Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Page 1
jUm BreiðamerkurjökuL
Ferðamenn með liesta
h Breiðamerkurjökli.
Hið sorglega og óvenjulega slys
á Breiðamerkurjökli á dögunum,
hefir vakið geysimikla athygli. —
Menn sem aldrei hafi um Skafta-
fellssýslur farið, eiga erfitt með að
átta sig á þeim samgönguerfið-
leikum sem þar eru.
Það er þjóðkunnugt, hve Skaft-
fellingar eru vaskir ferðamenn, og
krnijia á því glögg skil, að koinast
yfir störár, sem engir aðrir en
þaulvanir menn gætu farið. Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi er þeim
þó svo ítæk, að oftast nær er hjá
því komist að fara yfir ána, held-
ur er krækt upp á jökulinn.
Áin er örstutt iy2 km. á lengd.
Fellur hún í einum stokk undan
skriðjökulsporðinum, með gevsi
flugi og rennur í einu lagi til sjáv-
ar, kvíslast alls ekki á þessari
stuttu leið.
Bggert Olafsson segir í Ferða-
bók sinni, að hún sje allra vatns-
falla verst yfirferðar á landi hjer.
Segir hann að fje og jafnvel naut-
gripir sjeu tíðast reknir á jökul-
inn, því áin sje þeim skepnum ill-
fær eða ófær, en hestar komisi
með naumindum eða alls ekki jök-
ulleiðina, vegna þess hve jökull-
inn sje sprunginn. Á dögum Egg-
ers hafa menn eigi verið farnir að
nota íshögg og aðrar tilfæringar
til þess að koma hestum klakk-
laust jyfir jökulinn, og hafa því að
jafnaði þurft að ríða ána.
Þorvaldur Thoroddsen lætur
ekki mjög illa af því að fara jök-
ulinn. Segir að vísu, að það sje
stundum tafsamt að komast þar
leiðar sinnar, og það komi fyrir,
að menn hafi mist hesta uiður í
spnmgur, og hafi þá oi’ðið að
skera þá þar sem þeir voru komn-
ir. —
Um jökulleiðina hefir Benedikt
Stefánsson stúdent frá Skaftafelii
sagt Mbl. eftirfarandi:
Það mun eigi hafa orðið alment
fyrri en fyrir einum 60 árum, að
menn færu með hesta yfir Breiða-
merkurjökul. Til þess að korna
liestum þá leið þurfa menn að
hafa íshögg til þess að höggva
spor eða tröppur fyrir liesta þar
sem þarf að fara um svo brattar
jÖkulbrekkur, að hestar geta ekki
fótað sig í þeim. — En útbúnað
Jökulsprunga.
þenna höfðu menn ekki fyr meir.
Svo iná að orði komast, að í
hvert sinn, sem menn fara yfir
jökuJinn, þá þurfi þeir að gera
sjer veg, ýmist höggva spor upp
eða niður brekkur, ryðja skörð
gegnum ísruðninga eða hryggi og
brúa sprungur með flekum, sem
hafðir eru á jöklinum. Svo mikl-
um breytingum tekur vfir borð
jökulsins, að allar slíkar „vega-
gerðir“ eru að jafnaði ónýtar með
öllu eftir 1—2 daga, bæði vegna
þess, að jökullinn er á sífeldri
hreyfingu, og eins vegna hins, að
vfirborð hans bráðnar þegar frost-
laust er, svo tröppur og ójöfnur
(Framh. á öftustu síðu).