Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1926, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1926, Blaðsíða 2
tiBSBÓK M0RGTJNBLAÐ8IN8 f. nóv. ’26. 2 inn á villigötur og Jiverfa sam- an við önnnur hljóð. — Sem damii má nefna að milli 1200 og 1250 renna saman í eitt liljóð lokað e í b e r a og opið eí telja og ber hið síðarn. sigur úr býtum.Um sama leyti renna saman o (= o) og 0 (svipað u nú) og mynda vort núverandi ö hljóð. Ennfr. renna saman hljóðin œ (þ. e. ö) og æ (þ. e. e) )og ber hið síðara sig- ur úr býtum. Loks brenglast hin fomu hljóð o og á og verður úr þeim síðar vort á (þ. e. au). Rjett- ritun vor hefir gefist upp við að halda í þessar gömlu hijóðtákn- anir, sVo að allri alþýðu er óljóst, hve miklar breytingar á hafa orð- ið og það á næsta skömmum tímn. En svo að jeg nefni breytingn, sem öl'lum er kunn og eiga mun fyrstu rætur sínar nálægt þessu, þótt eigi komi hún fyrir alvöru upp fyr en mi’klu síðar (ca. 1450), þá er það breytingin y > i- Þeirr- ar breytingar gjalda. nú öll islensk börn, er læra. eiga listina að skrifa rjett. — Væri ekki ófróðlegt, ef barnakennarar vildu gefa. slkýrsl" ur um það, hve mikið af tíman- um færi til þess að kenna krökk- unum, hvar þau eiga að skrifa einfalt og tvöfalt i. Hin byltingin á málinu, sem orðið hefir á siðskiftatímanum er hljóðdvalarbreytingin, en að hún komst á, er eflaust að miklu leyti að kenna undanfarandi breytingu á hljóðgildi sjerhljóðanna, er hófst á Sturlungaöldinni. Því ekki var lengur brýn þörf að greina sund' ur f a r og f á r með lengdarmur eftir að hið langa f á r var orðið f aur. Báðar þessar byltingar hafa nú fært oss feti fjær málfari forn- manna og rjettum skilningi á rit- ujm þeirra. Einkum hafa þær, og þá ekki síst hljóðdvalarbreytingin. gert oss erfitt fyrir að meta rjetti" lega 'ljóðagerð þeirra, hætti bund- ins máls og hrynjandi óbundinnar ræðu. Þetta skin út úr orðum Sig. Kr. Pjeturssonar í Hrynjandi ís- lenskar tungu (bls. 216), er liann segir: „Sá er munur á ritum flestra höfunda, er uppi hafa ver ið eftir 1400 og alt til þessa, að eigi tjáir að taka dæmi hlifðar laust úr bókum, þótt þær þyki góðar, ef sýna skal fagra hrynj' andi.“ Þrátt fyrir alt megnaði Jivorki Sturlungaöldin nje siðaskiftaöldin að slíta samhengi málsins. Það eigum vjer, sem betur fer, órofið aftur á víkingaöld. En í ölduróti hennar er íslenskan, sem kunnugt er til orðin úr frumnorrænu og þar hefir byltingin orðið svo gag'n ger, að samhenginu fr slitið við móðurtunguna. En enginn þarf að harma það, því feður vorir L frumöld Norðurlanda hafa ekki Iátið eftir sig nein stórvirki í heimi bókmentanna nje markað nein spor í 'list orðsins. En víkjum nú aftur að því, er í öndverðu var frá horfið, en það er ástand og horfur málsins nú. fslenskan er — eins og hið fyrirlitna landsmál Norðmanna — sveitamál, bændamál, munurinn er sá að íslenskan hefir um langan aldur verið tamin við bækur, en landsmá'lið eigi. Rosknir menn nmna þá tíð, að ekki var öðrum atvinnuvegum til að dreifa hjer á landi en búskap til lands og sjávar, á báðum stöðunum með alíslensku afgömlu sniði, er hald- ist hafði óbreytt eigi aðeins um tugi heldur um liundruð ára. ís* lenskir fjármenn hafa auðgað mál- ið að heitum á - litarauðkennum sauðfjár, og íslenskir fiskimenn eru höfundar að heitum á hverju einstöku beini og vöðva þorsk' haussins. Þetta er ævagömul inn- lend menning bygð á fábreyttum takmörkuðum venjum og lifnað' arháttum. Meðan svo gekk, var ekki mikil hætta á því að tungan bréyttist. En nú, — nú er alt á hverf- anda hveli í þjóðlífinu. Framfar' irnar ern kunnari en frá þurfi að segja og stórstígari en dæmi eru til úr sögu Mendinga á um-. liðnum öldum- Sjávarútvegurinn hefir gerbreyst: gömlu mennirnir rjeru á m\in í opnum bátum, yngri inennirnir róa á mótorbát' um, án þess þó að hafa árar á þorð, en yngsta kynslóðin „fer í túra“ á togurum, ef jeg kann að fara rjett með það. Með upp- gangi sjávarútvegsins hefir farið vöxtur sjávarþorpanna. Nú era hjer til jafnvel litlar borgir með öTTti riíheyrandi • brrrgrmmm og bol- víkingum, auðugum mönnum eða a. m. k. efnuðum mönnum, kaup- mönnum og útgerðarmönnum, og fátækum verkalýð. Og stjettabar' áttu höfum við einnig fengið, þótt enn sje hún eigi svo liörð og víða annarstaðar. Ennþá hanga íslenskir bændur á horriminni við gamált búskap- arlag, sem nú er löngu hætt aö vera gott, En hve lengi verður það? Allir vilja breyta til, þótt getuna vanti víst æðimarga eða flesta. En þetta kemur með tim' anum. Væntanlega á grasræktin eftir að taka stórmiklum framför- um og verða rekin í stórum stíl með verkfærum, sem enn eru óþekt á íslenskum sveitaheimilum. Og hver veit nema innan skamms rísi upp í sveitunum stóreflis iðju- ver við orkulindir vorar, fossana, og eigi það eftir að gjörbreyta enn lifnaðarháttum sveitamanna. Mjer virðist margt ólíklegra en að svo kunni að fara. Lengra þarf ekki að rekja þetta mál. Niðurstaðan er sú, að svo virðist sem alvarlega verði að gjalda varhuga við tímamótun' umí ef tungan á eigi að brenglast í rótinu sem á er lífi manna, hlut' um og hugmyndum nútímans. Nú býst jeg við að mörgum þyki þetta firrur og bendi til þess, sem er alkunnugt, að nú er ritmál vort með fornlegra og hreinna blæ en það hefir haft um langan aldur, og nú eigum vjer skóla, sem líklegir ættu að vera til þess að halda málinu hreinu og jafna mállýskur, sem annars em ávalt vanar að hverfa fyrir ailkinni skólamentun og auknum samgöngum manna á meðal.Marg* if haldalíka, að vjer tölum alveg eins og vjer skrifum, þótt heldur sje sú trú e. t. v. í rjenun síð' ustu árin. Enda væri þá eitthvað meira en lítið bogið við viUur þær, sem börnin fyíla stílana sínn með. Sannleikurinn er nu sá, að mái' ið virðist vera að breytast, og það á svipaðan hátt og það breytt- ist á Sturlungaöldinni, og það sem verst er: hljóðin virðast nú ekki ætla að verða samferða, held- ur riðlast úr einum flökki í ann' an og valda þar með ruglingi á ytrá úflíti málsíns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.