Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORÖUNBLAfifíLbíS
39
og kröftugu. Margar slíkar eru á
sýningunni og hjer skulu nefnd-
ar nokkrar þeirra. Hin djarfa
mynd af naktri konu, sem Utten-
reitter á (jeg man líka eftir ann-
ari mynd af naktri konu, sem
ekki er sýnd hjer, málaðri eftir
rúmenskri stúlku). Hin fallega
mynd úr Þjórsárdal. Myndin af
stúlku á íslenskum búningi, sem
prófessor Thomsen á, og látum
okkur ekki gleymast myndin, sem
heitir „Fyrir innan Reykjavík,“
aðallega grænn sjór, blátt fjall og
brúnleitur forgrunnur. Þetta er
náttúiMii sjálf og þó æfintýri,
dæmaiá litarómantík, sýnd áður
hjer í Kaupmannahöfn og þó
óseld ennþá. En lengst virðist Jón
Stefánsson ná sem listamaður með
myndinni, sem heitir „Höfnin“,
blátt áfram, og sem sýnir líka blátt
áfrain snjóþakta hafnarbakka og
tvö skuggaleg gufuskip. Þessi
mýifd er fullkomin með öllu og
ákaflega áhrifamikil. ísliafskend-
in í spegilsljettum dimmbláum
sjónum, hinn eyðilegi snjór, þessi
þungu svörtu skip og himininn al-
Jiakinn þungum skýjum. Það er
aðdáanleg mynd, og reykurinn, er
leggur beint upp úr reykháfnum,
sýnir hve hljóðbært er í þessum
vetrargeim, hann gerir þá þrungnu
þögn myndarinnar lifandi. Ef
þeir, sem kaupa fyrir safnið, hefðu
skilning á list, hefðu þeir strax
trygt sjer þessa mynd. Þið getið
verið vissir um að fari sýningin til
Ósló, mun Jens Thiis tryggja sjer
hana strax fyrir 'ríkissafnið
norska. Með bestu verkum Jóns
Stefánssonar stendur list íslands
jafnhliða bestu nútímalist, en sjer
kennileg jafnframt.
S. D. S.
Kuldar í Svíþjóð. í janúarmán-
uði voru meiri kuldar í norðan-
verðri Svíþjóð heldur en menn
muna eftir áður, sjerstaklega í
Angernianland. í Tásjö-sókn var
50 stiga frost hinn 19. janúar, í
Greninge og þar í grend 40—43
stig, en norður í Wilhelminasókn
og þar í grend 53 stig.
Sænska frystihnsið
Mvnd þessi er af sænska frystihúsinu, sem verið er að reisa hjer
í Reykjavík, eins og það á að verða þegar það et fullsmíðað. Hús
þetta er reist niður hjá höfóinni við endann á Ingólfsstræti og verð-
ur mikil bygging eins og sjá má á myndinni. Þó verður það ekki
svona reisulegt fyrst í stað, því að miðbyggingin verður ekki hæ'rri en
hliðarálmurnár, en verður bygt ofan á haiia seinna. — Húsið á að
vera svo<snemma tilbúið, að það geti tekið til starfa í haust.
I skuggsjá vetrar.
I.
»
í skuggsjá vetrar skýrast
skaltu sjá hið góða,
þar er djásnið dýrast
drottinn oss að bjóða.
1 krystals-helgri höllu
er himin-guðvef tjaldað.
Um loftin veggi og völlu
er vonarrósum faldað.
Er norðurljósin loga
í ljúfum stjörnu-eldi
um breiðan himin-boga
á björtu vetrarkveldi;
er þá margs að minnast,
minningarnar vakna,
og fagrar myndir finnast
úr fjötrum hugans rakna.
Og svipir dýrra drauma
úr djúpi sálar hefjast,
í sælu segul-flauma
saman örmum vefjast. —
En þótt baugar brotni
blikar í táralauguni
mynd frá djöfli og drottni
með demantsljóma í augum.
II.
Sólargeisli í sárum
svalt til bana, á hjara.
Villa orpin átmm
í augu dauðans stara. —
Og í völtu vali
var að tafli löngurn
haust um sólar-sali
með sjúkan roða’ á vöngum.
III.
Þú vetur kaldi, kæri
kemur í auð og veldi
og vilt ])jer fórnir færi
foldin í muna-eldi. —
Þá brenna jarðar-blysin
og birtir í hreysum inni.
En moldin Veik og visin
vórmist af líknsemd þinni.
Þitt veldi, stolti vetur
vori gefur blóma.
Þín dýrð á duftið setur
Drottins engla-ljóma. —
Svo hækkar sól í heiði
og lieilsar fjallatindum,
uns geisli’ á grónu leiði
grætur í skýja-lindum.
IV.
Er ei, sem æfihjela
öldungsins silfur-lokkar?
— Mjöllin er færust að fela
fjársjóðinn besta okkar —
SnjóWnn og harmarnir hljóðu
hugga hvern annan og leiða
er vonanna geislarnir góðu
á götuna frostrósir breiða.