Vísir - 23.12.1975, Side 5

Vísir - 23.12.1975, Side 5
VISIR Þriðjudagur 23. desember 1975. ( ) Þessa hótíð gefur okkur Guð Þessi hátiðlega mynd af Reykjavikur- dómkirkju f ljósum skrýddu umhverfi miðbæjarins er vissuiega vel fallin til þess að vekja hjá okkur jólastemmningu. Máske ekki fyrst og fremst vegna þeirra ljósa, þess skrauts, þess fagra búnaðar, sem Miðbærinn er skrýddur mitt I skammdegi vetrarins og gleöur augun þegar við skoðum myndina og virðum fyrir okkur hinn gamalkunna stað — Austurvöllinn og nánasta umhverfi hans að austanverðu. — Nei, það er ekki siður annað, sem vekur athygli okkar á þessari jólamynd Reykjavikur. Og það er það að enginn maður skuli sjást á myndinni. Yfir mann- auðar götur varpa jólaljósin birtu sinni og ef við þekkjum Miðbæinn rétt, þá er á þessari stundu heldur ekkert fólk inni i þeim húsum, sem á myndinni sjást. Hvers vegna? Það er verið að halda jól og þau verða hvorki haldin á götum úti eða ifundarsölum eða á vinnustoðum. — Jólin eru hátið heimilanna fyrst og fremst, há- tíö hin litla, nána, innilega samfélags. Þar sem eining andans rikir, þar sem band kærleikans umlykur einstaklingana, þar sem gleði hjartans liggur eiiis og geisla- brú milli allra, sem á heimilinu fagna helgri hátið. —Með þessu sjónarmiði rikj- andi öllif ofar skulum við ganga til móts við hann, sem á jólunum fæddist, gefa honum rúm i hjörtum okkar og þá mun andi hans fá að ríkja. Þegar annir undir- búningsins eru á enda, ys umferðarinnar er þagnaður, órói eftirvæntingarinnar hefurvikið fyrirhinni hljóðu, helgu kyrrð, þá er hann kominn — jólanna heilagi son- ur, sem þótt rfkur væri gerðist fátækur vor vegna, til þess að vér auðguðumst af fárækthans,eins og postulinn orðar það á einum stað. Um enga liðna ævidaga eigum við eins bjartar og fagrar minningar og jólin. Flestir rekja þær minningar sinar allt aft- ur til bernskuára. En hvemig, sem ytri hagur hefur verið, og hvernig. sem atvik- in hafa að höndum borið, þá er það nú svo, að I sálinni ómar hinn trúarlegi strengur, hvort sem menn viðurkenna það eða ekki, vegna þess að hvað svo sem menn vilja segja og hversu hart sem menn vilja dæma um hinn veraldlega brag jólahalds- ins hjá okkur nú á dögum þá eru jólin innst inni og þegar dýpst er skoðað — þá eru þau trúarhátið þrátt fyrir allt og allt. Þess vegna stendur það enn í fullu gildi, sem Matthias lagði móður sinni i munn er hann minnist sinná bernskujóla: Þessa hátið gefur okkur Guð. Guð, hann skapar allan lifsfögnuð. An hans gæsku aldrei sprytti rós. An hans náðar dæi sérhvert ljós. komið haust. Veðrið var kyrrtog blitt.Þaðblaktiekkihár á höfði. Skjálfandi var spegilsléttur svo langt sem auga eygði. Þá var byggð ekki með öllu fyrir bi i Flatey, en fólki samt mjög tekið að fækka. Og óneitanlega bar flest merki þess að i rauninni væri mannlifið hér að fjara út. Þar sem hæst ber stendur kirkjan og (svo notað sé gatslit- ið orðalag), setur svip sinn á plássið. Hún er næstum ný, vigð 17. júli 1960. Vigslan fór fram við fermingu. Var hún fram- kvæmd af sóknarpresti, sr. Friðrik A. Friðrikssyni á Húsa- vik, en þau prófastshjónin höfðu lagt fram mikið starf og fóm- fúst, til undirbúnings vigslunni. Komu með þeim 8 manns Ur kirkjukór Húsavikur til aðstoð- ar við sönginn. Mikið fjölmenni var i eynni þennan dag, 70—80 manns frá Akureyri og Hrisey, 25 manns frá Húsavik eða alls nokkru fleiri en eyjabúar allir. Mikill hluti gestanna voru brottfluttir Flateyingar. Var vigslan mikil hátið og virðuleg. Þá hafði kirkja ekki verið i eynni siðan um aldamót, að hún var ofan tekin, flutt i land og reist á Brettingsstöðum á Flateyjar- dal. En þegar sá dalur fór i eyði var