Vísir - 23.12.1975, Page 1

Vísir - 23.12.1975, Page 1
NUNNURNAR VILJA SELJA LANDAKOT S|Q baksíðufrétt BLAÐIÐ í DAG: Blaðið i dag er það seinasta fyrir jól og þvi stærra en venju- lega eða 32 siður. Visir kemur svo aftur út mánudaginn 29. desember og þriðjudaginn 30. Fyrsta blaðið eftir áramót kemur út föstudaginn 2. janúar. Af efni blaðsins má nefna dagskrá útvarps- og sjónvarps fimm næstu daga ásamt myndskreyttum umsögnum um það helsta, sem verður á boðstólum. Sjá bls. 20-21-22-23. Þá birtir Visir einnig haldgóða dagbók, þar sem er m.a. að finna opnunartima bensinstöðva og ýmissa verslana, læknavakt, ferðirstrætisvagna ogannaðþar fram eftir götunum. Sjá bls. 18- 19. Kvikmyndagagnrýnandi Visis hefur séð þrjár af jólamyndum kvikmyndahúsanna og lýsir áliti sinu á þeim á bls. 24. Jólaspilfyrir alla fjölskylduna er á bls. 15ogá bls. 6 er kross- gáta og verður dregið úr réttum úrlausnum og veitt þrenn verðlaun. Þau hæstu eru tiu þúsund krónur. Sfðast en ekki sist viljum við vekja athygli á þættinum ,,Kirkjan og þjóðin”, en hann er á bls. 4-5. Herfylking vðni- bíla stöðvaði vinnu í Eyjum Viðlagasjóður sagður hjólpa til við verkalýðsbrot Þrír harðir skjálftar í morgun „Gosið annaðhvort búið, eða ekki byrjað ff - segir Svembjörn Björnsson „Skjálftavirknin er ennþá i fullum gangi, það komu þrir kippir I morgun ansi stórir, um eða yfir fjögur stig,á timanum frá 5.20 til 6.19. Héöan frá Reykjavik virðast þeir eiga upptök sin i Kelduhverfi og þar norður af, fólkiö hlýtur að hafa vaknað þar við lætin,” sagði Sveinbjörn Björnsson jarðeðlis- fræðingur hjá Raunvisinda- stofnuninni i viðtali við Visi i morgun. „Það var tiltölulega rólegt frá miönætti í nótt og fram til fjögur, en eftir það byrjuðu skjálftar og sá stærsti var klukkan rúmlega sex. Það var samhengi milli hræringanna þarna norður frá og hreyfinga á Leirhnúks- og Mývatnssvæðinu, þótt þar séu minni skjálftar. Skjálfta- munurinn stafar e.t.v. af mis- munandi bergi, það eru mýkri jarðlög suður frá og þvi átökin e.t.v. ekki eins mikil þar. Stærri skjálftar gætu orðið, en meðan þeir eru undir fimm . stigum valda þeir ekki spjöllum á mannvirkjum nema þá á mjög þröngu svæði, við sprungur eða nálægt upptökum skjálftanna. Um framhaldið er erfitt að spá, gosið i Leirhnúk virðist dottið niður. Ef litið er til fyrri gosa.þá erannaðhvortaðþetta verður ekkert meira, eða þá hitt að gosið sé alls ekki byrjað. Ég held nú að menn verði að búa sig undir seinni mögu- leikann, og að það geti liðið vikur og mánuðir þar til það verður,” sagði Sveinbjörn Björnsson. Hjá veðurstofunni fengust þær upplýsingar að stærsti kippurinn i morgun hefði mælst 4,2 stig en tveir aðrir tæplega fjögur stig. -EB. Talstöðin nær ekki til Húsavikur Kelduhverfið virðist nú vera aðal-hættusvæðið norðanlands vegna hinna miklu og tiðu jarðskjálfta. Miðstöð almannavarna i Kelduhverfi er i simstöðinni i Lindarbrekku, undir stjórn simstöðvarstjórans og hrepp- stjórans. Sýslumaðurinn á Húsavik hefur hins vegar yfir- stjórn almannavarna i Þing- eyjarsýslu með höndum. Meðan allt er i lagi i Keldu- hverfi næst samband við alla gegnum simstöðina. En við miklar náttúruhamfarir 'má gera ráð fyrir að simakerfið fari úr lagi. Talstöövar eru hins vegar ekki komnar á bæina i Kelduhverfi. Talstöð kom á simstöðina i Lindarbrekku i gærdag. En sú stöð nær ekki til Húsavikur, þangað sem stjórna á aðgerðum. Fjórum mönnum tókst ekki að koma á talsam- bandi i gær. Tilraunum verður haldið áfram i dag. — ÓH. Vörubilafylkingin stöðvar finnu vinnu i sandgryfjunni. (Mynd GS) Þrjátiu og einum vörubil var beitt til að v stöðva tvo i Vest- mannaeyjum i fyrra- dag. Það var vörubilstjórafélgið Ekill sem þar var að taka til bæna tvo félaga sina, sem þeir telja vera að brjóta félags- lög og i sumum tilfell- um með dyggri aðstoð Viðlagasjóðs. — Við höfum þriggja manna nefnd, sem hefur það hlutverk að deila verkefnum jafnt niður á félagsmenn, sagði Magnús Guðjónsson, formaður Ekils, við Visi i morgun. — Félagið hefur einkarétt á seldum akstri á svæðinu, og i lögum þess segir að menn verði að taka sin verk- efni i gegnum það. — Þessir tveir félagsmenn hafa hins vegar fengið sér gröfur til ámoksturs og boðið i verkefni upp á eigin spýtur. Þeir hafa jafnvel farið niður fyrir félags- taxta. Við höfum margsinnis lagt að þeim að hætta að brjóta þannig félagslög, en þeir hafa ekki látið segjast. — Þeir hafa tekið að sér ýmis verkefni, þar á meðal fyrir Viðlagasjóð. Við höfum mót- mælt við stjórn sjóðsins og jafn- vel átt með henni fund, en hún hefur hundsað tilmæli okkar um að hætta. Ef hún ekki breytir af- stöðu sinni munum við fara i fjölmiðla með það og ýmislegt annað sjóðnum viðkomandi. — Nú, þegar ljóst var að þessir tveir félagsmenn ætluðu ekki að hætta, tókum við okkur saman og ókum allir upp i sandgryfju til þeirra Þar stöðvuðum við verkið með bllum okkar. Það voru alger samtök um þetta. — Við höfum ekkert á móti þvi að þeir geti nýtt þessar gröfur sinar og höfum sagt vinnuveit- endum að okkur sé sama þótt þær séu notaðar til að moka á bila félagsmanna. Hins vegar liðum við ekki undirboð og starfsemi eins og þessir menn hafa stundað. -ÓT.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.