Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1928, Síða 8
320
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Fellibyljirnir í Ameríku. Fyrir skemstu fóru ægilegir felli-
biljir yfir Floridaskagann og Vestur-Indiur og ollu afskaplega
miklu tjóni. Talið er að á Floridaskaga hafi 2300 menn farist,
en heil þorp hrundu í rústir og akrar eyðilögðust gjörsamlega.
Myndirnar hjer að ofan eru frá einu þorpi á Floridaskaganum
og eru þær ofurlítið sýnishorn af því hvernig fellibylurinn
Ijek landið.
hún gengi hneykslanlega til fara.
Sagði blaðið, að við hátíðahöld í
Mons fyrir skemstu hefði liún ver-
ið í alt of stuttum kjól og sjest
ósæmilega langt upp á fótleggi
hennar. Önnur blöð hafa tekið upp
vörn fyrir prinsessuna og halda
því fram að hún megi klæðast eft-
ir sömu tísku og aðrar ungar kon-
ur.
Bílamergðin.
Reichsverband der Deutsclien
Industrie hefir nýlega samið skrá
um bifreiðafjölda í heiminum og
komist að þeirri niðurstöðu að 1.
janúar 1927 liafi alls verið í not-
kun 27.7 miljónir bíla. Þar af voru
pm 22 miljónir í Bandaríkjunum.
1 Evrópu er England eina landið
þar sem bílafjöldinn nær yfir 1
miljón. I Þýskalandi voru ekki
nema 368 þús. bílar.
Ógeðslegt veðmál.
Það var á dönskum bóndabæ
skamt frá Hróarskeldu núna ný-
lega. Fólkið hafði lokið dagsverki
sínu og talið barst að einkennileg-
um veðmálum. Einn maður kvaðst
þá skyldi bíta höfuðið af lifandi
mús, ef hver af þeim ellefu, sem
með honum voru, gæfi honum 50
aura til þess. Hann var „tekinn á
orðinu“ og nú var farið á músa-
veiðar og tókst að lokum að ná í
feitá mús. En þegar hinn djarf-
huga maður hafði tekið við henni
ætlaði hann að gugna á öllu sam-
an, en að lokum tók hann þó kjark
í sig og beit hausinn af músinni.
Áhorfendur veltust um í hlátri og
þót.ti tilvmnandi að borga 50 aura
fyrir „skemtunina."
í Yellowstone park
í Bandaríkjunum eru margar
heitar laugar og liverir. í ágúst-
mánuði rifnaði jiirðin þar á ein-
hverjum stað með miklum drunum
og gauragangi og myndaðist ]>ar
nýr goshver, sem sagt er að sje
hinn vatnsmesti í heimi. Hann gýs
tvisvar á sólarhring og stendur
h.vert gos í þrjár klukkustundir,
en gosið er þó ekki hærra en 10
fet.
— Hafið þjer gert boð eftir gas-
manni?
— Já, jeg held nú það, í ágúst.
•— Nú þá á jeg ekki að fara
hingað. Sá, sem jeg á að fara til
bað um gasmann í júlí.
Skákþrantir.
XXY.
Eftir Hannes Hafstein.
a b c d e f g h
Hvítt leikur og mátar í 2. leik:
Lausn á seinustu skákþraut:
1. Hgl—dl Kd4—c5
2. Re3—c2 d3xc2
3. d2—d4 mát.
1. .... Kd4—e5
2. Rc3—e2 d3xe2
3. d2—d4 mát.
Leiðrjetting: I seinustu skák-
þraut misprentaðist hvítt peð á
gl í staðinn fyrir hvítan hrók.
ísafoldarprentsraiðja h.f.