Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Page 8
3Í2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hjarta vort. Eftir P. K. Roseg-ger. Hjarta vort er hörpu svipað, hörpu tveimur strengjum meður: í öðrum gleði-hlátur heyrist, í hinum sorg með gráti kveður. Örlagafingur úr þeirn strengjum eilífa seiða snildar-hljóma: Brúðkaupslag í dag, — en döpur dánarljóð á morgun óma. Hringur úr Haga sneri. Skákþrantir. XXIV. Eftir Hannes Hafstein. Hvítt leikur og mátar í 3. leik. Lausn á seinustu skákþraut: 1. Hd6—a6—Ká7xa6 2. c7—c8R—R færður 3. Re6—c5—mát. ------<m>—•— S m æ 1 k i. Hjer birtist mynd af flugbátnum franska, „Latham“, er Amund- sen flaug í og fjelagar hans, frá Noregi norður í diöf. Til vinstri á myndinni er flothylkið, sem fanst við Noregsströnd í ágústlok, og tekið var sem tákn þess að flugbáturinn hefði farist með allri áhöfn Flothylki þetta var neðan á neðra væng vjelarinnar og sjest ógjörla á myndinni af flugbátnum. Var það' dalað að framan er það fanst og sjest dældin í það á myndinni. Eins og getið hefir verið um hjer í blaðinu hafa sumir norðurfarar haldið því fram, að flothylkið hafi ekki getað dalast svona nema það, eða helst flugbáturinn í lieilu lagi hafi lent í hafís. En hafi þeir fjelagar á annað borð setst á ís, telja menn líklegt að þeir hafi lengi getað haldið lífi. rE-i'KI*' 'TOCKHOLM 'COCHRMit Flugleiöin yfir norðanvert Atlantshaf. crohihhd '■H.FORCr^ 9newyork Á meðfylgjandi uppdrátt er afmörkuð flugleið sú, er Hassel og fjelagi hans höfðu valið sjer yfir Atlantshaf. Þó aldrei kæmust þeir lengra en til Grænlands, hefir för þeirra vakið eftirtekt á leið þess- ari. Hefir um það verið rætt í dönskum blöðum síðan, að nauðsyn bæri til þess að Danir gerðu gangskör að því, að greiða fyrir ferðum og viðkomu flugmanna á Grænlandi. Góð saga. Stúlka nokkur í Sarps- borg hefir sagt blaði sögu þessa af föður sínum, sem var skipstjóri: — Það var þegar hann var með seglskipið „Camilla", að þeir' urðu fastir í ís í Eystrasalti seint um haust- Eftir nokkurn tíma urðu þeir matarlausir. Þá fór pabbi í land við þriðja mann, til að sækja mat. En það var löng leið og þeir lentu í myrkri um kvöldið. Þá umkringdu þá gráðugir og svangir úlfar úti á ísnum. Stór úlfur rjeðist á pabba, sem var vopnlaus. En er úlfurinn opnaði kjaftinn og ætlaði að bíta hann, rak pabbi hnefann af öllu afli ofan í ginið á honum og alla leið aftur úr svo að hann náði í skottið á íilfinum. Tók hann fast í skottið og sneri úlfinum við og fleygði honum þannig frá sjer á’ísinn. Þustu þá allir hinir lilfarnir utan um þenn- an eina, er þeir fundu volga kjöt- ivktina af honum, og fyrir vikið náði pabbi og menn hans skipinu. ísafoldarprentsraiöja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.