Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1927, Blaðsíða 7
LBftBéK iM> WH jíJMIJtNS 39 Eystrasaltsríkin. Eftir F. Speder. Mikið undrunarefni var það, w þrjú sjálfstæð ríki risu upp við Eystrasalt eftir ófriðinn mikla, EstLand, Letland og Lithauen. — Merkilegt þótti það einnig að Pól- vetrjar skyldu sameinast á ný í eitt ríki og Finnar fá fult frelsi- Fyrir ófriðinn mikla áttu menn enga von á því, að Eystrasalts- löndin og Finnland myndu losrvi úr viðjum rússneskra yfitrráða. — Sjálfsákvörðunarrjettur smáþjóða hafði litla viðurkenningu hlotið í þá daga, og þegar byltingin braust út í Eystrasaltslöndunum árið 1905 höfðu fæstir hugmynd um, að það voru þjóðernistilfinn- ingar sem kveiktu þann eld; og það voru í raun og veru ráðstaf- anitr keisarastjómarinnar er gerð- ar voru til þess að bæla byltingu þessa niður, sem gáfu þjóðernis- hreyfingu Eystrasaltshjeraðanna byr undir vængi. Og þeg«r heims- ófriðurinn kom til sögunnar gripu þessar þjóðir tækifærið til þess að fara fram á að fá fullkomið sjálf- stæði. í Lithauen hörðust þeir lengi vel Rússar og Þjóðverjar, og gátu landsbúa* lítt horið hönd fyrir höfuð sjer. Viðureigninni Lauk þannig, að Rússaher varð að láta undan $íga. Áður en Rússar yf- irgáfu landið eyddu þeir og spiltu öllu sem þeir gátu, svo að lá við landauðn þegar Þjóðvesrjar náðu þar yfirráðum. Þó landsmenn væru svo illa leiknir, höfðu þeir þó sinnu á að senda fulltrúa á fund þann sem haldinn var í Lausanne í febrúa* 1916- Þar komu saman fulltrúar ýmsra undirokaðra þjóða. Þ.ar voru bo*rnar fram kröfur um að Lithauen skyldi verða frjálst og sjálfstætt ríki. Sömu kröfum var haldið fram «f miklum eldmóði á fundi sem haldinn var í Vilna í sept. 1917. Þar va*r kosin stjórn fvrir Lit- hauen. Um það leyti voru Þjóðverjar .að missa fótfestu í landinu, og þa.r eð þeir sáu að þeir myndu ekki geta haldið þar yfinráðum, fjell- ust þeir á að sjálfstæðiskröfur landsmanna væru rjettmætar. Þó heimsstyrjöldinni slotaði, v.ar höirmungunum þó eigi lokið í Eystrasaltslöndunum- Bolsevikai Rússlands brutust inn í Lithauen, og íbúar þar, Eistlendingar og Letlendingar urðu að horjast í senn við Bolsevika og Þjóðverj.i, til að ná frelsi sínu. Enskt herlið kom þeim til hjálp a*r og losaði þessar þjóðir úr vand ræðunum. En í þeim svifum sam liðsveitir Lithauenmanna voru að ná borginni Vilna á sitt vald, komu Pólverýar þeim í opna skjöldu og náðu borginni undir sig. Pólverjar áttu þá einnig í höggi við Bolsevika. — Pólve.rjar hjeldu borginni þangað til í Júní 1920, þá náðu Rússar henni á sitt vald, en yfirráð þeirra urðu skammvinn, því 12. sama mán var friður s.aminn í Moskva milli Rússa og Lithauenmanna, og sam- kvæmt þeim f.i'iðarsamningi áttu Lithauenmenn að fá borgirnar Vilna, Lida og Grodno. Árið áður í sept. 1919 hafði alsherjarráð Bandamanna ákveðið bráðabúrgða takmörk milli Lithauen og Pól- lands. En ákvarðanir friðarsamn- ingsins í Moskva brutu í bág við þá takmarkalínu. Takmarltalína þessi var nefnd Curzonlínan. Nú lá það í augum uppi, að ef Lithauen-menn viðurkendu ekki Curzonlínuna og sendu t. d. her- sveitir sínar suður fyrir hana, ínn á landsvæði það, sem þeir samkv. Moskvasamningnum áttu yfvr að ráða, þá var viðbúið, að ófriður blossaði upp milli Pólverja og Lit- hauen-manna. 1 sept. árið 1920, sendi pólska stjórnin ávarp til Þjóðabandalagsins, þar sem stjórn in fór fram á .að bandalagið gerði „alt sem það gæti til þess *að fyrii- byggja ófrið á milli Pólverja og Lithauen-manna, með því .að koma í veg fyrir að Lithauen-menn lít- ilsvirtu Curzon takmörkin." Þegar Þjóðab.andalagið hafði heyrt framburð beggja málspa*rta, sendi þ.að nefnd manna til að gera ráðstafanir í málinu. í nefndinni voru Englendingur, Itali, Japani, Spánvorji, og formaður nefndar- innar var Frakki, Chandigny .að nafni. — Nefndin hitti fulltrún beggja stjórnanna og varð undir- skrifaðu*r s.amningur þ. 7. okt. 1920, þar sem ákveðið var, um hvaða landsveitir her þessara tveggja þjóða mætti far.a, án þess nokkur fysrirmæli væru um það, hver væru hin rjettu takmörK landanna. En pólski hershöfðing- inn Zeligowski braut þennan samn ing, hjelt liði sínu út fyri*r um- s.amið landsvæði, og tók borgina Vilna herskildi. Pólska stjórnin kvaðst enga ábyrgð hafa á þess ari herferð Zeligowski, en kvaðst á hinn bóginn ekki geta rekið h.ann burt með valdi, því all- u<r almenningur í land- inu væri því gersamlega mótfaílinn. — Alþjóða- bandalagsráðið gerir nú alskon.ar tilraunir til að koma sættum á, og her- málanefnd bandalagsins lætu,r .afmarka friðar- spildu milli landanna. — Inn á þá spildu mátti eng inn herm.aður stíga fæti, með því móti var hægt að .afstýra ófriði. En bandalagið gat með engu móti fengið Pól- verja til þess .að sleppa yfirráð- unum yfir Vilna. Málið kom til umræðu á öðrum fundi Þjóðabandalagsins, en ómögu legt reyndist sem fyr, að koma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.