Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Blaðsíða 3
vegi, þá fæ jeg ekki sjeS að neinar líkur sjeu til þess að það hefði beitt órjetti nokkurt af okk- ar bestu skáldum. Það hefði gef- ið út ljóð Einars Benediktssonar, Þorsteins Erlingssonar, Hannes- ar Hafsteins, Stephans G. Steph- anssonar o. s. frv., sögur og sjón- leiki Einars H. Kvarans, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðm. Kambans, bestu bækur Jóns Trausta og Gunnars Gunnarssonar (hinar hefðu mátt eiga sig að skað- lausu), verk Þorgils gjallanda og Guðm. Friðjónssonar, Vefar- ann mikla frá Kasmír o. s. frv. Hin eina merka bók, sem orðið hefði út undan væri Brjef til Láru, og það af þeim sökum að í því er ádeila í garð einstakra manna og ákveðins stjórnmála- flokks. En svo nýstárlegum bók- um og mögnuðum að snild mundi altaf borgið þó að verð þeirra væri nokkru hærra en alment bókaverð í landinu. Og yfirleitt myndi það reynast, að þær bæk- ur sem ríkisforlagið neitaði að gefa út af öðrum ástæðum en þeim, að á vantaði listgildi þeirra, ]>ær myndu sjá um sig sjálfar, ]tær myndu hafa eiginleika sem laðaði fólk að þeim, ]>ó að þær kostuðu nokkrum krónum meira í bókhlöðu en aðrar bækur. Annars er fráleitt að hugsa sjer, að ríkisforlagið myndi nokk- urn tíma verða eitt um bókaút- gáfu í landinu. En sá yrði mun- urinn frá því sem nú er, að það, sem einstaklingar gæfu út, yrði að vera samkepnisfært við það úrval bóka, sem forlagið gæfi út. Hvað myndi nú hafa unnist við það, að ríkisforlag undir góðri stjórn hefði verið því sem næst eitt um hituna í íslenskri bókaútgáfu síðasta mannsaldur? Forlagið myndi hafa gefið út nálega alt hið besta sem Islend- ingar hafa ritað á þessu tímabili og goldið fyrir þau ritlaun, að það hefði eggjað alla bestu höf- unda til starfs og vandvirkni — og gert hverju heimili í landinu kleift að njóta góðs af, svo vítt sem til er í íslenskum brjóstum yndi af skemtilegum fræðum og fögrum bókmentum. Þá myndi „Menn og mentir" Páls Eggerts ólasonar ekki kosta 100 kr. fjög- LESBÓK MORGUNBLAÐSIN8 ur bindi, Vogar Einars Bene- diktssonar 15. kr., ljóðmæli Haf- steins 14 kr., Þyrnar 15 kr., Kvæði Guðm. Friðjónssonar 10 kr., Óður einyrkjans 10 kr., Ný- all 15 kr., þýðingin á Pjetri Gaut 17 kr., bók Nordals um Snorra Sturluson 12,80 kr., bók Jóns Aðils um einokunarverslunina 20 kr., Sögukaflar Matth. Joch. 10 kr., Dægradvöl Gröndals 15 kr. o. s. frv. — Hvernig á allur ]>orri manna að eignast ísl. bækur með- an þettá verðlag helst? Þá myndu ekki hafa komið út hjer á landi á síðustu áratugum hin miklu kynstur af handónýtu rusli skáldskaparkyns — megnið af því hefði strandað til fulls á synjun ríkisforlagsins og aldrei litið dagsins ljós, höfundunum til lítils sóma og þjóðinni til smekk- spillingar. En í stað þess hefði út komið glæsilegur flokkur úr- valdsrita erlendra í góðri þýð- ingu — verk Dostojevskis, Tol- stojs, Dickens, Balsacs, Turgen- jevs, Hamsuns, Anatole France, Strindbergs, Galsworthys o. s. frv. — Saga Gösta Berlings, bók Stendhals um ástina, viðræður Rodins um list (ritaðar niður af Paul Gsell), æskuminningar Re- rians, bók Carlyles um hetjur og hetjudýrkun, kvæði Baudelaires í óbundnu máli, bók Gina Lom- broso um sál konunnar, bók Fer- rero um rómverskar konur, ýms- ar vel ritaðar æfisögur stór- menna, nokkur bindi af smásög- um meistaranna Maupassants, Tjekovs og Gorkis o. s. frv. — jeg nefni dæmi af handahófi. I staðinn fyrir ljettmetið hefði þjóðin fengið fult fang ágætustu rita og þau væru til í öðru hvoru húsi á landinu. Það er því augljóst, að ]>ó að stöku sinnum kunni að verða bölvun að þröngsýnum og óvitr- um ráðstöfunum af hálfu stjórn- enda ríkisforlagsins, þá hlýtur stofnun ]>essi þegar alt kemur til alls að valda ]>rem stórkostleg- um höfuðbreytingum til bóta í andlegu lífi þjóðarinnar: 1. Islenskar rithöfundagáfur fengju notið sín á ættjörð sinni, og hinar ströngu kröfur sem rík- isforlagið gerði til höfunda sinna, 35 myndu hefja íslenska ritlist á hærra stig. 2. Útgáfa ljelegra bóka myndi því nær stöðvast, það sem út kæmi á íslensku á ári hverju yrði í heild sinni margfalt meira að gæðum, en bókauppskera und- anfarandi ára. 3. öll þjóðin gæti orðið að- njótandi þeirrar skemtunar og mentunar, sem hægt er að sækja í góðar bókmentir, og það myndi hafa meiri áhrif á andlegan ]>roska hennar, en nokkuð annað, sem hún getur veitt sjer. IV. — Jeg vil að lokum láta þess getið, að enginn þeirra mörgu, sem talað hafa við mig um stofn- un ríkisforlags, hvorki þeir sem eru henni fylgjandi, nje hinir sem eru á báðum áttum, hafa horft í þann kostnað, sem rekst- ur forlagsins myndi baka ríkinu. Þó gerði jeg ráð fyrir því í grein minni í Vöku, að ríkið myndi jafnvel þurfa að leggja forlag- inu 100 þús. kr. á ári. En við nánari athugun sje jeg, að ekkert vit er í því að áætla tekjuhalla þess svo háan. Gerum ráð fyrir því að ríkisforlagið gæfi út 18 bækur á ári og að þær væru að meðaltali 15 arkir (240 bls.) að stærð hver, eða 270 arkir alls. Gerum ennfremur ráð fyrir því, að örkin kosti upp og ofan 500 kr.. ritlaun, prentun, pappír og hefting — jeg hygg að það sje ríflega reiknað. Als yrði þá kostnaðurinn við bókaútgáf- una 135 þús. kr. Gerum nú ráð fyrir að allar bækur forlagsins yrðu sendar áskrifendum fyrir 3. kr. á mán- uði, eða 36 kr. á ári — 2 kr. fyr- ir hverja bók. Hvað mætti búast við mörgum áskrifendum? Víð- lesnustu tímaritin hafa yfir 2 þús. kaupendur og kosta 10 kr. á ári, víðlesnustu blöðin um 4 ]>ús. Mjer þykir annað óhugsandi en að áskrifendatala forlags, sem biði slík kjarakaup á hinum bestu bókum, sem út kæmu í landinu, næði á fyrstu árum 4 þúsundum. Auk þess gæti fjelag- ið gefið mönnum kost á að eign- ast helminginn af bókum þess fyrir hálft ársgjald, 1,50 á máO'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.