Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Page 1
LESBOK
MORGUNBLAÐSINS.
Perðamenn:
Skipstjóri.
Bátsmaður.
Vjelamaður.
Stúdent.
Vorið 1916 var kaupsýslumaður
einn hjeðan úr Reykjavík staddur
í Höfn. Honum var mjög hugleik-
ið að fá fluttan vöruslatta frá
Höfn hingað heim, en þá var mjög
örðugt með flutning hingað. eins
og menn muna.
Hann hitti mann í Höfn, sem
þar var í þeim erindum, að kaupa
mótorkútter til sfldveiða. Ætlaði
sjer að sigla kútternum hingað
tfl lands. Varð það að samningum
milli þeirra, að ferma kúttarann
vörum þeim, sem Revkvíkingurinn
vildi fá heim, og skyldi sá, sem
vörurnar átti, vera bátsmaður á
kútternum.
Kútterinn var 38 smál. að stærð,
svo eigi var/arkosturinn stór. —
Hann var með 20 hesta vjel.
Upphaflega var áformið, að fá
viðgerð á bátnum í Höfn. Voru
ráðnir til þess 4 menn. En verkinu
miðaði svo seint fram, að þeim
leiddist að bíða eftir því. Eftir
hálfsmánaðar viðgerðardund á-
kváðu þeir að ferma bátinn eins
og hann var, og halda af stað.
Var báturinn nú fermdur og
ekkert rúm eftir skilið. þegar
lestarrúg þraut var sett á þills?
alt sem komst, timbur, pappír og
15 steinolíuföt.
Þegar fermingu var lokið, var
dagur liðinn að kvöldi. Svo er á-
kveðið í hafnarreglugerðinni þar,
að skip megi ekki liggja inni á
höfn, með olíufarm að næturlagi.
Varð því að fá hafnsögumann til
þess að koma bátnum út úr höfn-
inni fyrir nóttina. Báturinn var í
sundinu hjá kauphöllinni.
Þegar hafnsögumaður kemur,
fæst vjelin eigi á hrevfingu með
nokkru móti.
Múgur og margmenni var nú
farið að safnast á hafnarbakkann,
til þess að virða fyrir sjer þetta
úthafsfar, sem ekki- komst með
nokkru móti hjálparlaust um höfn
ina.
En út þnrftú þeir að komast úr
höfninni. Var þá það ráð tekið
að bátsmaður og annar nafnkunn-
ur borgar hjeðan úr Revkjavík, er
þar var staddur, vörpuðu af sjer
treyjunum, og settust snöggklædd
ir undir árar á skektu einni. Ætl-
uðu þeir að draga farkostinn á
skektunni út úr höfninni. Tóku
þeir knálega á árum, en múgurinn
á hafnarbakkanum skemti sjer vel
við að sjá aðfarirnar. „Þetta eru
íslendingar". „Þeir eru að leggja
af stað heim. )>eim veitir ekki af
að hafa krafta í kögglum, ef þeir
ætla að komast alla leið með þes3n
móti“. En þegar þeir komu út í
Knippilsbrúar-álinn tók straumur-
inn við þeim og rjeðu róðrarmenn
við ekkert, hvérnig sem þeir höm-
uðust. Var nú þjettskipað af á-
horfendum beggja megin álsins
og yfir endilanga Knippilsbrú.
En straumurinn bar alt saman að
Kniþpilsbrú, og mátti búast '■ :i,
að þar myndu þeir „stranda".
En hafnsögumaður tekur það
ráð, að varpa akkerum í skyndi,
og fika sig síðan á akkerisfestinni
inn í Kauphallarsundið aftur.
Myndi nú sumum hafa þótt nóg
nm, er farkosturinn komst eigi
ferða sinna innan um hafnarsund-
in, og átti Atlantshafið framund-
an.
En báturinu var fermdur og
burtu þurfti liann að komast.
Pónar nú hafnsögumaður til
hafnarumsjónarmanns og segir
honum hvernig komið sje. Ljet
hafnarumsjónarmaður sjer fátt
um finnast að verða fjTÍr ónæði
frá annari eins fleytu og þessari.
Að afloknum kvöldverði kom þó
umsjónarmaður á gufubáti sínum.
Þegar umsjónarmann bar að,
kallaði hann hárri raustu á skip-
stjóra hátkins og spurði hvert ferð
inni væri heitið. Sagði skipstjóri
til um það, ___