Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Page 1
SMorí)MttMíií>0MT5
39. tölublað.
Sunnudaginn 30. september 1928.
III. árgangur.
R Benesaretuatni í stormi.
Eftir ör. Qitleu Hielsen.
Næturnar eru sjaldan mjög lieit-
ar í Jerúsalem, því að svala golu
leggur þangað frá Miðjarðarhaf-
inu. En Nazaret liggur sunnan í
móti og blasir við glóandi ísraels-
sljettunni, og þar eru sumarnæt-
urnar kæfandi heitar. Jeg dreg
flugnanetið frá hvílunni og opna
dyr og glugga svo að næturþruskið
heyrist dauft og ógreinilega inn
til mín inn í klausturklefann.
Hvað er þetta ?Söngur í f jarska ?
Nei, það er klukknahljóð! Það er
langt í burtu, eins og það kæmi
alla leið frá annari veröld. Hvaða
klukkur eru það, sem hljóma lijer
á bernskustöðvum Jesú Krists?
Fyrir tæpum 2000 árum ljek sjer
hjer lítill sveinn; nú er kirkju-
klukkum hringt um allan heim,
honum til dýrðar. Heyri jeg óm
þeirra úr fjarska? Hljómurinn
hverfur stundum og kemur svo
aftur, hærri og hærri. Hann fljett-
ast inn í draumóra mína meðan
jeg er milli svefns og vöku. En nú
er jeg vakandi og vil vita hvað
þetta er.
Jeg halla mjer út um glugg-
ann. Nazaret sefur. En í kringum
bæinn eru hæðirnar að koma í ljós
í dagsbrúninni. Gamli þjóðvegur-
inn liggur eins og ljósgrá rák
snnnan að í mörgum hlykkjum
upp að Maríubrunninum og beygir
svo snögglega niður að Genesaret-
vatninu. Langt niðri á veginum er
einhver þvist. Hún teygir úr sjer
og mjakast áfram eins og langur
ormur. Nú slær rauðum bjarma
frá sólarupprásinni á þennan langa
orm, og hann skríður upp eftir
brekkunni, hægt og hægt. Það er
stór úlfaldalest. Þeir eru með
þungar byrðar á baki og bjöllur
um hálsinn.
Nú aka bifreiðir um landið
helga; en iilfaldalestirnar eru eins
og æfagamlir minjagripir frá tíin-
um biblíunnar. Úlfaldaruir vagga
sjer hægt og hægt gegnum götur
bæjarins, fram hjá brunninum, þar
sem Jesús sótti vatn fyrir mömmu
sína og svo liverfa þeir niður eftir
brekkunni, niður að' vatninu.
Þessa sömu leið hefir Jesús farið
þegar hann fór að heiman. Hjer
ljek hann sjer í æsku, hjer á þess-
ari hæð, þar sem smalinn stendur
og st.yðst fram á prikið og horfir
þögull á eftirlestarmönnunum.Hjer
vann hann æfistarf sitt sitt við
þetta bjarta og broshýra $töðu-
vatn. Þá var hjer alt frjósamt og
í blóma. Þess vegna stefndi jeg
leið minni hingað að þessu vatni,
sem vel má sjá af Taborfjalli og
skín þá eins og smaragðsteinn við
rætur Heromons.Það eru vordægur
trúarbragðanna, sem seiða hug
minn fastast af öllu í trúarbragða-
sögunni. Þess vegna er jeg nú að'
koma frá eyðimörkum Norður-
Arabíu, þar sem jeg leitaði uppi
fjallið helga, Sínaífjall, íæðingar-
stað Gyðingdómsins og Istraelstrú-
arinnar. Og þess vegna ætla jeg
að fara sömu leiðina sem Jesús
fór, frá Nazaret ofan að vatninu,
þar sem liann stofnaði það ríki,
sem nú hefir bteiðst út um öll
lönd- ' LJ
Það er eins gott fyrir mig að
fara á fætur strax. Fyrir sunnan
bæinn er þreskivöllur, og þar bíð-
ur bifreiðin, sem á að flytja inig
og einn af Fransiskusarbræðrun-
um í klaustrinu til Kana og Tíber-
ías við Galíleuvatnið
Við þjótum af stað. Við stöns-
um í Kana. Þar er vinalegur smá-
bær og þar breytti Jesús vatni
í vín í brúðkaupsveislu. Munkur-
inn herðir sig í ákafa að segja
mjer frá merkilegum fornleifum,
sem nýlega hafi fundist þar. Þar
fundust reyndar öll sex steinkerin,
sem getið er um í sögunni um
brúðkaupið í Kana. Og það er
alveg víst, að það eru rjettu kerin.
Hin kerin, sem grískir munkar
hafa verið að' sýna mönnum, eru
því ekki þau rjettu.
Munkurinn skilur ekkert í því,
að jeg læt mjer fátt um finnast
þennan dæmalausa fornleifafund.
Jeg er að horfa á arabískan hjarð-
svein, sem situr yfir hjörð sinni
í útjaðri þorpsins.
Svo höldum við áfram og eftir
litla stund sjáum við glitra á vatn-