kirkjan þar rifin og Flatey fékk aftur ^sinn helgidóm, að visu reistan að mestu af nýjum viðum. k Flateyjarkirkja er hið snortr- asta hús og ekki er að efa að vel hafa eyjarskeggjar fagnað þvi að endurheimta helgidóm sinn, ’sem ófyrirsynju hafði verið fluttur i land þangað, sem menn héldu að byggðin mundi hald- ast, þótt önnur yrði raunin á. En þótt Flatey sé i eyði sem stendur, er næsta ótrúlegt ann- að en að hún eigi eftir að byggj- ast á ný, þvi að þar er gott undir bú og vænlegir bjargræðisvegir, t.d. stutt á fiskirhið og lending góð síðan gerðar voru þar nokkrar hafnarbætur um það leyti sem byggð lagðist af i eynni. Svo að liklega á Flateyj- arkirkja eftir að endurheimta söfnuð sinn. VIÐEYJARKIRKJA VIÐ SUNDIN BLÁ. Faðir Reykjavikur, Skúli landfógeti,.átti aldrei heima i Reykjavik. En hann bjó hér á næstu grösum — Viðey, sem þá var annexia frá Reykjavik. Þar reisti hann kirkju þá, er enn stendur og er næstelzta guðshús á Islandi. Var byggð á árunum 1770-74 en fyrst mun hafa verið messað i henni á jólum 1773. Hinsvegar var hún ekki tekin út, eða visiteruð, fyrr en 18. ágúst 1777. Þá er I „Viðey með Sund- um” staddur hr. biskupinn Hannes Finnsson til ,,að yfir- skoða og uppskrifa þá nýju kap- ellu, sem þar er uppbyggð.” Nálægir voru: Landfógetinn Jón Skúlason, héraðsprófastur- inn sr. Guðlaugur Þorgeirsson og sóknarpresturinn sr. Arni Þórarinsson. Einnig voru til staðar Kongl. Majst. privileger- aður murmeistari á íslandi hr. Þorgrimur Þorláksson og sniðk- arinn Mons. Jón Magnússon. Siðan er kapellunni nákvæm- lega lýst bæði utan og innan, og er of langt mál að prenta það allt hér, þvi að skoðunargerðin nær yfir 5 bls. i visitaziubókinni Stærðin er 15x12 álnir, hæð upp að bitum 6 ál. og frá bitum til mænis 5 3/4 al. Húsið hefur 7 bita með sperrum og skamm- bitum og einföldu súðarþaki, en hr. Landfógetinn lofar til húss- ins conservation að láta enn annað timburþak þar utan yfir. Með þakinu er gesims af pommerskum bjálka með til-‘ heyrandi vindskifum. Þakið er til beggja handa byggt á ská og gebrochcn. A hvorri hlið eru 3 gluggar með 4 rúðum, einn á lofti yfir dyrum og annar þar uppiyfir á þakinu. Klukknaport af timbri er upp af miðri kirkj- unni meö þrem stólpum. Upp af þvi er járnstöng, væn og sterk nteö stórum koparknappi og koparveðurvita : spjaldi, sem er 1/2 al. langt og 9 þuml. breitt. Siðan er húsinu lýst að innan. Gólfið er allt plægt. Það er með 8 hlemmum.með 2 járnhringj- um hver til að taka þá upp og leggja niður ef lik skal inni graf- ast. Undir gólfinu eru 8 undir- lög, sem það er byggt á. Bekkir eru 7fastir, sá 8. laus. Milli kórs og kirkju er panelverk og þar ofan á piláraverk. Altarið er af panelverki, þar fyrir framan er gráða með pilára- og skraut- verki og knébeði allt i kring. Yf- ir altarinu er predikunarstóll af panelverki. „Hann er milli tveggja stólpa, hverjir upp standa af gólfsins undirlagi og ná nær þvi milli bita.” Yfir pre- dikunarstólnum er himinn með kransi um kring. Skriftaset og skirnarfont hefur hr. Land- fógetinn i áform sem fyrst að láta gera kapellunni. Alltsnikk- araverk i kirkjunni er málað með góðum og álitlegum Alvir- farva af aðskiljanlegum litum.” „Ornamenta og instrumenta kapellunnar voru þessiframvis- uð.” Siðan er löng upptalning og lýsing á altarisbúnaði og messuklæðum, sem of langt er upp að telja. En visitazian endar á þessa leið: „Kirkjan, svo langt, sem hún er nú komin og svoleiðis sem hún finnst hér að framan uppskrifuð, er að öllu verki nett og vel vönduð.” FLATEYJARKIRKJA BREIÐAFIRÐI. AÐEINS TVEIR PRESTAR VIÐSTADDIR I kirkjusögunni verður Flat- eyjar á Breiðafirði jafnan minnst vegna þess, að þar dvaldi