Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Síða 2
2 LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS 15. nóv. 1925. Dilasápa Rósarsápa Murusápa Lanofin-sápa Biðjið um i s I e n s k u Irilissápiriar. ir og urðu aftur úr að vörmu spori. Yið flugum yfir Masnedsund milli dönsku eyjanna á 2—3 mín- útum, en gufuferjan þarf til þess 20 mínútur. Veður var ágætt, en ofsarok virtist manni vera, ef stungið var höfði út um glugga, svo mikill var loftþrýstingurinn, enda var flughraðinn 150 kíió- metrar á klukkustund. Við fórum vitanlega stystu leið í loftinu og komum hrátt fram hjá Lúbeck, varð þá regnskúi á vegi okkar og stýrði flugmaðurinn á hlið við hana og hallaðist þá flugvjelin nokkuð. Leit jeg þá út um glugg- ann og virtist mjer landið alt í einu vera orðið að brekku, og að flugvjelin færi með geysihraða nið ur eftir brekkunni; en vjelin rjett ist brátt við, og lá nú landið sljett fyrir neðan, eins og áðut. A7ið farþegarnir vorum nú hættir að líta á landslagið, en lítið varð af samræðum í vjelinni, því að liávaðinn í mótornum veitti okkur erfitt að talast við, nema með því að gala inn í eyrað hver á öðr- um. Flugmennirnir tveir sátu fremst í vjelinni á upphækkuðum sætum, og virtust orðnir vanir starfa sínum, því að mestan tím- ann sátu þeir með „Ekstrabladet“ fyrir framan sig. Við sáum brátt turna Hamborgar rísa í fjarska, en áður en okkur varði minkaði hávaðinn í mótornum og vjelin seig hægt niður á við. Á örstundu vorum við komin niður á stóra sljettu, flugvöllinn fyrir utan Hamborg, og vjelin fjell með all- þungu braki niður; síðan þutum við yfir völlinn í vjelinni að flug- bvrginu, og fór þar fram sams- konar rannsókn á farangri og vega brjefum og í Khöfn. Þar tieið okk- ar bifreið, er flutti okkur inn á Jungternstieg í Hamborg, og var þar með flugferðinni lokið. Framfarir síðustu ára. Ollum er kunnugt, að fluglistin tók afarmiklum framförum á ó- friðarárunum. 1914 voru til í öll- um heiminum nálægt 2000 flug- vjelar. Voru þær nær eingöngu notaðar í íþróttaskyni og voru mjög ófullkomnar. Vjelarnar voru þá miög ljettar og alt efni var þá fíngert og brotnaði oft, enda voru þá flugslys mjö'g tíð. Þá þótti næst um þrekvirki, ef flu^rjel gat hald- ið sjer í lofti marga tíma, án þess að detta niður. En þegar ófriður- inn skall á, þurftu ófriðar- þjóðirnar mjög að halda á flug- vjehim, til rannsókna um herflutn inga óvinanna, og síðar til að varpa sprengikúlum úr lofti á her- fylkingar og herstöðvar. 1918 hafði þjóðverjum tekist að gera flug- vjel, er vóg sjálf 10 þús. kg. og gat borið 4200 kg. Hafði hún 5 mótora, er hver hafði 245 hest- afla magn. Tóku nú flugvjelar að gera sprengiárásir úr lofti, og er ? frásögur fært, að eitt sinn hafi 400 flugvjelar tekið þátt í loft- árás. Á tveim nóttum 1918 (18. til 19. og 21. til 22. júní) var varpað úr lofti á vesturvígstöðvunum sprengiefni, er nam samtals 166, 480 kg. Flugvjelasmíðum fjölgaði með ári hverju og ljetu Þjóð- verjar, Frakkar, Englendingar og Aineríkumenn smíða samtals nál. 170 þús. flugvjelar á ófriðarárun- um, og voru Frakkar þar fremst- ir með nál. 70.000 flugvjelar. — Frakkar eiga nú stærstan loft- flota, og ef ófrið ber að höndum, geta þeir á örstuttum tíma sent 3400 flugvjelar gegn óvinum sín- um. Stærsta flugvjel í heimi, er nú er til, er amerísk og er nefnd the Barling Bomber; vegur hún hlaðin 16,790. kg. og getur komist 2100 metra í loft upp. . • Nýtt samgöngutæki. Þegar friður var saminn, var mörgum flugvjelum breytt í loft- farartæki og loftlínan París—Lon- don tók til starfa árið 1918. Not- aðar voru í byrjun litlar vjelar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.