Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1926, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. maí 1826. Irolle SRohe h.f. Rvfk. Elsta vátryggingarskrifstofa landsins. — Stofnnð 1910. — jAnnars vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ábyggilegum fyrsta flokks vátryggingarfjelögum. Margar milljónir króna greiddar innlendum vá- • tryggjendum í skaðabætur. Látið því aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. THORDUR S. FLYGENRING, Calle Estación no. 5, Bilbao. Umboðssala á fiski og hrognum. — Símnefni: »THORING« — BILBAO Síinlyklar: A. B. C. 5th, Bentley’s, Pescadores, Universai Trade Code & Privat. Heimabruggun eykst í Bandarikjuntun, svo mönnum list ekki á blikuna. 1 enska blaðinu ,Morning Post‘ er frá því sagt nýlega, að nú lxt- ist amerískum bannmönnum ekki á blikuna. Lengi hafi heimabrugg un verið mi'kil í Bandaríkjunum, en nú keyri úr bófi, því ný upp- götvun hafi verið gerð, sem geri heimabruggun svo auðvelda sem mest má verða. Fyrir fáa aura er eftir þessum ,,kokkabókum“ hægt að gera sjer drykk, sem að eiginleikum og gæðum er áþekt Whisky. — Notuð er til þessa ein flaska af ediki og noklkur efni ódýr, sem hægt er að fá í lausasölu í lyfja- búðum. Er nú ekki annað fyrir hendi, segir blaðið, en að hætta við alt bann, ellegar taka sig _ til, og banna edik. Eigi er getið urn nafn á manni þeim, er fann þetta bruggráð, og leiðarvísir til bruggunarinnar er hvergi prentaður, en hann flýgur eins og eldur í sinu manna á milli um öll Bandaríkin. Skrítlur. f París. — Þjer kvartið um, að það snjói svo mikið hjerna í París, en við höfum, svei mjer þá, líka haft snjó í Nizza! — Hann hefir þá sjálfsagt verið ögn heitari en hjerna. Hverjum trú. Frxxin (við stúlku, sem sækir um pláss sem barnafóstra): — Mað- urinn minn er ákaflega vandfýs- inn með val á barnfóstrum. Þjer eruð dáindis geðsleg ásýndum, en eruð þjer nú trú? Stúlkan: — Hvað á frúin við? Gagnvat't barninu eða gagnvart húsbóndanum ? Húsbóndinn hefir heyrt til inn- brotsþjófa og rokið upp úr rúm- inu með skammbyssu 1 hendinni 'til að reka þá á burt. Þegar hann íkemur aftur inn í svefnherbergið til konunnar sinnar, segir hann: — Nú geturðu sofið róleg áfram, hjartað mitt! Jeg skaut annan þeirra; en sá, sem jeg mið- aði á, slapp burtu. Hjá lækninuEi. — Svo þjer þjáist af svefnleysi. Þá skuluð þjer bara borða eitt- hvað, áður en þjer farið að hátta. — Nú, en seinast, þegar jeg var hjá yður, sögðuð þjer, að jeg mætti ekki borða rjett áður en jeg færi að hátta. — Já, það var nú í haust er leið. En vísindin hafa tekið fjarskalegum framförum síðan. Á jólunum. Móðirin (við drenghnokka): — Hvað er það, sem þú ert að brjóta heilann um þai'na, góði minn? — Jeg er að hugsa um, hvort jeg eigi nú heldur að borða yfir mig í kvöld eða geyma nokkuð af jólamatnum þangað til á morgun. Óbrigðult merki. — Loksins hefi jeg fengið hatt, sem fer mjer vel. — Hvernig veistu þaðí — Jú, því engin af vinstúlkum mínum hefur sagt eitt einasta orð urn hanru Kurteis/. — Jeg bið yður mikillega að afsaka, að jeg ekki spyr, hvernig henni móðir yðar líði. En jeg er nýbúinn að frjetta, að hún sje dáin. Tíðarandmn. — Mjer finst þú ættir ekki að vei'a að reykja vindlinga, dreng- ur minn, jafnungur og þú ert. — Nei, en ef jeg reyki pípu, þá hlægja hinir strákarnir að mjer. Hjónasamtal. — Hvað heldurðu þú mundir gera, Gunnar, ef þú mistir mig? — Jeg gengi af göflunum, — misti vitið. — Heldurðu þú mundir gifta þig aftur? — Nei, svo brjálaður held jeg þó varla að jeg yrði. Tvirætt. — Já, jeg skal lána yður 50 krónur. Þjer getið borgað þær við tækifæri. — En jeg er gamall maður. — Ef jeg nú skyldi deyja....... — Nú, þá er tapið ekki svo mikið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.