Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 245
sinu, til að sækja þangað þrótt
og gleði. —
Annar dönsku skátanna Poul
Hamnier mælti og nokkur orð.
Bar hann kveðju frá hinum dönsku
skátabræðrum, og sagði kynni sín
af ísl. skátum vera hin ágætustu.
— Mótstjórinn þakkaði ræðumönn
unum fyrir orð þeirra, og kvaðst
þess fullviss að skátunum myndi
seint úr minni líða vera sín á þess-
um slóðum og góð' viðkynning
hjeraðsbúa. — Að lokum var end-
að með hæn og söng, og skátamót-
inu þar með lokið. — Skátarnir
lögðust til svefns, og gestirnir
hjeldu heim til sín. Um leið og
einn eldri bændanna kvaddi, hvísl-
að'i hann að mjer, að sjer þætti
bara orðið vænt um „drengina af
mölinni.“
XII.
„Flóru“ sökt.
Þegar „U 52“ liafði fengið fulla
viðgerð í Wilhelmshaven, var aft-
ur lagt á stað til Helgolands, og
eftir venjulegar æfingar þar, vor-
um við sendir á stað í hern-
að að nýju. Atturn nú að reyna
að komast í færi við kaupskipa-
flota þá, er sigldu undir her-
skipavernd milli Noregs og Eng-
lands. Frjettir hermdu, að' leið
þessara skipaflota væri aðallega
milli Leirvíkur á Hjaltlandi og
Björgvin. í Björgvin söfnuðust
saman norsk, sænsk og dönsk gufu
skip, sem aðallega voru hlaðin
járnmálmi, timbri, (stokkum í
skotgrafir) og matvælum, sem þau
áttu að flytja til Englands. Þegar
hæfilega mörg skip voru komin,
var þeim safnað í flota innan
landhelgi Noregs en þar fyrir ut-
an biðu bresk leiðsöguskip eftir
þeim og fylgdu þeim stytstu leið
yfir siglingabannsvæðið.
fcjíðan við fórum suður í Mið-
Um hádegi á sunnudag lögðu
skátarnir af stað til Reykjavíkur,
hressir og kátir eftir útivistina. —
Átta skátar urðu þó eftir. Fengu
þeir hesta frá Biskupstungum og
hjeldu sem leið liggur austur
sveitir og upp að Hvítárvatni.
Þar dvöldu þeir í tvo daga, og
gengu meðal annars á Langjökul.
Fylgdarmaður þeirra var Lárus
Jónsson frá Bergstöðum í Bisk-
upstungum, þaulkunnugur og fróð
ur vel um óbygðirnar.
Við skátarnir þökkum hjermeð
öllum þeim er veittu okkur aðstoð
við inót þetta, og þá einkum þeim
bændunum Páli á Hjálmstöðum og
Sveinbirni á Snorrastöðum, sem
gcrðu okkur margan greiðann.
J. O. J.
jarðarhaf höfðu Bretar eflt mjög
varnir sínar gegn kafbátunum og
fengum við fljótt að kenna á því,
að nú var stórum erfiðara og
hættulegra fyrir kafbáta að ferð-
ast í grend við England heldur
en áður, og verra að komast að
kaupförum. Meðal annars höfðu
Bretar endurbætt mikið sæsprengj-
ur sínar, gert þær hættulegri og
voru ósparari á þær en áður. Þeir
höfðu líka fundið upp áhald og
sett í flest varnarskip sín; var
þetta nokkurskonar heyrnartól og
með því að hlusta í það gátu þeir
heyrt vjelaskröltið í kafbátunum
langar leiðir, þótt þeir færi í kafi
og miðað upp á hár hvar þeir
voru. Og svo voru settar niður
ótal sæsprengjur þar sem bátarnir
fóru í kafi og sprungu þær á mis-
munandi dýpi. Með þessu móti
gátu Bretar grandað mörgum kaf-
bátum. Einnig höfðu þeir sent
kafbáta sína til að herja á okkur.
Og svo var leiðsöguaðferðin, sem
síðar segir frá og ótal margt ann-
að, sem hafði margfaldað hætt-
una fyrir kafbátana á þessum
tíma.
Við lögðum á stað hinn 1. júlí
1917 vestur frá Helgoland. Úti í
sjó gaf þýskur kafbátur okkur til-
kynningu um það á hvaða svæði
við ættum að herja. A leiðinni
hittum við gríðarstór tundurdufl,
sem voru á reki og skutum þau í
kaf með rifflum. Þegar við kom-
um nokkuð inn á siglingabann-
svæðið, hittum við fyrir norska
skipið „Stalheim“ og söktum því.
Nokkrum dögum seinna rjeðist á
okkur flugvjel og 4 loftför og eltu
okkur þangað til við fórum í kaf
— og þá rigndi sæsprengjunum,
en við sluppum heilir á húfi.
Nokkuru seinna sáum við skips-
reyk skamt frá Muekla Flugga og
sigldum þangað. Var þarna norska
V * «3i
skipið „Flora“ eitt á ferð og
óvopnað. Vissum við ekki fyrst í
stað hvaða skip þetta var og vegna
þeirrar reynslu, sem við höfðum
fengið, urðum við að fara varlega.
Komuin við nú úr kafi og tókum
að skjóta á skipið ineð fallbyssu
á 9000 metra færi. Bráðlega hæfði
ein kúlan og fór þá fólkið í bát-
ana. Kafbátsstjóri gaf þá skipun
um það að fara í kaf og sigldum
við í eitthvað 600 metra færi við
skipið og sendum því þá tundur-
skeyti. Komum við nú úr kafi og
sigldum til bátanna, en yfirstýri-
maður okkar tók meðfylgjandi
mynd af „Flóru“, er hún var að
sökkva.
Við hittum nú skipstjóra á
„Flóru“ að máli og spurðuin hann
hvernig á því stæði að hann hefði
—•—<m>—-
Ettirprentun bönnuð.
Kafbátahernaðnrinn.
Endurminningar julius Schopka.
(Skráð hefir Árni Óla).