Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Qupperneq 6
310
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
'r Hvanndal
prentmyndasmiður.
Ólafur er ættaður úr Borgarfirði,
sonur Jóns Ólafssonar í Galtavík,
en móðir hans hjet Sesselja Þórð-
tirdóttir frá Innra-Hólmi, Stein-
dórsonar, af Deildartunguætt. Ól-
afur stundaði sjómensku öðru
hvoru um nokkur ár á þilskipum
frá Reykjavík. Síðan lærði hann
ttjesmíði hjá Sámúél Jónssyni, og
fekk þar sveinsbrjef. Stundaði síð-
an trjesmíði um hríð, en fór til
Kaupmannahafnar árið 19Q7, gekk
þar á teikniskóla, og lærði jafn-
framt glerskiltagerð, og var fyrsti
maðurinn, sem við hana fjekkst
hjer heima. Hann kom heim 1908
pg fjekst hjer um tíma við trje-
smíði og skiltagerð, en fór til
Kaupmannahafnar aftur um haust-
jð og tók þá að læra prentmynda-
gerð hjá Hjálmari Carlsen í Kaup-
mannahöfn, en var síðan í Þýska-
landi 1909—1911, fyrst í efnafræð-
isdeihl og teiknideild við gagn-
fræðaskóla í Berlín og síðan við
prentmyndagerð hjá Brockhaus í
Leipzig, og lærði þar til fullnustu.
Hann kom heim 1911 og fjekkst
við ýmisleg störf, var m. a. túlkur
ferðamanna; á stríðsárunum 1914
—1919 rak hann umboðssölu. En
um haustið 1919 byrjaði hann þá
iðn sína, sem enn stendur.
Það þurfti meira en lítinn kjark
til þess að ráðast í prentmynda-
gerð hjer á þeim árum, er Ólafur
byrjaði. Vjelar eru mjög dýrar.
en lítil eftirspurn var að mynda-
mótum fyrstu árin. Rafmagnsljós
var þá óvíða og varð ÓJafur að
nota hvern sólargeisla, sem kom
inn um glugga á myndastofu hans
i Gutenberg, til þess að framkalla
myndirnar. Var þetta afaróþægi-
legt og seinlegt og þurfti mikla
þolinmæði til að standa í slíku.
Varð atvinnan Ólafi rýr fyrstu
árin og var hann nauðbeygður að
hafa fleirí járn í eldinum. En
smám saman hefir þetta lagast.
Bóka og biaðaútgefendur eru farn-
ir að skilja hve mikils virði mynd-
ir eru og er nú svo komið að Ól-
afur hefir um nokkur ár unnið við
þriðja manna á prentmyndastof-
unni og varla haft undan stund-
um. Hefir álit hans stöðugt farið
vaxandi, enda er hann maður fram
úrskarandi samviskusamur og
vandvirkur með afbrigðum. Lætur
hann ekkert myndamót frá sjer
fara nema því aðeins að hann sje
ánægður með það.
Ólafur hefir starfað niikið fyrir
Morgunblaðið og flestar þær
myndir, sem eru í Lesbók hefir
hann gert. Hefir stundum verið
naumur tíminn. Einu sinni þurfti
blaðið að láta gera fimtán
myndamót í einu. Ólafur fjekk
ekki frummyndirnir fyr en um
miðaftan, en klukkan 11 voru
myndamótin komin, og birtust í
blaðinu daginn eftir. Þetta er til
marks um það hver afkastamaður
Olafur er.
Ólafur hefir altaf haft mikinn
hug á því að gera prentmynda-
gerð sína sem allra fullkomnasta
að unt væri og hefir von um að
geta gert, það. Síðasta Alþingi sýndi
honum viðurkenningu með því
að veita honum lítilsháttar ferða-
styrk til útlanda, þar sem hahn
ætlaði að fullkomna sig enn bet-
ur í iðn sinni, meðal annars að
læra aðferð til þess að gera lit-
myndir. Er sú aðferð vandasöm
og frábrugðin venjulegri prent-
myndagerð. Er ólafur nú nýlega
kominn úr siglingunni og hefir
numið aðferð þessa. Býst hann við
því að kaupa sjer innan skamms
nýjar vjelar til þessarar vanda-
sömu myndagerðar. En þegar svo
er komið, þurfa menn ekki að
sækja neina myndagerð til út-
landa og þá verður hægt að gefa
hjer út bækur og blöð með lit-
myndum. Að vísu hafa prentsmiðj-