Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Side 7
urnar ekki enn heppilegar vjelar til þeirrar prentunar, en þær hljóta að koma þegar þörfin er orðin fyrir þær. Um Ólaf segir svo í „Prentar- anum' ‘, fagblaði prentara: Sjálfsagt hefði hann, svo fjöl- hæfur mgður, getað gert sjer að atvinnu arðvænlegra starf, en fyr- ir Ólafi hafa fjármunir aldrei ver- ið. neitt aðalatriði, heldur hitt, hvernig hann gæti unnið ættlandi sínu mest gagn; mætti benda á margt er sannar þetta, þó út í það verði ekki farið að þessu sinni. — Prentmyndagerð útheimtir mikla leikni og kunnáttu, og tekur al- staðar langan tíma að nema þá iðn. Er aðdáanlegt og ánægjulegt að hugsa til þess, hve hann á skömmum tíma öðlaðist þá þekk- ingu í iðn sinni, er gerði hann fær- an um að inna hina vandasömustu vinnu af hendi, en maðuririn er frá náttúrunnar hendi, ef svo má að orði kveða, gæddur þeim hæfileik- um að hafa unun af að glíma við verkefni, sem ekki liggja opin fyr- ir öllum, og lætur enga erfiðleika vaxa sjer í augum. Heimllislff Múhamedsmanna. Kona, sem verið hefir lengi í Algier skrifar: Meðal múhameðsmanna þykir það óeðlilegt mjög að konur gift- ist ekki. Undir eins og menn geta sjeð fyrir sjer og konu, þykir sjálfsagt • að þeif gifti sig. Þeir fara þá að leita fyrir sjer og spyrjast fyrir hjá þeim, er eiga uppkomnar dætur. Taka mæðurnar mikinn þátt í þeirri samningagerð'. Þó múhameðsmenn hafi mjög víðtækan umráðarjett yfir konum sínum, þá er það svo, að þær hafa ávalt sjereign, er þær ráða full- komlega yfir. En skilnaður er ekki brotamikill. Eiginmaðurinn þarf ekki annað en að segja við kon- una eitthvað á þá leið að hann vísi henni frá sjer, þá eru þau skilin. Verður eiginmaðnrinn að rjettu lagi að endurtaka það þrisv- ar. En ef hann er mjög braðlátur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3ÍÍ getur hann sagt sem svo: „Jeg vísa þjer burt þrisvar", og þá er hjónabandið úti. En nú getur það farið svo að eiginmenn iðrist eftir því að hafa rekið konurnar; og vilji kalla þær til sín aftur. En þá er hængur á. Því þeir fá ekki að giftast þeim að nýju, nema þær hafi í millitíð- inni verið giftar öðrum. Lagaá- lcvæði þetta hefir komið' af stað ýmislegum og margbrotnum ásta- flækjum. Segir sagan m. a. að oft hafi eiginmenn er rekið hafa kon- urnar frá sjer í augnabliks bræði, feagið einhvern mann til þess að verða einskonar giftingarlepp fyr- ir sig í bráðina, svo þeir gætu eftir þessa leppgiftingu fengið kon ur sínar aftur. Lögum samkvæmt mega menn eiga fjórar konur. En í borgunum er fjölkvæni að mestu leyti lagt niður, vegna þess að fæstir hafa efni á að eiga nema eina konu. Þegar múhamedsmönnum fæðast synir, er fögnuður mikill á lieimil- inu. En er dætur fæðasf er því dauflegar tekið. A sjöunda degi eftir fæðinguna er fórnað tveim kindum eða geitum, og er kjöt þeirra gefið fátækum. Ölmusur eru og gefnar, venjulega jafn- þungi í silfri, og hár hins nýfædda barns. Er hárið klipt af og hátíð- lega vegið. Til þess að varðveita baruið fyrir illiun öndum er það siður jafnvel hjá efnuðu fólki að láta börnin ganga tötralega til fara. Er álitið að það sje börnunum skað- legt ef þeim er lirósað fyrir feg- urð og hraustlegt útlit. Er það trú manna þar, að með því móti æsist illir andar gegn barninu og geri því miska. í skólunum er lögð aðaláherslan á það að kenna drengjunum kór- aninn utanbókar. Stúlkur læra lít- ið, oft ekki að lesa og skrifa. Múhameðsmenn taka dauðanum með rósemi. Þeir jarða skyldmenni sín og vini, og sjá um að öllum greftrunarsiðum sje fylgt. En þeir láta engan söknuð á sjer sjá. Þeir hlúa að endurminningunum um hina dánu, en aldrei heyrist að þeir kveinki sjer í söknuði. Þeir venja mjög komur sínar í kirkju- garðana til að hirða um leiði ást- A’ina sinna. Konur fjölnrenna þang- að á föstudögum. Nota þær þá tækifærið til að ræða um helstu nýungar í nágrenninu. Söngurinn. (Joh. D. Behrens.) Eins og fugl sem flýguf furðu langt í geim, strengja tónmagn stígul’ stilt í dýrðar heim. Og upp í Ijóssins lönd lyftir vorri Önd. Það alt„sem þarfnast blíðu, í þínu skauti grær. f lífsins stormum stríðu, þín strengja gígja hlær. Alla sorg og sút syngur hjartað út. Sem Ijós úr ljómans lieimi, er ljúfa veitir fró. Með gleði hvellum hreirai, og hátíðlegri ró, sigrar hverja sál söngsins friðarmál. Steinn K. .Steindórsson. ■ M l Vorhugsun- , r n: A ’i Nú þröstunnn voróðinn syngur sinn um sótina bjarta og fríða, það vekur rnig árla' órhurinn, sem andar úm geiininn vrða. Þú situr vlð gluggann, jeg söngvana finn að sál minni friðandi líða. Ó, vertu æ hjá mjer, vinurinn minn, á vorin, þá hugraunir svíða. Þær hverfa við unaðaróminn þinn, er á þig jeg fæ að hlýða. Ó, þröstur! Þú syngur í sál mína inn sumarið ljúfa og blíð'a. Dalasveinn (18 vetra). —~—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.