Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐSINS. Sunm;daginn 11. apríl 1926. íDargt skeður á sce, Eftir Rrna Óla. Sú var tíðin, og eigi allfjarri, að Islendingar sóttu sjó á opnum bátum eingöngu. Var það eigi síður þorraun og þrekraun lxeld- ur en sjósókn nú á dögum. Enn lifa margar sögur á vörum manna um þrautir þær, hættur og æfin- týr, sem hinir gömlu sjósóknarar 'komust í, og sumum af þeim sög- um hefir verið forðað frá því að falla í gleymsku með því, að þa?r hafa verið skrásettar. Hinar týnd- ust jafnharðan og söguhetjurnar fjellu í valinn. Og eftir nokkur ár er kynslóð sú, er háði baráttu við Ægi á veikbygðum árafleyt- um liðin undir lok og saga þeirr- ar útgerðar fyrnist jafnhliða því sem eykst „framfarabrutlið1', sem Benedikt Gröndal kallar svo. Jeg ætla að segja hjer frá einni sjófetð sem merkileg er að mörgu leyti. Sú saga hefir það fram yfir ýmsar aðrar sögur að hún er sönn. Hefir einn af þeim, sem í förinni var sagt mjer frá henni og er saga hans á þessa leið: — Það var í ofanverðum ágúst- mánuði árið 1896. Við rerum frá Karlsskála í Reyðarfirði. Það var einn dag, að menn höfðu alment róið, en bátur.okkar misti þá alla aðra lóðina af völdum straums. Við vorum þó ekki úrkula vonar um að finna hana aftur, því að oft kom það fyrir að týndar lóðir fundust er straumur breytti sjer. Daginn eftir var allhvast og sátu þá allir í landi aðrir en við. Hugð- um við að hafa upp á lóðinni og fiska um leið, ef eigi gerði ófært veður. Á bátnum voru þessir fjór- ir menn: Helgi Eiríksson frá Karlsskála, sem þá var formaður þótt ungur væri, aðeins 16 ára, bræður tveir, Ásmundur og Ari Helgasynir og hinn fjórði Þor- leifur Stefánsson. Annars vom venjulega fimm á bátnum og var liinn fimti Guðmundur Stefánssort, bróðir Þorleifs, en þennan dag var iiann veikur. Eins og áður er gétið var all- hvast þennan dag um morguninn og stóð af suðaustri. Þeir fjelagar lijeldu samt ótrauðir út til hafs og lögðu tvær lóðir mitt á milli Seleyjar og lands. Meðan legu- tími var, sigldu þeir út og norður fyrir Seley til þess að skygnast eftir lóð þeirri, er þeir mistu dag- inn áður, en fundu hána eigi. Síðan drógu þeir lóðirnar og fengu sæmilegan afla svo að bát- urinn var nokkuð siginn. Var þá komið besta veður og beittu þeir því að nýju aðra lóðina og lögðu hana aftur. Meðan þeir biðu þess að tími væii kominn til þess að draga hana, snæddu þeir mið- degisverð og löguðu til í bátnum. Fluttu þeir meiri hluta aflans aft- ur í skut, því að jafnan var dregíð fram í barka og sigu því bátai fljótt að framan ef sæmilegur afli var. Það var siður þá, tekinn eft- ir Færeyingum, að stokka upp á fjöl, jafnótt og lóð var dregin; var höfð fjöl þvert yfir bátinn framan við fremstu þóftu, og þar raðað önglunum á. pegar beitt var, voru te'knir nokkrir önglar í senn og dregnir fram af fjölinni og látnir lafa með beitunni á og þótti þetta mjög þægileg oy góð aðferð, og alveg furðu fljótlegt að leggja lóðir úr slíkri þvælu, sem oft virtist vera. Nú bj^rja þeir að draga lóðina og var þá komið blíðalogn og rennisljettur sjór. Helgi átti að draga, en Þorleifur og Aiú voru rjett fyrir aftan hann og áttu að stokka lóðina, en Ásmundur var í austurrúmi. Var þó laust við að andæfa þyrfti og bjóst liann við að eiga „náðaga æfi“ meðan dregið væri. Þegar Helgi hefir dregið svo sem 10—20 faðma af uppistöðunni, kemur heldur en ekki hnykkur á bátinn og heyrist ógurlegur brest- ur. Sjá þeir fjelagar hvar haus á hval er kominn inn í bátinn milli Ilelga og hinna tveggja er næstir voru. Varð þetta með svo skjótri svipan, að eigi var umhugsunar- tími um hvað til bragðs slcyldi taka. En eins og elding þaut það í hug Helga, að hann s'kyldi kasta út vaðnum og duflinu, því að ef þetta væri illhveli, þá mundi það ef til vill snúa frá bátnum og ráðast á belginn. Ilafði hann í æsku heyrt, að menn hefði bjarg- ast á þann hátt undan illhvelum. Fleygði hann þá öllu útbyrðig og þaut aftur í bátinn. Varð það þeim fjelögum happ. Hvalurinn seig niður með hægð og greip Ari í einhverju fáti ár, og rak á eftir honum niður í sjóinn. En á bátn- um sáust ískyggileg verksummerki. Var í hanif stórt skarð, alveg niður að kili, og svo hafði höggið verið snögt, að líkast var því, sem stvkki hefði verið sagað ur honum. Var hvergi flísað út úr sáruuum, en skarðið svo stórt að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.