á æskuárum sinum annað mesta sálmaskáld ís- lendinga — Matthias Jochums- son. Frá Flateyri var honum greidd leið inn á menntabraut- ina. Þar átti prestsfrúin, Þuriður Kúld, hlut að máli. Um hana kvað Matthias: Það var hún, sem gefins greiddi götu mina raunum frá, hún, sem fyrstu blómin breiddi brautu minnar listar á. Litið eða ekki getur Matthias um Flateyjarkirkju i Söguköfl- um sinum. En tæpum 70 árum siðar varð mælskuklerkurinn, sr. Sigurður Einarsson, prestur Flateyinga. Þá var vigð ný „kirkja i Flatey. Hún var byggð eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Yfirsmiður var Jónas Snæbjörnsson. Eftirfar- andi lýsing á Flateyjarkirkju er eftir sr. Sig. Ein.: Kirkjan er alls 94 ferm. og forkirkja 4,7 ferm. Veggir eru tvöfaldir með þurru tróðtorfi. A hvorum vegg eru þrir bogmyndaðir gluggar, vegghæð 2,90 m. hæð á kórstafni 7,4 m. Forkirkjan er steypt upp i 9 m háan turn. A honum er hvolfþak með krossi. Inni i kirkjunni er svo um búið, að frá vegg tekur við bogmynduð hvelfing úr steinsteypu, sem nær 5,75 m frá gólfi. I kór eru 3 minni b'oghvelfingar. 1 þeirri nyrstu er hitunartæki kirkjunn- ar — vandaður ofn — i þeirri styðstu stúka prests og úr henni gengið i predikunarstól. Stærst er miðhvelfingin með altari og altaristöflu. Kirkjan tekur um tvö hundruð manns i sæti, auk þess allmarga á sönglofti. Flateyjarkirkja var vigð sunnud. 19. des. 1926. „Vegna skammdegistima og erfiðs tiðarfars gátu ekki aðrir prestar verið viðstaddir en prófastur- inn, sr. Bjarni Simonarson á Br jánslæk, og sóknarpresturinn, sr. Sigurður. Hinn fyrrnefndi vigði kirkjuna, en hinn siðar- nefndi messaði-að öðru leyti. Var þetta hans fyrsta messu- gerð i Flatey. — Sigvaldi læknir Kaldalóns hafði söngstjórn alla og fórst það með snilld eins og vænta mátti.” IIRÍSEYJARKIRKJA. ÞAR SÖNG BISKUPS- EFNI MESSU Frá þvi segir i Prestssögu Guðmundar Arasonar, að þegar hann sigldi út Eyjafjörð áleiðis til biskupvigslu varð einn af mönnum hans strandaglópur. Þegar skipið kom út um Hrisey tók biskupsefnið svo til orða: „Nú skal lægja segl, og vil ég eigi sigla frá manni minum, þeim er á landi er, enda vil ég hafa messu i dag i eyjunni.” Þótt skipstjórnarmenn væru þessu andvigir, varð svo að vera sem biskupsefni vildi. Gekk hann á land og söng messu, en maðurinn, sem eftir hafði orðiö i landi náði skipinu. Morguninn eftir var byr og vilja þeir heimta upp akkari sitt og er það fast. Er það sagt biskupsefni. Hann gengur til og blessaði og mælti: „Drottinn minn, leystu akkerið”, og tekur i strenginn. Þá losnar akkerið. . Kirkja Hriseyinga, þar sem Guðmundur Arason söng mess- una, stóð i Syðstabæ. Siðar var þar bænhús, sem lagt var niður árið 1765, og voru Hriseyingar kirkjulausir i 163 ár enda þótt þeir væru fleiri en meðal söfn- uður á landi. Attu þeir kirkju- sókn að Stærra-Arskógi, sem gat verið æði harðsótt enda þótt sundið sé ekki breitt. Loks kom þar, að þeir byggðu sér kirkju i eynni. Lauk smiði hennar sumarið 1928 og fór vigsla hennar fram 26. ágúst. Um vigslu Hriseyjarkirkju segir svo i Akureyrarblaðinu Is- lendingi 31. ágúst 1928, að hún hafi farið fram með mikilli viðhöfn. Auk prófasts, sr. Stefáns á Völlum, voru 6 prestar viðstaddir. Fjölmenni var mik- iö. Um 200 manns komu á varö- skipinu Óðni frá Akureyri og Hjalteyri, þar á meðal karlakór undir stjórn Ingimundar Arna- sonar. Um kirkjuna kemst blaðið svo að orði, að hún sé hið prýðileg- asta hús, steinkirkja, alls rúml. 100 ferm. að flatarmáli, hvelf- ingin blá með gullnum listum. Á henni er reisulegur turn, sem sést langt að: „Hafa Hriseying- ar hinn mesta sóma af kirkju sinni”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.