Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1925, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSrNS saman að jafna; þótt hann lægi í höfn lengstan tímann, varð með- vitundin um, að hann lá í höfn og gat siglt út hvenær sem vera skyldi, til þess að hamla öllum framkvæmdum óvinanna á sjó og kom þetta greinilega í íjós í árás- inni á Saloniki. Ef allir togarar þeir, er nú veiða í landhelgi, vissu, að flugvjel væri höfð til eftirlits, myndi tæplega nokkur þeirra dirfast að fara inn fyrir landhelgislínuna, því að flugvjel- in gæti verið komin að þeim hvar við land sem væri, á eins til 2 tíma fresti, eða því sem næst. Ameríkumenn nota flugvjelar til strandgæslu og reynist ágætlega, enda eru þær útbúnar með loft- skeytatækjum og ýinsum mælum og er unt úr loftinu að ákveða stað livers skips, hvort það er fyrir utan eða innan landhelgis- línuna. Einkum myndi verða gagn að þessari strandvarnaflug- vjel á Norðurlandi um síldar- tímann, og gæti hún ekki aðeins hindrað öll landhelgisbrot, held- ur einnig gefið íslenskum skip- um vísbendingu um síldargöngur — með loftskeytum. Þá væri og h'entugt að hafa flugvjel þessa til fólksflutninga og póstflutn- inga um landið og mætti einnig flytja sjúklinga frá afskektum stöðum til bæjanna, ef þörf væri t. d. á bráðum uppskurði. Er þetta algengt í Ameríku og eru sumar flugvjelar þar eingöngu vitbúnar í þessu skyni. Loks má geta þess, að þegar næstu harðindi koma og öll norð- urströnd landsins lokast af ís, verður auðvelt að flytja mörg tonn af matvælum í loftinu, og því meiri vitanlega sem flugvjel- arnar verða fleiri. Mætti þá svo fara að flugvjelar gætu bjargað þúsundum mannslífa frá hung- urdauða. Hjer eru að starfi í þessu landi ýms letjandi öfl, er reyna að koma í veg fyrir ýmsar framfar- ir og álíta best að dotta og búa eins og vjer höfum gert í 1000 ár. Þeir trúa hvorki á sjálfa sig, framtíðina eða þjóðina. En þorsk- urinn við strendurnar og grasið á grundunum hrópar á fram- kvæmdahug þjóðarinnar og þe-imtar nýtingu. Sá dottandi lýð- 15. nóv. 1925. ur legst út af, en ný viðreisnar- öld er í vændum, aukin fram- leiðsla til lands og sjávar og end- uibættar samgöngur. Flugvjelar á Islandi yerða einn þáttur í þessu starfi. Alexander Jóhannesson. i Aðalflugleiðir um Miðevrópu. íembe/ Frá Sýrlandi. Oeirðirnar og blóðsúthellingarnar i Damaskus. Uppdráttur af Sýrlandi og nágrannalöndunum. ' Frá því hefir verið skýrt hjer í blaðinu, hvernig Drúsar gerðu uppreisn gegn Sarrail landstjóra i Sýrlandi. Hafði landsstjóri þessi sýnt Drúsum ótilhlýðilega lítils- virðingu, og breiddist megn óá- nægja út gegn honum og yfirráð- um Frakka yfirleitt í Sýrlandi. Um síðustu mánaðamót bárust hingað frjettir um það, að alt væri í báli og brandi í Damaskus, skotið hafi verið á borgina, og væru heil borgarhverfi í rústum. Nokkrum dögum síðar frjettist það, að franska stjórnin hefði kallað landsstjórann Sarrail heim. í enskum blöðum frá síðustu mánaðamótum er skýrt frá atburð unum í Damaskus. Þar er og frá því sagt, að lengi vel hafi franska

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.