Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 4
4 IiESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 30. maí 1926. Vigffis Gnðbraudsson klæAafceri. AAalstraatl 8' ivalt byrgur af fata. og frakkaefmim.Altaf ný efni með hrerri ferC AV. Saumastofunni or lokaA kl. 4 o. m. alla laugardaga. Efnalang Heykiavíknr Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eyfcur þægindi! Sparar fje! enda eykur það ánœgjuna, að liafast sem mest við á sömu stöðvum og hafst var við til forna um þingtímann. Aðrir tjaldstaðir hygg jeg því að ekki komi fcil greina en Vellirnir, Almannagjá og Spöngin og Þingvallatún. En Almannagjá upp frá Oxará geri jeg ráð fyrir að þurfi að vera frjáls almenningi til skemf- unar. Og gjáin fyrir neðan Oxará niður að Hestagjá kemur vitan- lega ekki til greina. Um annan stað er þar því ekki að ræða en aðeins Hestagjána, en hún er líka góð, að hafa hana til þess að grípa til, ef í nauðir rekur, þegar þar að kemur. Spöngin er, eins og kunnugt er, skemtigöngustaður, og skoða jeg því, að hún eigi ekki að koma til greina í þessu sambandi, nema þá út úr neyð, enda mundu þar ekki rúmast nema fá tjöld. Efri-Vellir og Þingvallatún. Vellirnir fyrir neðan kastala eru of rakir, til þess að hægt sje að tjalda þar, en Efri-Vellirnir eru aftur á móti kjörinn staður fyrir tjaldborgina, ef þeir væra sljettaðir; því að eins og þeir eru nú, sundurskornir af einlægum hestagötum, er mikið af þeim 6- 0 hæft til þess að reisa þar tjöld. Tillaga mín er* því, að Efri- Vellirnir sjeu sljettaðir; en verði vart við hleðslur eða leifar af mannvirkjum, ætti að sjálfsögðu að mæla það alt og athuga og merkja á Þingvallauppdrætti. — Jafnframt þarf að taka skóg- græðslustöðina til athugunar og gefa vellina innan hennar frjélsa, svo að þeir geti runnið saman við hinn annan hluta vallanna í eina heild. Þá þarf ennfremur að fylla upp eða jafna og græða vatns- grófir, og eins sand- og malar- tökugrófina á Efri-Völlunum, sem er til stórlýta, eins og við hana hefir verið skilið. Þessu verki þyrfti öllu að lúka eigi síðar en sumarið 1927, svo að Vellirnir verði fullgrónir 1930. Eins væri æskilegt, að vatnsleiðsla væri lögð til afuota um hátíðina, úr ánni ofan úr Almannagjá og nið- ur á Vellina, svo að unt væri að ná í vatn, hæfilega víða, með liægu móti. Þyki þetta of mikið í ráðist fyrir kostnaðarsakir, sje jeg ekki betur en að nauðsynlegt sje, að fá túnið á Þingvöllum á leigu undir tjaldborgina 1930, ef unt er á aimað borð að komast af aðeins með annanhvorn staðinn og þeirra gerist ekki beggja þörf. En þó að Efri-Vellirnir yrðu ekki notaðir, ætti samt að fylla upp sand- og malartökugjótuna á Efri Völlunum og breyta gyrðingunni um skóggræðslustöðina. Staðir fyrir bifreiðar. Eitt af því sem talca þarf á- kvörðun um, er staður eða stað- ir fyrir bifreiðar, svo að þær sjeu ekki til óþæginda og leiðinda þar, sem síst skyldi. Einnig þarf að sjá um, að þeir, sem sækja þjóðhátíðina á hestum, eigi kost á hagbeit fyrir hestana, eins og þörf krefur. Jafnframt þarf að hugsa fyrir ýmsu fleiru, eins og t. d. salernujB. Skipulagið á Þingvöllum og ak- vegurinn í Almannagjá. Um uudirbúning þjóðhátíðarinn ar er mjög áríðandi að gerð sje í tæka tíð, eða eigi síðar en fyrir næsta þing, fullkomin áætl- un um alt skipulagið á staðnum á þjóðhátíðinni. En í því sambandi er það höfuðatriði í mínum aug- um, hvað gera á við veginn í Al- mannagjá. Málið er svo vaxið, að rannsóknir mínar á Þingvöllum hafa leitt til þess, að jeg tel mig geta sýnt fram á það með gildum rökum, að Lögberg hafi verið á einum ákveðnum stað við Al- mannagjá, þaðan æm gengið hef- ur verið upp á það um sjálfgerð steinþrep, er bera þess merki, að brúnir þeirra eru máðar af sliti, en almenningur hafi á Lögbergs- samkomum setið á bekkjum í gjánni undan Lögbergi. Fallist menn á röksemdir mínar í þessu efni, geng jeg að því vísu, að almenningur óski þess, að aðal- minningarathöfnin 1930 fari fram á þessum veglega stað, í liinum háreista hamrasal Þingvalla, þar sem ræðuhöld, söngur og hljóÖ- færasláttur mundu njóta sín svo vel, af því hvað undursamlega hljóðglögt er í gjánni, eins og all- ir þekkja. En á þessu eru þeir annmarkar, að akvegurinn liggur einmitt þarna eftir gjánni, um helgasta staðinn á Þingvöllum, eða sjálft Lögbergssamkomusvæðið, — eftir því, sem jeg tel mig geta sýnt fram á. En þetta mál verður ekki rætt fyr en eftir að jeg hefi birt röksemdir mínar í þessu efni, og á það því ekki við, að jeg geri veður út af því að svo stöddu. VerkaskLfting. Þess hefir verið getið í blöðum, að Vestfirðingar hafa hafist handa um nefudarskipanir, til /undirbúnings þátttöku þeirra í þjóðhátíðinni. Væri æskilegt, að ríkisstjórnin setti sig í samband við þessar nefndir, og skoraði á sýslunefndir annarsstaðar að fara að dæmi Vestfirðinga, og skipa 'menn til þess að hafa slíkan und- irbúning fyrir hönd sýslubúa í hverri sýslu, svo að yfirlit gæti orðið fengið um það sem allra fyrst, hversu stórt svæði til tjald-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.