Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Qupperneq 6
246
hætt sjer inn á siglingabannsvæð-
ið. Hann kvaðst hafa verið á leið
frá íslandi til Bergen. Hefði þá
komið að sjer enskt beitiskip og
skipað sjer að' halda rakleitt til
Leirvíkur til skoðunar og varð það
nú til þess að skipið var skotið í
kaf.
Aí þeim, sem í bátunum voru,
tók jeg sjerstaklega eftir tveimur
ungum stúlkum, í einkennilegum
búningi. Það voru ísienskar stúlk-
ur á peysufötum. Þær horfðu ótta
slegnar á okkur, þessa óhreiuu og
olíuklíndu þýsku „sjóræningja“,
og var eins og þær ættu von á öllu
illu af okkur. Nei, stúlkur góðar,
við ætlum ekki að gera ykkur
neitt! Við „þýsku sjóræningjarn-
iv“ gerum aðeins skyldu okkar,
hina ægilegu skyldu, sem á okkur
liefir verið lögð af miskunnarlaus-
um forlögum, og leggjum líf okk-
ar í hættu á hverri einustu sek-
ímdu til þess að ynna þá skyldu
af hendi. Við mundum ekki hafa
gert ykkur neitt til iniska ef
breska herskipið hefði ekki neytt
sltipið, sem þið voruð á, til þess að
fara inn á siglingabannsvæðið. Við
viljum ekki gera neinum fx-iðsöm-
um manni mein, en þetta er stríð og
við höfum ákveðið að skjóta nið-
ur hvert það skip, sem kemur inn
á siglingabannsvæðið, og þeir, sem
þangað fara, vita vel, eða ætti að
. vita, í hverja hættu þeir steypa
sjer. Þakkið drottni fyrir að veður
er gott og sjer til lands. Það eiga
ekki allir skipsbrotsmenn slíku
láni að fagna!
Við máttum ekki leggja okkur í
þá hættu að draga bátana til lands
því að á hverri stundu gat þar
borið að enska tundurspilla, flug-
vjelar, loftför eða kafbáta. Enda
voru bátarnir ekki í neinni hættu.
Leyfðum við þeim að fara leiðar
sinnar.
Þegar „Flora“ sökk, sá jeg þá
sjón, er jeg gleymi seint. Það voru
tveir íslenskir hestar á sundi
þarna úti á hafi. Höfðu þeir verið
á þilfari skipsins. Annar þeirra
var grár, ljómandi fallegur hest-
ur. Hann strokaði sig frísandi upp
úr sjónum og stefndi beint á okk-
ur, eins og hann vænti þar
hjálpar. Hve lengi mundu þeir
geta haldið sjer á sundi 1 Ekki svo
LESBÓK MORGUNBLABSÍNS
lengi að þeir næði landi! Kraft-
arnir hlutu smám saman að þverra
og seinast mundu þeir verða að
gefast upp — sprungnir á sundinu.
Veslings skepnurnar!
Daginn eftir að við söktuin
„Flóru“ sáum við vopnaðan tog-
ara langt fyrir norðan okkur. —
Byrjuðum við að elta hann og
sigldum oíansjávar. Var hvass
norðanvindur og sjógangur mikill
og gekk sjórinn yfír okkur hvað
af hverju, þar sem við stóðum við
fallbyssuna, og áttum við þar illa
æfi. Togarinn sprengdi nú reyk-
sprengju og hvarf sýnum í mökk-
inn. Breyttum við þá stefnu og
varð nú sjógangur enn verri en
áður, svo að við áttum fult í fangi
með að halda okkur. En rjett eft-
ir að við höfðum beygt á bak-
borða, kallar einhver: „Hart á
stjórnborða!“ Báturinn beygir
undir eins og í sama bili fara tvö
tundurskeyti rjett fram hjá okkur
og strukust svo nærri bátshliðinni
að ekki munaði meiru en svo sem 6
metrum. Hefðum við haldið áfram
þeirri stefnu, sem við höfðum, eð'a
beygt augnabliki seinna, þá gæti
jeg ekki sagt sögu kafbátsins okk-
ar. Rjett á eftir komu tvö önnur
tundurskeyti í sporðrák hinna, en
þau fóru alllangt frá okltur, vegna
þess að þá hafði kafbáturinn
beygt svo mikið. Var það enskur
kafbátur, sem sendi okkar þessar
kveðjur. Við tókum þá allir’ ofan
og veifuðum húfunum til hans en
það þýddi sama sem: „Við erum
ekki dauðir enn, lagsmaður!‘ * Og
við hlógum og rjeðum okkur varla
fyrir kæti. Meiri áhrif hafði það
ekki á okkur að' við höfðum verið
i dauðans kverkum rjett áður!
