Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1928, Blaðsíða 6
318
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Þriðji maður Þórunnar á Grund
var Þorsteinn frá Felli í Kolla-
firði, Guðmundsson, Andrjessonar,
Guðmundssonar ríka á Reykhólum
Þau giftust 1553, og hafði Þor-
steinn tilkaup við konu sína 360
hundr. En um málafje Þórunnar
ber heimildum ekki saman. Eftir
fornu skjali, sem Espólín hefir
haft með höndum, var heiman-
mundur Þórunnar 840 hundr., en
tilgjöf Þorsteins 60 hundr.1). í
annari heimild er fje Þórunnar
talið 240 hundr. Ormur Sturluson
lögm. úrskurðaði það rjett2). Eft-
ir dauða Þórunnar hjelt Magnús
Björnsson, bróðurson hennar(1594)
því fram á Alþingi, að Þórunn
hefði haft til kaups við Þorstein
- 480 hundr.3). En svo er til vott-
fest skjal, eftir frumritinu frá
1566. Vottarnir bera það undir eiðs-
tilboð, að þeir hafi lesið frumrit
af kaupmálabrjefi þeirra Þor-
steins og Þórunnar. Segja þeir að
giftingafje Þórunnar hafi verið
840 hundr., en Þofsteins 360 hund.
og tilgjöfin úr því fje 60 hundr.4)
Við nánari athugtm má telja víst,
að þetta skjal sje ábyggilegt,
enda í samræmi við frásögn Espó-
líns, sem hafði fyrir sjer mörg
skjöl sem nú eru glötuð.
Má af þessu sjá, að alt sam-
lagsfje þeirra Þorsteins og Þór-
unnar hefir verið á giftingadegi
þeirra 1200 hundr. (= 120 þús.
kr.) Þórunn er málakona í búi
Þorsteins, en á þó langmest í bú-
inu. Þetta var óvanalegt, en Þór-
unn. var líka óvanaleg kona. Hún
leggur alt fje sitt fram til sam-
lagsins. En það sem henni hefir
hlotnast í fjórðungsgjöf úr búi
ísleifs, eða sem svarar því, hefir
hún gefið áður en hún giftist
Þörsteini. Hún gaf sjera Birni
Tómassyni (1551) 60 hundr.5).
Það má þykja undarlegt, að
jeg vjefengi framburð Magnúsar
Björnssonar um fjárupphæð Þór-
unnar föðursystur hans. Hann og
Jón bróðir hans, töldu sig rjetta
erfingja að' öllu fje Þórunnar. —
3) Árb. Esp. IV. 100.
2) A. M. Fasc. LIII, 5.
3) Sýsl.æf. I, 187—89..
4) A. M. Fasc. LIII. 1.
6) Sýsl.æf. I, 187.
Eftir að hún giftist Þorsteini fór
hún að ausa út fje sínu til ýmsra.
Þeir ,vildu liamla þessu, en gátu
við ekkert ráðið. Hún var snemma
búin að gefa meira en hún mátti
að löguin. Skjalið sem Ormur
Sturluson úrskurðaði rjett, hefir
verið undan þeirra rifjum runnið
eða vina þeirra og verður að telj-
ast eitt meðal hinna mörgu fals-
brjefa, sem gerð voru á fyrri tím-
um í hagnaðarsltyni.
Þegar Þórunn giftist Þorsteini,
var hún ekkert fje búin að fá eft-
ir föður sinn látinn, annað en þau
720 hundr., sem hún áður fekk. —
Það var lengi óvissa hve miklar
eignir Jóns Arasonar væri umfram
skuldir. Þórunn vhr heldur ekki
búin að fá arf eftir Helgu móður
sína. Máli hennar í búa Jóns Ara-
sonar hefir sennilega verið lítill,
því Ari lögmaður sonur hennar
gaf henni (1540 ) 40 hundr. jörð
með þeim ummælum að hún mætti
gefa þessa jörð hverjum sem hún
vildi1),. Þessa sömu jörð gaf Helga
Guðrúnu Magnúsdóttur, sonardótt-
ur sinni (1553).2) En Þórunni
dóttur sinni gaf hún, eða lagði
með sjer 40 hundr. og segir að
aldrei hafi Þórunn fengið' neitt fje
hjá sjer eins og önnur börn sín,
og hafi hún þó altaf verið sjer til
mikillar hjálpar. Þetta ár (1553)
fluttist Helga til Þórunnar dótt-
ur sinnar, og áskilur að hafa sjer-
stakan kvenmann sjer til þjónustu.
