Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Síða 3
1. nóv. 1925. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I TEASPODKP* •OíllNC WATE^ 'BOVRIL BOVRiL LIMITED LONDON BOVRIL VEITIR ÞJER DUG OG| ÞREK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU. | DREKTU BOVRIL VIÐ VINNU, 'þÍNA, ÞVl BOYRIL HELDUr) ÞJER STARÞSHÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins Vfc teskeið í einn bolla af heitu vatni og þá fœrðu samstundis óviðjafnanlegan, nærandi drykk. BOVRIL Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími 300. Sjóorustan mikla við Jótlands- síðu, var nýafstaðin, þegar þetta gerðist. Þótti þeim því ráðlegast, ,að leggja ekki út í Norðursjóinn, en halda heldur til Noregs. Halda þeir nú til Líðandisness, fara þar í land og fá leiðsögumann, til að fylgja sjer norður með ströndinni innskerjaleið. Þeir fengu þar vatn og olíu. Þótti nú hagurinn góður. Ferðin gekk vei um hríð. Osjór var talsverður fyrir Jaðri, en kom eigi að sök. Þegar komið var á móts við Koparvík, þótti ráðleg- ast að leita þangað. Vjelamaður vildi fá tækifæri til að líta eftir vjelinni, því að hún var farin „að hita sig“. En leiðsögumaður sat við stýri, og þótti skipsmönnum það í góðs manns höndum. í innsiglingu að Koparvík siglir leiðsögumaður í strand. Nú voru skipverjar orðnir svo veraldarvanir, að þeir kiptu sjer lítið upp við það, þó fleytan væri tept um hríð, og bjðu hinir róleg- ustu, uns flóð hækkaði á skerinu. Þá losnuðu þeir af steininum fyr- irhafnarlaust. En leiðsögumanni hnykti svo við, að hann gekk til hvílu, og sagðist hafa tekið sótt ókennilega. En leiðsögumanni hnykti svo við, að hann gekk til hvílu og sagðist liafa tekið sótt einkennilega. En þó leiðsögumaður væri þann- ig „af baki dottinn“ komust þeir leiðar sinnar til Björgvinar. Var það að kvöldi annan hvítasunnu- dag, er þangað kom. En er til Björgvinar kemur, kveðst skipstjóri þurfa að fá þar klýfsegl, vatn og hafnsögumann. -— En sá var hængur á, að nú var fullkomin sjóðþurð hjá honum, og átti hann ekki grænan eyri, til þess að borga þessi fríð- * indi. Var nú bátsmaður sendur íland í útveganir. Fór hann fyrst á skrifstofu hafnarinnar, til þess að leita fyrir sjer. pegar þangað hom, hitti hann ýmsa farmenn að máli. Sögðu þeir veður mikil í hafi, og hefðu skip komið til Björgvinar, hvert af öðru þá daga og verið meira og minna löskuð. En bátsmaður ljet það eigi á sig fá. Hafði hann nú fengið þá trú á kútter sínum, að hann væri fær í ílestan sjó. Eftir nokkurt stapp, fengust þar allar nauðsynjar, fje, segl, vatn og hafnsögumaður. Leggja þeir nú út, og síðan til hafs. Þegar komið var út fyrir öll sker, og hafnsögumaður farinn leiðar sinnar, skall á versta veður og var sjór mjög úfinn. Tók nú að sækja leki að skipinu. En skoðun hafði eigi verið gerð á því í Höfn, því viðgerðinni varð aldrei lokið. ' Tuttugu mínútur þurfti að dæla á hverjum tveim tímum. Ætluðu þeir nú að halda til Shetlandseyja. En vegna óhag- stæðrar vindstöðu, var ekki hægt að halda það strik, sem vera bar til Shetlandseýja. Var skipstjóri spurður hvert stefnan væri, og sagði hann, að með þessu móti kæmu þeir sunnan við Shetland og inn á ófriðarsvæðið. Urðu þeir að láta sjer það lynda. En á öðrum sólarhring breytist vindstaðan og gátu þeir þá breytt stefnu. Nokkru síðar sjá þeir hylla undir Shetland. Óx nú álit skipstjóra mikið og þótti alt fram koma, er hann sagði, þareð honum tókst að finna svo „lítilfj örlegt gróm í mat sín- um“, sem Shetlandseyjar í At- lantshafi. En fögnuður þeirra var skamm vinnur. Skömmu síðar sáu þeir að til þeirra stefndi togari. Þóttust þeir vita, að sá væri vígbúinn og væri eihn af hinum óteljandi vörð- um úthafsins, sem Englendingar höfðu í þá daga. Var eigi örgrant um, að iðrun gripi þá skipstjórnarmenn, skip- stjóra og bátsmann, yfir því, að forsóma að láta hina bresku erind- reka í Höfn prýða skipsplöggin með stimplum sínum, því þóttþeir hefðu getað staðist æstar úthafs- öldur og sloppið vel frá tveimur ströndum, þóttust þeir engir menn til þess að standa uppi í hárinu á Bretum. Bilbugur nokkur var og á þeim vegna þess, að lekinn ágerðist frekar, en dælan var stirð, vegna þess að salt var farið að setjast í hana. Brátt bar togarann að þeim. Var hann með tvö flögg yfir miðju skipi til merkis um það, að þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.