Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Blaðsíða 8
I LESBÓK MORÖUNBLADSINS 1. nóv. 1925. Efnalaug Reykjavíkur Laog«vegi 32 B. — Mwri 1300. — Símnefni: Efn&l&ug. SreiBMr meS nýti«ku ihöldum og aðferfium alian óhreinan f&tn&f og dnita, úr hvaðs efni sem er. Litar r^plifrfið fðfr, og breytir *m lit effrir óakvm. Bylrnr >«rindi! Sp&r&r (]•! Okuhraði bifreiða. Án þess að útlista þau ráð sem frúin gefur, má geta þess, að hún heldur því fram, að konurnar geti ráðið því fullkomlega hvort þær eígnist syni eða dætur. Þó hún geti eigi fært sem vísindalegust rök fyrir máli sínu, segja læknar og aðrir fróðir menn, að vel megi vera að hún hafi rjett fyrir sjer. Höf. bókarinnar hefir eignast 5 börn, 2 syni og 3 dætur, og segist frúin hafa ráðið því sjálf í hvert sinn, hvort heldur hún eignaðist son eða dóttur. Upphaflega ætlaði hún að verða læknir; hún las læknisfræði í nokkur ár. En hún- lauk eigi námi — gifti sig ðður. — En að hún tók að velta þessu máli fyrir sjer, kom upprunalega til af því, að hún átti því að venj- ast í uppvexti sínum, að foreldr- ar hennar segðu að þau hefðu ætlast til þess að hún hefði orðið drengur. I bókinni er sagt nákvæmlega frá aðferðum frúarinnar. Þeir, sem vilja kynna sjer þær til hlít- ar, verða að fá sjer bókina, og er því ekki ástæða til að orðlengja þetta hjer. S m æ 1 k i. Það munaði um það. — Ljett- klauld stúlka á dansleik: — Jeg kenni svo dæmalaust í brjósti um aumingja fátæklingana í þessari vétrarhörkn. Jeg skildi með ánægju gefa þeim alt, sem jeg stend í, svo þeim gæti hlvnað. Alveg eðlilegt. Gesturinn: Mjer finst það vara nokkuð lengi með þessa uxahalasúpu. Yfirþjónninn: — Já, uxahalinn er ætíð dálítið aftur úr. Insta þráin. Frúin (í húsvitjun hjá fátæklingum): — Er ekkert, sem jeg get gert fyrir yður? Konan: Gætuð þjer ekki sungið dálítið eða dansað fyrir okkur? Það er svo skelfilega langt síðan jeg og.maðuriTm minn höfum kom- ið í sönghíís eða bíó. Oft hefir ökuhraði bifreiðanna verið gerður að umtalsefni hjer í blöðum. Sjaldan hefir verið minst á lögreghisamþyktina í því sam- bandi. Fáir þekkja ákvæði henn- ar, viðvíkjandi ökuhraðanum. — Þau voru gerð þegar bifreiðaakst- ur var hjer á bernskuskeiði, og mönnum fanst með öllu óþarft að fara nokkurntíma harðara en blessuð brossin höfðu farið áður. Lögreglusamþyktin ákveður bif- reiðahraða eftir því. Fundið er að því, hve bifreiðar þeysi hart um götur bæjarins. — En livernig færi, ef fylgt væri lögreglusamþyktinni ? Hefir Tryggvi Magnússon dreg- ið upp á blað, hvernig hann lítur 4 málið. Nú geta menn valið um hvað þeir kjósa heldur — flýtirinn eða löghlýðnina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.