Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Síða 6
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
1. nóv. 1925.
Sftaerstu pappfrsf r amleiðendur á Nor ðurlöndum
DDion.PaperCo,, Ltd. Osló
Afgr«i8a pantanir, kvort heldur beint erlendis frá e8a af fyrir-
liggjandi birg6u» í Reykjavík.
Einkasali 4 íslandi.
Garðar Gfislason.
kemst inn til þeirra nema fuglinn
fljúgandi. Mælist þetta því afar-
iila fyrir og mun það vera sjer-
staklega Spánverjum að kenna,
því þeir vilja hefna sín fyrir ófar-
ir sínar.
í Atlasaf jöllunum er alt með friði
og spekt. Þó Lyautey, vinur
Berba, sje farinn frá, þá halda
Frakkar fast við alla hans stjórn-
arháttu. Hann vildi gera Berbum
svo hátt undir höfði, að með tím-
anum fengju þeir tögl og hagldir
í Marokkó á sama hátt og Búar
hafa náð forráðum í hinum ensku
Bandaríkjum Suður-Afríku. —
Frakkar líta fram í tímann og sjá
nýtt Frakkland, eða frönsku mæl-
andi land rísa upp fyrir sunnan
Miðjarðarhafið, bygt þessum
hrausta þjóðflokk. Þeir ætla hon-
um að yngja upp Frakka og taka
við Ijósi menningar og mentunar
af þeim. Þá verður Frakkland og
ekki Italía erfingi Rómaveldis, þó
að Frakkar sjálfir úrkynjist og
úrættist.
Sven Hedin hefir tekið máli
Berba og ritað skörulega um, hver
óhæfa það er, að stórveldi sjeu
samtaka um að drepa konur og
börn með eitri og sprengivjelum
úr lofti ofan. Frakkar svara:
Býsna skal til batnaðar. Ef á
annað borð á að buga Berba, þá
er betra að skjóta þeim svo mik-
inn skelk í bringu, að þeim falli
allur ketill í eld, en að fara að
heyja langvinnan ófrið við þá.
Ef Frakkar sjá um, að kjör
Berba í Riff verði lík og í Atlas-
fjöllunum, þá er þeim. borgið.
„K v æ ð i“
Guðm. Friðjónssonar.
I.
Höfundur þessarar bókar hef-
ir margt skrifað um dagana, frá
því fyrst að hann hóf ritstörf.
Hann hefir gefið út ljóðabók, „Úr
heimahögum' ‘, skrifað skáldsðgu,
samið fjöldamargar smásögur og
dreift í blöð og tímarit lands-
ins grúa af greinum um
ólíkustu efni. — Sumt af
þessu hefir fallið dautt til jarðar
eftir fyrsta lestur og gleymst. —
Sumt, líklega ||meiri hlutinn, lifir,
og mun lifa, bæði af ljóðum lians
og sögum. Því Gr. Fr. hefir oft
sagt það, sem jafn bókelsk þjóð
og skáldlineigð og íslendingar eru,
gleymir ekki. — En í þessari
Ijóðabók hans hygg jeg vera það,
sem hann hefir best sagt og
snjallast, og sem lifa mun lengst
a lra hans verka. Hann er, eins og
menn munu hafa tekið eftir, meira
' ioðskáld en söguskáld. En þama
rru hans ágætustu og eftirminni-
legustu kvæði — mannlýsinga-
kvæði hans mörg og eftirmxli.
■ , •• i
*. ..&LiSaiaeí
II
Það er gaman að bera saman
,Úr heimahögum* og þessi ,Kvæði‘
Guðmundar. Á milli þeirra liggur
langur tími. Munurinn er líka
mikill. Þó eru sömu persónuein-
kennin, sama röddin, sami merg-
urinn og mátturinn í máli. En alt
er orðið fágaðra, hugsanirnar skýr
ari, myndirnar sannari, málmur
málsins enn skygðari og yrkisefn-
ir. stærri og fjölbreyttari. „Úr
heimahögum" orti maður, sem
bar í sjer frumleikann, leitaði að
honum og lenti oft í öfgum. En
„Kvæði“ yrkir sá, sem frumleik-
inn, persónuleikinn er sprunginn
út í í fullum glæsileik. Nú þarf
ekki að leita hans. Hann er orð-
inn hið ráðandi afl, mótið, sem
gefur kvæðunum svip, yfirbragð,
ættarmerkið.
Það er óþarfi að fara nokkrum
sjerstökum lýsingarorðum um
þann svip, sem er yfir kvæðum
G. Fr. Alþjóð veit, að þau eru
engin tilfinningaleiftur, engir
eldslogar augnablikshughrifa. Þau
eru eins og mikil, breið, djúp og
tíguleg vatnsföll, sem velta fram
með sterkum straumi, og stundum
miklum og þungum gný, svo land-
ið og loftið umhverfis skelfur við.
Það er máttur málsins, þróttur
hugsananna og sterkar og litauð-
ugar myndir, sem gefa þeim þenn-
an svip.
Guðmundur Friðjónsson.
Guðm. Friðjónsson er meira en
íslenskt skáld, Hann er norrænn
Bragi. Hann yrkir jafn vel um
efni frá fornöld Norðmanna og
um íslensk efni. Norrænn andi er
furðulega lifandi í honum. Og
þetta er merkilegt, þegar þess er
gætt, að liann er takmarkað skáld
— á ekki landnám listar sinnar
nema á fremur þröngu sviði. En
þar er hann líka afburða snjall
oft.
III.
þau kvæðin, sem bera af í þess-
ari bók, eru mannlýsingakvæðin.
Það eru veglegustu og mestu