Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Blaðsíða 1
Ríkisforlag.
Eftir Kristján Albertson.
í grein um „Andlegt líf á ís-
landi“ í nóvember-hefti Vöku hefi
jeg haldið því fram, að eins og
kjörum þjóðar vorrar væri hátt-
að hlytu bókmentirnar að vera
höfuðuppspretta skemtanar og
menningar í lífi hennar, að hið
raunalegasta sem sagt yrði um
hag hennar væri það, að henni
væri meiri nauðsyn á gnægð
góðfa bóka en ef til vill nokkurri
annari þjóð og að engin læs þjóð
ætti við að búa svo ljelegan og
fábreytilegan bókakost sem ís-
lenska þjóðin. Jeg taldi stjórn-
málamönnum vorum skylt að láta
sig þetta varða, — ,,svo sannar-
lega sem íslensk lífsbarátta er
ekki einasta skepnuhirðing og
sjósókn, heldur fyrst og fremst
barátta þjóðarsálarinnar fyrir til-
veru sinni og fyrir þroska." Jeg
taldi sýnt að íslenskur bókakost-
ur yrði ekki bættur svo að dygði,
nema að ríkisvaldið beitti sjer
fyrir því og stofnaði til mikillar
útgáfu góðra og ódýrra bóka
undir stjórn víðsýnna manna og
mentaðra. Meginið af því, sem
út er gefið hjer á landi, er lje-
legt, þriðja og fjórða flokks
vara, og auk þess eru bækur svo
dýrar, að almenningi er ofvaxið
að eignast þær. Sú hætta vofir
yfir þjóðarmenning vorri að
blöðin verði hið eina, sem allur
þorri manna les, en hatursfullar
pólitiskar þrætur eru misholl og
einhæf andleg fæða.
Tvö skyld vandamál krefjast
bráðrar úrlausnar: Hvernig á að
sjá þjóðinni fyrir nægum kosti
góðra bóka, svo að Islendingar
geti mentast á íslensku — og
hvernig á að tryggja það, að ís-
lenskir skapandi rithöfunda-
hæfileikar geti notið sín á móð-
urmáli sínu og borið þjóð sinni
ávöxt? Síðari spurningin felur
ekki í sjer þá skoðun, að ríkinu
beri að klekja út sæg af rithöf-
undum, að tryggja beri fjár-
hagslega framtíð allra þeirra,
sem samið geta sögur eða kvæði
skammlaust og snoturlega. En
þjóðin verður hið bráðasta að
ráða það við sig, hvort hún vill
leyfa sjer það óhóf að halda líf-
inu í hinum fáu, bestu rithöfund-
um sínum, eða hvort hún býður
þeim áfram að velja um tvo
kosti:Að flýja land eða níðast
ella niður á ættjörð sinni í basli
og vesaldómi.
Ef þjóðin vill unna sjer þeirr-
ar gleði, að eignast góðar bók-
mentir, þá virðist eðlilegast að
hún tryggi sjer það með því
móti, að kaupa verk skáldanna
fyrir sómasamleg ritlaun og kosti
síðar svo ódýra útgáfu þeirra, að
allur almenningur geti notið góðs
af — í stað þess að launa menn
með skáldalaunum til þess að
rita verk, sem síðan eru svo dýr-
seld á bókamarkaðinum, að al-
þýða getur ekki keypt þau.
Jeg hefi því í áðurnefndi grein
minni lagt til að komið yrði á
fót ríkisforlagi, sem gæfi út
jöfnum höndum íslenskar bækur
og þýðingar á erlendum ritum í
ódýrri en smekklegri útgáfu.
Tessi hugmynd mín á uppruna
sinn í tillögu [æirri er Sigurður
Nordal flutti í grein sinni um
„Þýðingar" í Skírni 1919. S. N.
stakk upp á því að með tilstyrk
ríkisins yrði stofnað til útgáfu-
fyrirtækis, sem ljeti þýða á ís-
lensku úrvalsrit erlend (100-150
srkir á ári) og gæfi þau út í svo
ódýrri útgáfu, að öllum almenn-
i;.igi yrði kleift að eignast þau.
Mjer virtist þessi tillaga hafa
þann galla einan, að innlendar
bókmentir myndu eiga enn örð-
ugra uppdráttar en áður, ef ]>ær
auk annara örðugleika ættu að
standast haiða samkepni við
mikla og ódýra útgáfu erlendra
ágætisrita í íslenskri þýðingu.
Úr þessum annmarka er bætt
með tillögu minni.
II.
Undirtektir manna undir hug-
mynd mína um ríkisforlag, munrt