Vísir - 23.12.1975, Síða 3

Vísir - 23.12.1975, Síða 3
VISIR Þriðjudagur 23. desember 1975. 3 Á þriðja hundrað atvinnulausir í Rangórvallasýslu Eitthvað á þriðja hundrað verkamenn og verkakonur eru nú atvinnulausar i Rangár- vallasýslu að sögn Sigurðar Óskarssonar, formanns verka- lýðsfélagsins Rangæings. Sigölduvirkjun er iangstærsti vinnustaðurinn i héraðinu, og i nóvember lagðist vinna þar niður aö mestu. Þar vinna nú aðeins fáeinir menn, við gæslu- störf. Ekki er búist við að fram- kvæmdir hefjist aö neinu marki við Sigöldu fyrr en I mars-april á næsta ári og ekki er aðra at- vinnuaöhafa fyrir atvinnulaust verkafólkið. Þetta er mest ungt fjöl- skyldufólk, og er margt að reisa sér heimili, og á þvi I enn meiri fjárhagsörðugleikum en ella. Verkalýðsfélagið Rangæingur vill vekja athygli stjórnvalda á nauðsyn þess að gera fram- tiðaráætlanir um varanlega at- vinnuuppbyggingu i Rangár- vallasýslu. brátt fyrir stór- framkvæmdir við Sigöldu er þar aðeins vinnu að hafa hluta ársins. Þar unnu á þriðja hundrað rangæingar siðastliðið sumar. Verkalýðsfélagið hefur þvi miklar áhyggjur af þvi ástandi, sem skapast þegar Sig- ölduvirkjun lýkur árið 1977. -ÓT. Fengu engan drykkjunnar frið til Lögreglan hand- tók þó sitt ó hvað Tveir verslunareigendur fengu sér litillega I staupinu eftir lokun á laugardagskvöldiö. Þeir komu sér fyrir I verslun annars og hugðust . hafa það notalegt. En það stób ekki lengi. Verði laganna bar að og hand- tóku þeir karlana tvo. Eftir mikið mas tókst kaupmönnunum loks að koma gætnum lögreglumönnum I skilning um að annar þeirra væri eigandi viðkomandi verslunar.og við svo búið fengu þeir að fara. Þeir vildu ekki láta þessa ágætu kvöldstund gufa upp við svo búið, og fóru þvi i verslun hins. Eigandinn brá sér aðeins frá, en hinn var eftir. Eru meún nokkuð hissa á þvi,þó að honum hafi brugðið illilega i brún, þegar lögreglan birtist á nýjan leik? Enn á ný hefur sennilega verið gert ráð fyrir að þarna væri innbrots- þjófur, og það getur vist enginn sagt annað en að pólitiið hafi góða gát á hlutunum! -EA. fram eftirfarandi: 1) Mik Magnússon hallmælti aldrei Archie McPhee, frétta- manni BBC. Hann sagði þvert á móti að McPhee væri heiðarlegur íréttamaður, sem skýrði frá hlutunum eins og þeir kæmu hon- um l'yrir sjónir. Það skal hins vegar viðurkennt að fréttamaður Visis var neikvæður i garð McPhees. 2) Mik Magnússon dró aldrei i efa'hlutleysi BBC. Hann sagði þvert á móti að BBC gætti mjög vel hlutleysis sins og segði jafnan báöar hliðar á hverju máli. Það skal tekið fram að fréttamaður Visis dró heldur ekki i efa hlut- leysi BBC, heldur skýrði skýrt og greinilega frá hlutleysi bæði út- varpsstöðvarinnar og Mik Magnússonar. Viðkomandi lréttamaður Visis lýsir á hendur sér allri ábyrgð af öllu neikvæðu i garð BBC og Archie McPhee, sem menn geta hugsaniega lesið út úr þessu viðtali. — Óli Tynes. Athugasemd vegna viðtals við Mik Magnússon Fyrir nokkru birtist i Visi viðtal BBC. Vegna misskilnings sem við Mik Magnússon, fréttamann hefur komiö fram, vill Visir taka Á jólunum fyllast allir bróðurkærleik. Og þá er sama hvort menn búa i Reykjavík, úti á landi eða í Sædýra- safninu í Hafnarfirði. AAynd JIAA. Leikfangaland, Veltusundi 1, auglýsir: Leikföng í f jölbreyttu úrvali. símar, kr, 2.740 stykkið eldavél kr. 1.322 teiknivél, kr. 2.680 bílageymsla kr. 3.870 dúkka sem gengur og talar kr. 8.820 dúkka með hatt kr. 4.555 svart Ijón kr. 4.140 dúkka með tíkarspena kr. 3.250 gítar kr. 2.350. Það þarf engin vegabréf til að komast inn í Leikfangaland. Vinsælu Barnaog ungiingaskrifboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STlL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI Si'MI 44600

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.