Nú vaf haldið áfram til Leir-
víkur og fór þá að verða líf í
kringum okkur. Vopnaðir togarar
ösluðu fram og aftur um sjóinn,
tundurspillar þeystust í krákustíg-
um alt umhverfis, en flugvjelar og
loftför voru á sveimi yfir. Þá
vissum við að við mundum komnir
á þá leið er skipaflotarnir færi
um. Allan daginn urðum við að
fara í kafi.
Seinni hluta dags sáum við mik-
inn skipareyk. Þar komu kaupför
í herskipafylgd. Fyrstur fór tund-
urspillir, svo sem fjórum sjómílum
á undan flotanum, og sigldi í ein-
tómum krákustígum og var því
ekki gott að átta sig á hvaða
stefnu skipin höfðu. Þau voru 10
og sigldu í tveimur röðum, hvert
í annars kjölfar. Fyrir þeim fór
vopnuð snekkja, sem myndaði far-
arbrodd, en til beggja hliða var
röð af vopnuðum togurum og
tveir vopnaðir togarar sigldu á
milli skipalínanna og loks rak
tundurspillir lestina. Það var því
ekki hlaupið að því að komast að
skipunum og hættulegt mjög.
Ekki máttum við láta hafsauga
okkar sjást og urðuin því að sigla
blindandi í kafi, en við það áttum
við á hættu að eitthvert skipið
rækist á okkur. Eftir nokkra
stund hægðum við ferðina og skut-
um hafsauganu sem snöggvast upp
úr. Svo drógum við það niður aft-
ur og sigldum um stund með fullri
ferð. Þá hægðum við á okkur og
gægðumst upp og á þessu gekk
þangað til við vorum komnir und-
ir varnarskipin og inn á milli kaup
skipanna. Allar tundurskeytabyss-
ur voru hafðar tilbúnar, því óvíst
var hverja þeirra við þyrftum að
nota. " '.
Ekkert af skipunum hafði orðið
vart við okkur. Þá er fyrsta tund-
urskeytinu hleypt af og rjett á
eftir öðru á hitt borðið. Það misti
marks, en hitt hæfði og varð af
ógurleg sprenging, en sjórinn stóð
í háaloft eins og við neðansjávar-
gos. Nú komst alt á ringulreið í
flotanum. Sum skipin staðnæmdust
önnur beygðu til hægri, en önnur
til vinstri og sum fóru afturábak.
Togararnir viku til hliðar, en
tundurspillarnir komu æðandi á
vettvang. Var ekki um annað að
gera fyrir okkur en fara í kaf.
Þegar við vorum komnir í 25 metra
dýpi heyrðum við yfir okkur
skrúfuhvin í tundurspilli og —
Bums! Báturinn skelfur og nötrar
stafna á milli. Það er sæsprengja,
sem Bretar hafa verið svo hugul-
samir að senda okkur. Vissum við
ekki gjörla hve nærri okkur hún
lenti, en það hefir verið' mjög
nærri. Svo heyrðum við aftur
skrúfuhvin yfir okkur, en hann
fjarlægðist brátt. Hægt og hljóð-
lega komum við þá upp undir yfir-