Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 spítalans. og sprungu í sjúkrastof- unum. Hermennirnir ruku sárir og fárveikir upp úr rúmunum og' reyndu að skreiðast út eftir bví sem þeir gátu. — Margir særðust á ný og dóu, ýmist í rúmunum eða í göngum spítalans. Mussoiini var sem negldur í rúmið og gat sig ekki hreyft. En hann var heppií’n eins og fyrri daginn; hann slapp. Uppvaxtar- og námsár. Faðir Mussolini hafði mikinn áhuga fyrir stjórnmálum. Mann- kvæmt var oft í smiðju hans. Þar komu saman ýmsir menn, er óá- nægðir voru með stjórnarfarið í landinu. Mussolini óx upp í því um- liverfi, og hlustaði með áfergju á mál manna. Hann var látinn heita í höfuðið á uppreisnarmanninum mexi- kanska Benito Jaurez, sem var foringi í upprelsninni gegn Maxi- milian keisara. Benito Mussolini segist engin blíðuatlot hafa hlotið í lífinu, nema meðan hann naut umhyggju móður sinnar. Sjaldan fjekk hann svo mikið að borða að hann yrði saddur. Og kaffi bragðaði hann í fyrsta sinn er hann var tvítugur að aldri. Eftir járnsmíðanámið fór Benito Mussolini á kennaraskóla. Var síð- an um tíma kennari í sveitaskóla. Um þær mundir gaf hann sig tals- vert við stjómmálum. í raeðu og riti rjeðst hann á montið í jafnaðarmannaleiðtogun- um, og gerði gys að því, hve mik- ið þeir fundu til sín. Fengu menn snemma það álit á honum, að hann væri róttækur byltingamaður. Síðan brá hann sjer til Sviss. Er þangað kom hafði hann rjett fj’rir einum næturgreiða í vasan- um. Þar fór hann í vinnu með múrurum. En honum þótti vistiu slæm og hvarf þaðan brátt svang- ur og illa til reika. Gerðist hann nú flakkari um tíma, betlaði sjer til matar og lá úti um nætur. í Lausanne komu lögregluþjón- ar að honum sofandi á víðavangi á næturþeli og tóku hann fastan fyrir vergang. Sllkt kom fyrir hvað eftir aunað. Á þessum árum yar bann s^ttur inn bæði i Sviss, Þýskalandi, Austurríki og ítalíu. Á þessum flökkuárum óx mjög föðurlandsást hans. — Þá vandist liann og á að vera sparneytinn í mat og drvkk, og hefir hann hald- ið þeirri venju þó hagir hans hafi breyst. Meðan liann flakkaði land úr landi var hann í múraravinnu við og %nð. En á veturna þegar ekki var unnið að byggingum vann liann sjer inn skildinga til lífsvið- urværis með því að vera í sendi- ferðum og bera farangur fyrir ferðamenn. En hann ljet enga stund ónor- aða, sem hann hafðið aflögu til þess að lesa og fræðast um stjórn- mál og landshagi, og vera á manna- fundum þar sem slíkt bar á góma. Blaðamaður. Er lionum fór að leiðast flökku- lífið hvarf hann heim til þess að ganga í hina lögboðnu herþjón- ustu. Að því búnu gerðist hann kennari á ný, ^skrifaði nokkrar bækur, gifti sig, og fór að gefa út blað, gekk í stjórn jafnaðar- mannafjelags og árið 1912 varð hann ritstj. að aðalblaði jafnaðar- manna „Avanti.“ Þar skrifaði hann forystugreinarnar.Útbreiðsla blaðsins óx mjög í ritstjómartíð hans. Svo skall ófriðurinn ,‘í:> í brjósti Mussolinis börðust tvær andstæður; jafnaðarmaðurinn vildi hlutleysi, en ættjarðarv;nurinn bar- áttu. Ættiarðarástin s’grar. Hann skilur við blað sitt og stofnar annað „Fnpolo d’Italia," með eiu- kunnarorðum á þá leið, að sá sem krafta hafi í kögglum, hati altaf viðurværi nóg. Mussolini vann við blað sitt eins og berserkur. Og þegar ítalir lögðu í ófriðinn varð hann að sýna áhuga sinn í verki með því að ganga í herinn, berjast í skotgröf- unum. Er hann sneri aftur í ritstjóra- stólinn var mikil breyting orðin í landinu. Á skrifstofunni hafði hann ekki stundlegan frið. Þang- að hópaðist múgur og margmenni og heimtaði að hann útvegaði sjer atvinnu. Er barið var að dyr- um var það vana viðkvæðið að biðja þann ,sem næstur stóð að rjetta komumanni 10 líra til hugn- unar. Nú fór að bera á bolsahreyfing- unni. Mussolini gerði ekki mikið úr því. Hann sagði sem svo, að myrkravöld bolsa gœtu aidrei náð tökum á ítölum, land þeirra væri of sólríkt til þess. En bolsar gerðust brátt ærið aðsúgsmiklir utan nm skrifstofn blaðsins. Það sást á skrifborði (Mussolinis, að hann þóttist þurfa að vera við öllu búinn. Innan um blöðin á borðinu hans voru tvær skammbyssur, handsprengjur og rýtingur. Þar stóð venjulega mjólk urglas, sem Mussolini drakk tir, því sjaldan liafði hann tíma til þess að fara af skrifstofunni til að matast. Eitt sinn varj hægindastóll sett- ur inn á skrifstofu hans. Brást Mussolini reiður við því tiltæki; sagði að tvent væri það sem dræpi allan dug úr mönnum, og það væru hægindastólar og inniskór. Þegar bolsar byrjuðu að safna flokkum til baráttu, var Mussolini strax tilbúinn til þess að taka á móti þeim. Hann gekkst fyrir stofnun fascistaflokka. Augljóst var að búast mátti við baráttu. Þegar d. Annunzio tók Fiume á sitt vald, fór Mussolini þangað í flugvjel til þess að kynna sjer ástandið þar. Ríðan byrjaði hann stórfelda fjársöfnun handa Fiume mönnum. Árið 1920 bíður hann ósigur f kosningum. — Þá sjást f> honum þreytumörk um stund Fascistar verða víða fvrir hnjaski. Horf- urnar fyrir þeim ekki glæsilegar. Árið 1921 kemst hann á þing. Þá hafa faseistar 33 þingsæti. — Stuttu síðar segir hann and- stæðingum sínum að hann muni hugsa sjer að reka þingmenn burt. Fascistar taka völdin. Haustið 1922 halda fascistar al- mennan flokksfund. — Þar segja þeir öllum andstæðingum sínum miskunnarlaust stríð á hendur. Á fám dögum taka þeir öll völd f landinu. — Þ. 28. okt. undirbýr Mussolini nð halda liði sínu til Rómaborgar. Næsta dag símar herforingi einn í Róm til hans. — Hann sendir út aukablað af blaði sínu og fer sfðan með lestinni tB

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.