Þrjá rjetti til máltíðar daglega og
öl þegar hún vilji og mega taka
í móti gestum sínum3).
Þórunn á Grund gaf svo mikið
fje frændum og vinum, einkum
fátækum, að þess er engin dæmi í
sögu hinnar íslensku þjóðar. Hún
spyr ekki að því hvað löglegt sje
í þessum efnum, en vill mega ráða
yfir fje sínu og allri meðferð á
því. Og hún bjóst við að þeir
mundu verða erfingjar sínir, sem
hún síst vildi.
Líklega hefir Þórunn vitað hve
mikið hún mátti gefa að lögum úr
fje sínu. Hún hefir viljað láta
skeika að sköpuðu hve mikið þeir
3) ísl. fornbr. X 523.
2) Á. M. Aprogr. 4122.
3) í. B. Fjel. 67, 4to, XCYI, bls.
94—95.
gætu haldið af gjöfunum Sem
fengu þær. Það kom stundum fyr-
ir, að þegar meira var gefið í lög-
gjafir en mátti, var erfitt að ná
gjöfunum aftur, og væri það lausa
fje fanst það hvergi og engin skil
fyrir því.
Hjer set jeg vottfestar gjafir
Þórunnar á Grund til ýmsra: Hún
gefur1):
SjeraBirni Tóinassyni 6Ó hundr.
Sjera Sigurði bróður
sínum .............. 60 —
Oddi Þorsteinssyni til
útlausnar ........ 40 *—
OlöfuÞorsteinsd. syst-
ur hans......... 30 —
Sigurði Bjarnasyni . 10
Guðrúnu bróðurdóttur
sinni ........... 140 —
Fátækum lýð ........... 60 —
Þuríði Þorbergsdóttir 30 —
ísleifi Þorbergssyni 20 —
Helgu Bjarnadóttir . 32 —*
Jóni Sigurðssyni ... 192 —
Þorleifi Sigurðssyni . 7 —•
Þorbergi Ásmundss. 20 —
Þorsteini Ásmundss. 9 % —
Þuríði Vernharðsd. . 5 —•
Þuríði Þorbergsdóttir 10% —
Ara Sigurðssyni .... '7 —•
Helgu Ásmundsdóttir 10 —•
Borgaði fyrir Þorstein
bónda sinn ......... 20 —-
Samtals 762%liundr.
Þessar gjafir samsvara hjer um
bil 762 þúsundum kr., miðað við
verðlag um síðustu aldamót. Jeg
tel hjer alstaðar í tíræðum hundf-
uðum. Mikið af þessum gjöfum
gengu til baka að Þórunni frá-
íallinni. Þegar Þórunn gaf Guð-
rúnu bróðurdóttur sinni jörðina
Grund í Svarfaðardal með Garðs-
horni og 40 hundr. að auki (samt.
120 hundr.), þá lýsti hún því yfir
(1575) að þetta sje löggjafir sínar
og hún hafi áður engum gefið eða
ánafnað þær, nema ísleifi bónda
sínum, ef hann lengur lifði en
hún2). En þá var hún þó búin að
gefa meira en helming af öllu því
fje sem hjer að framan er upptal-
ið. Það hlaut alt að teljast til lög-
gjafa hennaí.
Þau Þorsteinn og Þórunn lifðu
J) Sýsl.æf. I, 187—88.
2) Á. M. Aprog. 4188.