nýfallinn snjór var á jörðu og lögreglan rakti þvi greini- leg spor niður aö húsi við Eyrina, og fann þar sökudólginn. Hann reyndist vera ung stúlka, sem komið hefur áður við sögu lögreglunnar. -EA. Stanslausir jarð- skjálftar í einn og hálfan klukkutíma — og þá var vaktmönnunum hœtt að iítast á blikuna Vaktmennirnir tveir I Kröflu- virkjun fengu fyrst að vita meö simhringingu frá Reykjavik að eldgos væri hafiö i aðeins rúm- lega kilómetra fjarlægö frá virkjuninni. „Þaö var þó aðeins staöfesting á þvi sem viö vorum nærri full- vissir um” sögöu þeir Hannes Hiimarsson og Snorri Snorrason vaktmenn þegar Visir ræddi við þá i Kröflubúðum i gær. „Alveg frá þvi snemma á laugardagsmorguninn höfðu ver- ið stöðugir skjálftar. Við vorum eiginlega hættir að kippa okkur upp við kippina. En þegar þetta hafði verið stöðugt i einn og hálf- an tima fór okkur að hætta að lit- ast á blikuna. Við hringdum þvi niður í Reykjahliö i Jón Péturs- son, sem les á jarðskjálftaritana sem þareru. Hann sagði okkur að af mælunum að sjá væri hann fullviss um að gos væri hafið. Þetta var um klukkan hálf ellefu, en um það leyti er einmitt talið að gosið hafi byrjað.” Þeir Hannes og Snorri sögðust þá hafa ákveðið að svipast um I nágrenninu. Þá hringdi siminn frá Reykjavik, og stuttu siðar komu tveir menn frá Almanna- vörnum að Kröflu. Þessir fjórir menn vóru siðan saman upp úr lægðinni sem stöðvarhúsið stend- ur i og sáu þá gosið. Fyrst eftir að gosið hófst voru fregnir af þvi mjög óljósar. Sagt var að vaktmennirnir tveir hefðu yfirgefið Kröflu og væru að brjót- ast til byggða. Þeir Hannes og Snorri höfðu þá samband við út- varpið, leiðréttu þennan mis- skilning og sögðu fréttir af gangi mála. — ÓH/ÓT Sá eldbjarma í norðausturátt — sagði Stefanía Þorgrímsdóttir sem fyrst sá gosið Fyrsta manneskjan sem sá eldgosiö viö Kröflu er Stefania Þorgrimsdóttir. Hún leit út um gluggann heima hjá sér að Garði i Mývatnssveit um kl. hálf ellefu á laugardagsmorguninn. „Ég gekk framhjá norður- glugganum á húsinu og leit út um hann af tilviljun. Þá sá ég rauðan eldbjarma i norðaustur- átt, þar sem Kröfluvirkjun er,” sagði Stefanía, þegar Visir ræddi við hamu'gærkvöldi. „Bjarminn var nokkuð sterk- ur, en ekki mikill reykur. Ég hringdi strax i simstöðina við Reykjahlið. Stúlkan þar vissi ekki neitt um eldgos, en sagði að jarðskjálftar hefðu verið tiðir. Ég sagði henni að ég áliti að þetta væri eldgos. Hún ætlaði þá að láta oddvitann vita sam- stundis,” sagði Stefania. Hún sagði að upp úr klukkan ellefu hefði mikið dregið úr eld- bjarmanum, en meiri reykur komið. „Garður stendur efst á hæð, og við höfðum einna besta út- sýnið yfir eldstöðvarnar frá byggð. Við höfum þvf getað fylgst með gosinu alit frá byrjun,” sagði Stefania. -ÓH/ÓT. Gisli Auðunsson, læknir og Jón Iilugason, oddviti. (mynd BG) BORN ERU MIÐUR SÍN AF LATUNUM „Það er eitthvað um að börn hafi orðið miður sin, sagði GIsli Auöunsson, héraöslæknir á Húsavik, er Visir ræddi viö hann um áhrif eidsumbrot- anna og jarðskjálftanna á taugar fólks á aöalskjálfta- svæðinu. Gisli sagði að samt sem áður hefði enginn leitað eftir læknishjálp. „Börnin eru sérstaklega viðkvæm. Þau vita afeldgosii nágrenninu, en átta sig ekki eins vel og fullorðna fólkið á þvi hvað um er að vera. -ÓH/ÓT. Bœir