Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Side 5
1. nóv. 1925.
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
5
Uonið eftir
þes«u eina
innlenda fjefeagi
Þegar þjer sjé- eg bruna-
tryggið.
S4mi 542.
Póathóif 417 og 574.
Sfmnofnii Inauranco.
Vigfús Guðbrandsson
klsedakeri. A&alstreeti 8>
Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf ný efni me8 hverri ferft.
AV. Saumastofunni er lokaA kl. 4 e. m. alla laugardaga.
Hersar og höfðingjar eru bættir
líkt og Snorri og Njáll, og mann-
gjöld fyrir þá eru ekki numin við
nögl. Gömul drengskaparvenja hjá
þeim er, að, ef fjandmaður flýr
á náðir eða á heimili manns, —
þreyttur, þyrstur eða svangur,
— þá er honum veittur besti
beini og fylgt úr hlaði þang-
að sem hann er úr allri hættu. —
Sögusagnir um afrek og afreks-
menn ganga mann frá manni. —
Þjóðsögur þeirra bera vott um
auðugt ímyndunarafl. Berba-há-
skólinn í Rabat, sem Lyautey hef-
ir stofnað, er að safna þeim. Ly-
autey gaf 1914 lagaboð um, að
allir Berbar skyldu halda sjálfs-
fcrræði og hjeraðsstjórn og göml-
um lögvenjum, en ekki vera háðir
hinni arabisku löggjöf soldáns í
Marokkó. pessi gamli sáttmáli
Berba er nú 11 ára gamall, en samt
talinn órjúfanlegur. Nafnið Berbar
er arabiskt orð, „óskiljanlega mæl-
andi“, sjálfir kallast þeir Amazígli
eða Imazirh, þ. e. frjálsir menn.
Ber þetta alt að sama brunni, að
þeir sverja sig í norræna víkinga-
ætt og eru nauða ólíkir öðrum
Norður-Afríkubúum.
Atlasfjöllin hafa í þúsundir ára
verið skjól og varnargarður Ber-
ba. Þau eru jafnhá hæsta tindi
AJpafjalla þar sem þau eru hæst,
14—15 þús. fet, og vaxin sedrus-
viði langt upp í hlíðar. Grikkir
og Rómverjar hjeldu, að jötuninn
Atlas bæri sjálfan himininn á
'herðum sjer. Herkúles 'kom til
hans og bað hann að finna fvfir
sig Hesperída-eplin, því enginn
annar vissi hvar þau voru niður-
, komin. Herkúles hjelt svo uppi
himninum á öxlum sjer, meðan
hinn var að leita. Nafnið Atlas er
afbakað af Adrar, sem er fjall
á Berbamáli. Það er auðsjeð að í
augum Berba ,eins og Grikkja og
Rómverja er þetta fjallið allra
fjalla, og þó voru Alpafjöllin
rjett í nágrenni við Rómverja. —
Snjór bráðnar ekki á sumrum á
tindum Atlasfjalla. Frost og funi
búa þar saman, því brennheitir
sandar liggja skamt frá fótum
jöklanna í hitanum og heiðríkj-
unni. Sedrusviðurinn verður oft
120 fet á hæð fyrir neðan miðjar
hlíðar og er töluvert hærri en á
Libanon. Berbar hafa hann að
eidsneyti og hann gefur góðan og
sætan ilm. Þeir taka sjer bað í
heitum sandinum, velta sjer í hon-
um og nudda sig nieð honum eða
grafa sig í liann. Þeir lækna sig
með honum á ýmsan hátt^og hann
er þeim bót margra meina. Leggja
þeir inikinn átrúnað á hann. I
Berbakvæði einu eys elskhuginn
brennheitum sandi með báðum
lúkum yfir höfuð ástmeyjar sinn-
ar eins og hann væri að vígja
hana með vígðu vatni og óskar
um leið að árnaðarorð sín rætist —
og margfaldist eins og sandkorn-
in. í öðru kvæði tekur Berbi svik-
ult hjarta ástmeyjar sinnar og
gefur það' hræfuglum að bráð, og
hlakkar þegar þeir slíta það sund-
ur, tægju fyrir tægju, en þeim
verður ílt af, því hjartað er svart
að lit og banvænt.
Þegar maður kynnir sjer kvæði
Berba, þá er eins og ljósi bregði
yfir forna skáldskapinn, sem er
að drukna í málfræðisstagli, því
þarna er liann lifandi hold og
blóð.
Úti heyri ek svan sveita,
sára þorns er morgnar,
— bráð vekur borginmóða, —
bláfjallaðan gjalla.
Það er ekki von að vjer höfum
eins mikla nnnn og yndi og þeir
af því, að
Brandar hleyptu ört úr undum
ærnu blóði danskrar þjóðar.
Við skiljum ekki sálarlíf þessara
manna. Grimd og harðfengi Berba
er svo frábær, að við öfgum ligg-
ur. Eyðimörkin mikla, Sahara
(áherslan á fyrsta atkvæði), er á
næstu grösum við þá fyrir sunnan
Marokkó. Þar búa á ýmsuin frjó-
um blettum hinir hreinu, ómeug-
uðu Berbar, en í Marokkó er varla
meir en tíundi hluti þeirra, sem
ekki er arabiseraður og mælir
ekki á arabisku.
Nú sverfur að þeim, en þeir
hafa átt í vök að verjast áður,
þegar þeir urðu að lúta Rómverj-
um. pað sýnir best að Berbar
eru ódrepandi, að margir af helstu
rithöfundum, skáldum og guð-
fræðingum og vísindamönnum
hins kristna Rómaveldis voru
Berbar frá Norður Afríku. Það
hcfir ætíð verið skeggöld og skálm
öld hjá þeim innbyrðis, ef ekki út
á við. Að verða vopndauður en
ekki sóttdauður er í þeirra augum
mesta hnoss. Rauði kross Svía
hefir skrifað aðalstjórn Rauða
krossins í Genf um að senda Berb-
um lælnia og hjúkrunarkonur og
meðul. Svarið var áð Berbar hefðu
aldrei beðið um það. Nú hafa Ev-
rópumenn slegið hring utanum þá
í Riff-fjöllunum, svo að enginn