Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Blaðsíða 5
LESBÓK MOROUNBLAÐSINS
221
Undanfarna dajra, cfia síðan farið var að iolja atkvæði í liinum
ýmsu kjördæmum, liefir Morgunblaðið jafnan birt kosningatiilur i
sýningargluggum sínum og hefir stundum verið margt um manninn
þar fyrir framan. — Myndin hjer að ofan var tekin af mannþyrp-
ingunni við gluggana einn daginn og gefur hún nokkra hugmynd um
]>að hvernig fólk hjer í bæ sækir frjettir til Morgunblaðsins. Oft var
þó mörgum sinnum fleira af fólki fyrir framan glugga blaðsins, held-
ur en þegar myndin var tekin.
líf okkar. Þeir dýpka það og
breikka, jafn vel þótt þeir sjeu
ekki mikilvægir frá hagnýtu eða
efnislegu sjónarmiði.
\ Það vai- einn af þessum atburð-
um, sem nokkurs eru virði, að
ihitta þennan mann í fyrrakvöld.
Ef hann hefði verið fyrir utan
mitt eigið umhverfi, fjarri því and
rúmslofti, sem hann lifir í, getur
verið, að hann hefði ekki haft
þessi álirif. Hvert. smáatriði á sinn
þátt í andlegu lífi einstaklingsins.
Við liöfðum gengið gqgnum fjör-
uga og önnum kafna mannþröng-
ina í ítalslca hverfinu, þar sem
raðir af bílum standa hjá frægum
veitingastöðum, — ])ar sem glaðleg
samkvæmi eiga sjer stað bak við
niðurdregin gluggatjöld; - við höfð
um farið frani hjá hópum manna,
sem voru að skrafa saman á stjett-
unum við ljósið úr búðargluggun-
um, og höfðum sjeð káta elskend-
ur og’ fjölskyldur reika um. Því
meiri voru viðbrigðin og því meiri
áhrifin, er við komum inn í stóra
og veggjabera vinnustofuna, þar
sem hann eyddi kvöldinu, eins og
oftast endranær, einn og ixt a£
fyrir sig. Hann? Hver? Það skiftir
ekki máli.
Dymar voru ólokaðar, og ljós-
geisla varp á móti okkur, er við
komum nær. Hann hafði verið að
lesa við gasofn, sem logaði á, og
suðaði mjúklega í ofninum. Fjórir,
hvítir veggir, sem höfðu verið ró-
legir fyrir stundu, urðw kvikir af
skuggum okkar. Ekkert var í hev-
berginu, sem gat mint noklcurn á
venjulegar nauðsynjar lífsins. —
Hann átti þarna heima, og þó var
það ekki heimili, hafði ekki á sjer
neinn heimilissvip. Tvö líkneski
stóðu á borði; á gólfinu voru
pokar með leir; þetta þurfti hann
til að láta eðli sitt í ljós á áþreif-
anlegan hátt. Ennfremur var þar
opið piano og ófullgerð tónsmið,
náttúrlegur söngur eða sársauka-
vein. Og loks bækur, — ekki mjög
margar, ef til vill tuttugu, alls —
vísdómur og andlegleiki Tndverja,
góður skáldskapur, hinar ströngu
skoðanir hins þjáða afburða-
manns, Carlyle, og sumar hliðar á
hinum mörgu trúarbrögðum heims-
ins; engar skéldsögur af neinu tæi.
Hann var ekki mjög ræðinn.
Fólk, sem lifir út af fyrir sig,
verður ómannblendið og varkárt.
Það skilur ekki okkur, sem eigum
ættingja og vini og getum talað
um lijartans mál okkar við.ókunn-
uga, — okkur, sem höfum altaf
svo mikið að segja. Hann var einn
af þeim mönnum, sem hrakið hefir
burt frá fólki smátt og smátt, fyr-
ir ástæður sínar og eðli. Ekki
mannhatari nje bölsýnismaður,
heldur maður, sem þarf ekki á öðr-
um að halda til fjelagsskapar eða
skemtunar. Maður, sem getur lifað
með sjálfum sjer daginn út og
daginn inn, — þar að auki ungur
maður.
Leikhúsið, sem við fórum í, eftir
að við komum frá honum, var
troðfult. Flest.af fólkinu var eins
og jeg eða þú, — altaf að fara
eitthvað eða gera eitthvað. Hugur
minn hvarflaði aftur að berri, fer-
hyrndi stofunni, þar sem þessi
maður lifir lífi sínu, við hugsanir
sínar og drauma, þrár sínar og
sorgir. Hann hlýtur að lifa sterku
og innilegu lífi, ef dæma skal eftir
því margvíslega starfi, sem hann
hefir með höndum.Skáld, tónskáhl,
myndhöggvari, — lianji er þetta
alt. Yera má, að hann hafi ekki
ennþá innt neitt stórvirki af hönd-
um.Verið getur, að hann geri aldrci
neitt, sem veiti honum fje eða
frama. En samt sem áður er það
svo, að þegar við hittum í hring-
iðu anna okkar slíkan mann, sem
sálarlíf ið, andleg verðmæti, eru
meira virði en nokkurt annað, þá
getum við ekki annað en virt hann.
Við förum að hugsa um, hvort ekki
sje unt að afla sjer geysilegra auð-
æfa í einverunni, — ekki auðæfa í
fjármunum eða| peningum, lieldur
auðæfa þess manns, sem ekki
skuldar neinum neitt, af því að
hann ])iggur ekkert af öðrum.
Sá, sem lifir einn, la^rir ekki að
leika í hinum daglega skopleik fjc-
lagslífsins eða athafnalífsins. ITann
þarf ekki á ])jer eða mjer að hald.v
til að hjálpa sjer að eyða tímanum.
Ilann er sterkari en við, sem þurf-
um að finna til ástar fjölskyldu
okkar, vinarþels vina okkar og
kurteisi kunningja okkar. Hann
getur án alls þessa verið. Aftúr á
móti lærir hann að hugsa, athugar
fólk og háttu heimsins, og ef til
vill verður hann þannig smátt og
smátt maður, sem er umgirtur í
einveru sinni af djörfum dáðum.
Um slíka einveru ritaði Nietzsehe
á þessa leið: „Fjarri sölutorginu og
fjarri frægðinni gerist allt, sem
mikið er.“
í nýkomnu brjefi ségir Ma gnús