Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1926, Page 6
1 .K8HÓK MORG0NBLÁÐSINS
11. apríl ’2tí.
0
talað í símann á ísufirði, var í
verinu. Loks var það ráð tekið
að sækja stúlku til næsta ba^jar,
bún var heilsulaus og ónýt til
ailrar útivinnu og hafði því ver-
ið send á kvennaekóiann eitt ár
sjer til hcilsubótar. Og svo riðu
hjónin í erfisdrykkjuna.
Nú hringdi tólið á Yxnalæk og
kvennaskóla3túlkan fór inn til að
svara. Bórnin á Yxnalðek eltu
hana öil í haiarófu, þau ætluðu
að nota tækifærið til að svala
forvitni sinni, því þegar Guð-
brandur var heima, harðbannaði
hann þeim að koma inn i sima-
stofuna. Nú gláptu þau öll á tól-
ið eins og naut á nývirki og
gátu ekki stilt sig um að láta
undrun sina í ljósi með hávaða
og gauragangi.
Kvennaskólastúikan hafði Jagt
heyrnartólið að eyranu, hallóaði
en heyrði ekki neitt fyrir háreyst-
inni í krökkunum, hvernig sem
liún sperti eyrun.
»Andskotans læti eru i ykkur,
skammist þið ykkar og þegið þið,
annars rek jeg ykkur út. Skárri
eru það nú bölvuð ærslin«.
Krakkarnir hljóðnuðu í bili og
stúlkan gat greint lága rödd í
simanum: »Þjer látið hæst sjálf,
heyrist mjer!«
Kvennaskólastúlkan náfölnaði.
Hún var kjarklitil ag veikluð
fyrir, og þetta var henni ura
niegn. Þessi rödd kom úr und-
irheimum en ekki frá menskum
mönnum. Og hún hneig niður á
gólfið með froðufalli og með tólið
í hendinni. En börnin flýðu út
og skeltu hurðinni á eftir sjer.
I þessum stellingum var hún
þegar hjóuin komu heira. Guð-
brandur helti yfir hana fullri
skjólu af vatni og hafði þrívegis
endaskifti á henni. Loksins fór
hún að ranka við sjer og stóð á
því fastar en fótunum — á fót-
unum gat hún að vísu ekki stað-
ið ennþá — að hún hefði talað
við skrattann í simanum. Og hún
þorði ekki annað en tala í bljóði.
Hún varð aldrei jafngóð eftir
þetta og seint á engjaslætti sál-
aðist hún.
Þetta dulaifulla fyrirbrigði
barst út um sveitina, og það fór
hrylliugur um garala fólkið. Sím-
iun varð aðal umtalsefni sveitar-
Sjóvátr.: Sfsni 542.
Munið eftir
þessu eina
innlenda íjelagi
þegar þjer sjó- og bruna*
♦ryggid.
Brunavátr.: Sfmi 254.
Pósthólf 718.
Simnefni: Insurance.
Vigfns Gnðbrandssen
klæðskeri. AAalstrætl 8'
4v»»lt byrgur af fata. og frakkaefnum.A1 taf ný efni með hreiTÍ ferð.
AV. Saumastofunni er lokaA kl. 4 e. m. alla laugardaga.
Efnalang Reykjaviknr
Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug.
Hrein8ar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað
og dúka, úr hvaða efni sem er-
Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fje!
innar ogflestir urðu þeirrar skoð-
unar að það væri bráðhættulegt
að koma nærri honum. Hann
gæti beinlínis drepið fólk.
Guðbrandur bar sig karlmann-
lega og kvað þetta vera hjátrú
og kerlingabækur. En í laumi
ljet hann líftryggja sig.
l’eim fækkaði óðum sera komu
að Yxnalæk til þess að nota sím-
ann. Stundum liðu tvær vikur
milli þess að Guðbrandur fjekk
fimmeyring og stundum þrjár. Og
það kom ekki ósjaldan fyrir að
fólk, sem kvatt var til viðtals i
símann, neitaði að svara. Að
minsta kosti vildi það vita vissu
sina fyrst um það, hver væri
»hinu megin við vírinn«,
Land8Ímastjórinn furðaði sig á
skýrslunum frá Yxualæk. Á víð-
lendum eyðiblöðunum var lítið
annað að sjá en gapandi eyður;
aðeins ein og ein tala á stangli
eins og mús i eyðimörkiuni Sa-
ba ra. Og bann ákvað að leggja
stöðina niður, vegna þess að hún
væri óþörf.
Þetta vakti fögnuð í sveitinni,
og þingmaðurinn, sem hafði út-
vegað símann, fjell við næstu
kosningar.
En enginn varð þó glaðari en
Guðbrandur. Hann hafði elst um
20 ár á þessum stutta tíma, sem
hann var simastjóri og var orðinn
hjartveikur og taugaveiklaður eins
og rammfælinn hestur, þó haim
ljeti lítið á þvi bera. Nú var
hann laus úr stofufangelsinu og
eins og nýr maður.
Svoua fór um simanu á Yxna-
læk. Og sveitinni var borgið.
En um ástæðuna til þese, að
svo fáir notuðu síraann þar, fjekk
landsímastjóritm aldrei að vita.
Síst kann mína svekkja lund^
síður yndi banna,
Þótt jeg yfir gangi grund
götu forlaganna.
Björn Oiafssou.