farnir að skemmast - fólkið er mjög hrœtt Hús við Reykja- hlíð stórskemmt eftir skjálftana Einbýlishús viö Reykjahliö hefur orðið fyrir miklum skemmdum vegna náttúruham- faranna fyrir norðan. Húsiö er eign Kisiliðjunnar og i þvi býr Björn Friðf innsson, fram- kvæmdastjóri verksmiöjunnar. „Grunnplata undir austur- hluta hússins hefur sigið og við það hafa stofuveggir og bil- skúrsveggir sprungið frá hinum hluta hússins,” sagði Björn i samtali við Vísi. „Að visu er húsið ekki að hrynja á hausinn á manni, en það er svo illa farið að ég tel vist að þurfi aö rifa veggina og steypa þá upp á nýtt,” sagði Björn. Sprunga gengur undir mitt húsið og annar sprungubarmur- inn hefur sigið. Björn sagði að það hefðu verið mistök að byggja húsið yfir þessa sprungu, en það hefði verið erfitt að greina hana áður. — ÓH/ÓT. SAGÐI BLAÐAMAÐUR VÍSIS LAUST FYRIR HÁDEGI í DAG — Bæir eru farnir að skemmast i Axar- fjarðarhreppi austan Jökulsár á Fjöllum — og fólk er orðið mjög hrætt, sagði Ólafur Hauksson, blaðamaður Visis, þegar við töluðum við hann laust fyrir hádegi i dag. Ólafur er fyrir norðan á- samt Braga Guðmunds- syni ljósmyndara — Jarðskjálftakippirnir eru svo harðir að það eru farnar að koma sprungur I veggi. Fólk er búið að tina allt úr hillum og af borðum og þorir t.d. ekki öðru en hafa sjónvarps- og útvarpstæki á gólf- um. Það leikur allt á reiðiskjálfi i kippunum. — Yfirvöld hérna eru lika farin að hafa áhyggjur af miklum ótta fólks vegna þessara náttúruham- fara. Fólki verður ekki svefnsamt og óvissan er þvi erfið. -ÓT. Almannavarnakerfi í Mývatnssv — vilja hafa vaðið fyrir neðan sig vegna borana í virkt eldfjail Nð er verifi aö skipuleggja al- mannavarnakerfi I Mývatnssveit. Guðjón Petersen, framkvæmda- ■ tjdri Aimannavarna er væntan- legur til Mývatns I dag. I sveitinni hefur veriA komiö fyrir ,4Íren- um" ag á næstunni verbur bætt vib einum jarbskjáirtamæli I kerfi sem fyrlr er. Sá mæUr verb- ur I Kröflu. Ailt eru þetta eblilegar öryggis- ráðstafanir, einkum rntð tilliti til þess, að borað hefur veriö í hliðar eidfjalls, sem er virkt, og á þessu svæði er unnið að ýmsum verk- efnum vegna gufuvirkjunar. Umhverfis Mývatnssveit hafa veriö talsverð eldsumbrot á undanfórnum öldum. Siðast gaua þar árið 1724, en þá varð mikiö sprengigos i Viti. Það gos hófst með öflugu gufugosi, og nokkru sfðar byrjaði hraun að renna og var það á hreyfingu allt til 1729. Mývatnssvæðib er flókið I jjrð- fræbilegu tilliti. Þar hafa undan- farna mánuði fundist smá jarb skjálftar, en ástæðulaust er að tengja þá eidsumbrotum. Þeir gcta allt eins stafað af mannanna verkum I Kröflu, og eru ~þá sak- lausir smá-skjálftar. Nýr jarð- skjálftamælir f Kröfli greint betur en verið hefur hvaða dýpi akjálftarnir eiga upp- tök sfn, og verbur þá auðveldara fyrir vfsindamenn að átta sig á framvindu mála. — En Mývetn- ingar viija hafa vaðib fyrir neðan *ig og tryggja góðar almanna vamir. Vlsir birti þriðjudaginn 14. október sl. frétt þar sem greint var frá viöbúnaöi almannavarna á Kröflusvæðinu og I Mývatnssveit vegna hugsan- legs eldgoss. Forstööumaöur Almannavarna sagöi þá i samlali viö VIsi aö þetta væru eölilegar varúðarráöstafanir, þar sem veriö væri aö bora I virkt eldfjall.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.