Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Side 5
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS „Rf þuí hún elskaði mikið“. Eftir 5Íra öunnar Órnason. (Lúkas VIT, 36—50). (Kvæði þetta er inngangur að ræðu, sem sjera Gunnar flutti í Fríkirkjunni hinn 16. þ. m.) Hver læðist svo hljótt í hiísið inn með höfuð að brjósti lotið, að heyra má ókyrran hjartsláttinn ]>á hurðinni er aftur skotið? Hver ætli />að sje, sem á svo bágt að augun með gráti tala? Hver er svona mörkuð af andvökunátt hinna eilífu sálarkvala? Það er bersynduð kona, sem komin er hún krýpur að lausnarans fótum, í hendi ilmsmyrslabauk hún ber og blíðum með ástarhótum, hún laugar nú fætur frelsarans í friði með iðrunartári, og þerrar að lokum leggi hans með lokkum úr eigin hári. Ilún erfði svo fátt nema öra lund og óskir um sólskinsdaga, ]'VÍ átti hún marga örðuga stund og æfin varð raunasaga, er reynslan sýndi að myrkrið má sín meira en Ijósið í heimi og vonsvikum tíðast viljinn á að venjast og öfugstreymi. Samt reyndi ’hún að kveikja ástanna eld í auðn hinna myrku nátta og leitandi að friði hún flúði margt kveld til fagurra hörpuslátta. Eins tíðum að vörum hún bikar sjer bar, er blæddi ’henni hjarta undin, en bráðlega ’hún sá að ]>að blekking var, sem bauð henni nautnastundin. Því iðrun, kvíði og angist, kvöl í öskunni og dreggjunum földust og ]>au gerðu þúsundfalt þyngra hennar böl en þó var sú minning köldust: að veitt hafði ’hún unað og ástarhót rjett áður en lýsti af degi, þeim, sem að morgni gripu upp grjót til að grýta ’hana á förnum vegi. Hún hugði samt aldrei hef ndir á þó hún yrði margt að líða, en ef að hún einhvern annan sá, sem einn varð við harm að striða, ]>á var hún æ fús til að leggja ’honum lið og láta ’alt af hendi rakna, ef aðeins hann gæti eignast frið og ætti ekki neins að sakna. Eins og Símoni mörgum sýnast kann, að sist megi þvílík kona, minnast við sjálfan meistarann og á miskunsemd Guðs að vona, en Jesú að henni Ijúflega laut: — Þið að líkindum dóm hans ei efið. — Hún elskaði meira en hún braut því er henni fyrirgefið. Hún kyssir nÍL fætur og klæði hans, sem kvalinna og týndra leitar, og aldrei ber kala til illgjörða manns, en ann honum þeim mun heitar, sem eymd hans er stærri og und en hins, sem ekkert að þola hefur, og færir ]>ann mædda til föðursins, sem friðinn og Ijósið gefur. Hún veit að hann skilur hún útlagi er, sem alt vildi feginn bæta en biðji ’hún mennina að miskunya sjer ]>eir meira ’hana aðeins græta í stað ]>ess að rjetta ’henni hjálparhönd til að hefja ’hana úr lastadíki. þeir fá ekki skilið að eigi hennar önd neinar erfðir í Ijóssins ríki. Og hjer fær hún loksins að kenna þann kraft, sem knjesetur myrkravöldin, ]>á virðist að losnað sje heimsins haft og heimtuð inn syndagjöldin. Hún sjer ekki framar í svartnættishyl og sorga er ’hún laus við þungann; nú finst henni líkt og leggi yl og Ijós inn í hjartadrungann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.