Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Blaðsíða 6
222
L&6BÓK MOBOUNBLAÐöLNS
í Wiirtemberg er fjárrœkt mikil. Þar eru árlega haldnar miklar sauðfjársýningar. Verðlaun eru
veitt fyrir heilar lijarðir, en elcki einstakar afbragðskindur. Koma bændur á sýningar þessar með
hjarðir sínar. — A myndinni er ein slík verðlaunahjörð.
Barónarnir í Rosendal
af fslensknm ættnm.
Ræða flutt í útvarpið eftir Guðmund Hannesson.
meðal annars: ,,Núna í vikunni
verður opnuð liin stóra árlega lista-
sýning hjerna. Jeg sendi þangað 4
hluti, sem jeg býst við að verði
sýndir þar.-----Mjer er talsverð
forvitni á að vita hvernig þeim
verður tekið, því að þetta er það
fyrsta sem að jeg sýni hjer vestra.
Jeg hafði ekki ætlað mjer að sýna
svona fljótt, ekki fyr en seint á
þessu ári, þegar jeg hefði lokið við
nóg til að halda sýningu einn út af
fyrir mig, og þegar jeg væri búinn
að búa til þær helstu hugmyndir,
sem jeg er búinn að skapa í hug-
anum, en þær standa svo miklu
framar því sem jeg er þegar búinn
með. En kunningjar mínir ráku
mig til þess, ætluðu meira að segja
að senda myndirnar að mjer for-
spurðum hefði jeg ekki látið þær
með góðu. Það getur eitthvað gott
hlotist af þessu, og jeg fæ nú bráo-
um að vita það.“
Mínir ósýnilegu áheyrendur!
Jeg veit ógjörla hvað ykkur
fýsir helst að heyra. Mjer hefði
það verið næst skapi að segja ykk-
ur eitthvað um heilbrigðismál, húsa-
bætur, eða endurbætur á því
heimskulega stjórnskipulagi, scm
við búum við en slikt er ekki sagt
í fáum orðurn og fáir nenna auk
þess að hugsa um alvarleg mál.
Jeg telc því þann kost að segja
ykkur litla sögu. Ef til vill mætti
kalla hana ,Auðvaldið‘ eða ,Hefð-
ingjastjórn', Sá galli er á henni,
að jeg veit ekki hvort rjett er
farið með alt, því jeg fer eítir
því sem mjer er sagt.
i Jeg sigldi fyrir nokkrum árum
inn Harðangursfjörð í Noregi og
þótti þar fagurt um að litast, þó
víða væri hrjóstrugt og gróðurlít-
ið. Beggja megin við rnjóan
fjörðinn voru tignarleg fjöll,
jöklar að sunnan en blómiegar.
bygðir á víð og dreif með strönd-
unum, þar sem fjöllin gengu ekki
sæbrött niður í sjó. Skipið sigldi
þar inn á vík nokkra sunnan
fjarðar og var þar snotur sveit á
nokkru undirlendi og í hlíðumi
upp af því, á að giska 30—50
bæir, en ekki var þó öll bvgðin
stærri sem jeg sá, en væn íslensk
jörð. Er þjettbýli víðast meira í
norsku sveitunum en hjer. Fje-
lagar mínir vildu fara á land til
þess að skoða barónsgóssið Ros-
endal, sem er þar skamt frá en
annars er aðall liorfinn í Noregi
og barónsnafnið með, þó alþýðan
haldi gamalli venju og kalli eig-
andann barón hvað sem stjórn-
málamenn segja. Jeg slóst í förina
og eftir nokkra göngu komumst
við að barónshöllinni, ef svo mætti
kalla. Hún var ríkmannlegur
fernhyrndur húsagarður með
fornri gc;" " ' f'Mu'rgar á