Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 Marteini þótti þetta leiðinlegt; hann þagði og fitlaði við húfu sína. — Jæja, úr því að þú ferð í kaupstaðinn, sagði Ingvar, þá get- urðu gert mjer þann greiða að koma við hjá Möller kaupmanni og taka dálítið, sem jeg á geymt þar. Þeir vita hvað það er. — Já, það skal jeg gera, mælti Marteinn og varð glaðari í bragði, já, hjá Möller kaupmanni; já .... Marteinn hafði alls ekki ætlað sjer að fara í kaupstað um kvöld- ið, en nú varð hann að fara. Hann stóð kyr nokkra stund og skim- aði í kringum sig. — Nú óska jeg ykkur gleðilegra jóla! — Gleðileg jól, Marteinn, mælti húsfreyja. Þá setti Marteinn upp húfuna og fór. Tvíeyringurinn lá eftir á borð- inu. Ingvar tók hann og ljet hann i peningaskápinn. Marteinn varð að fara heim fyrst og láta fólk sitt vita, að hánn færi í kaupstað, og klukk- an var orðin fimm, þegar hann lagði á stað. Það voru 15 kíló- metrar í kaupstaðinn. Ef Marteinn gekk hratt, gat hann komist heim aftur klukkan tíu. Það var dimt í lofti, en nokk- ur birta af snjónum. Marteinn fór út á þjóðveginn og skálmaði stór- um, því að vindur stóð í bakið á honum. Klukkan sjö kom hann til þorpsins. Þá var byrjað að fjúka. Marteinn lauk erindum sínum. Hann fór í lyfjabúðina og hann fór í kaupmannsbúð og keypti sitt pundið af hvoru, kaffi og sykri og svo ýmislegt smávegis. Hann keypti líka brjóstsykur fyrir 10 aura; það var handa telpunni, sagði hann. Svo fór hann að sækja dót Ingvars Hansens. Það var ver- ið að loka búð Möllers kaupmanns er hann kom þangað. Verslunarþjónninn raðaði vörun- um á búðarborðið. Það voru marg- ir stórir bögglar, sjálfsagt ein tíu pund alls. Marteinn reyndi bind- inginn; jú, ætli hann háldi ekki. — En hvernig lítst yður á þetta 1 mælti búðarþjónn og lagði stóra samanvafða zinkþynnu á búðar- borðið. Marteinn horfði á hana með skelfingu. Hann tók hana upp. Hún vóg sjálfsagt ein þrjátlu pund. Hann leit í kringum sig. — Ætli jeg gæti ekki fengið bandspotta til að bera hana í? sagði Marteinn og tróð smáböggl- unum í vasa sína. — Jú. Búðarþjónn batt sterku snæri utan um strangann og lyfti honum svo Upp á bakið á Mar- teini. Hann vildi koma Marteini sem fyrst á stað, áður en fleiri kæmi inn í búðina. Marteinn var vel klyfjaður, er hann lagði á stað. Þegar hann kom út á þjóðveginn, tók hann fyrst eftir því, hvað hann var hvass á norðan, því að nú hafði hann vindinn beint í fangið. Og svo var hríð. Leiðin gat orðið erf- ið, þar eð hann hafði svo þungan bagga. Marteinn gekk rösklega; níst- ingskaldur vindurinn næddi í gegnum hann og þeytti fínum frostsnjó í augu hans og eyru, og hvein í báðum endum zinkstrang- ans. Mikið skolli var hann þung- ur. Marteinn staðnæmdist og færði bandið yfir á hina öxlina. Svo skálmaði haim drjúgum, en var þó farinn að finna til þreytu í fótunum. Nú hætti að hríða og varð bjart veður, en hann hvesti um leið, og tók að renna. Renningurinn kom þjótandi meðfram vegarskurðun- um og eftir veginum sjálfum. Úti á ökrunum fór hann í flyksum og safnaðist í smáskafla á bak við hverja þúfu. * Marteinn greikkaði sporið, en vindurinn var svo hvass á móti, að hann varð að ganga hálfboginn. Frost var biturt og hann sveið í nef og eyru. Hann staðnæmdist og lagði af sjer pynklana og reyndi að verma eyrun með því að núa þau. Svo hjelt hann áfram. Snær- ið, sem hann bar zinkstrangann í, skarst niður í öxlina. Hann hafði nú skift svo oft um öxl. að báðar voru jafn sárar. Á stöku stað voru hús hjá veg- inum, en annars lá vegurinn að mestu yfir heiðarland; hafði vind- urinn nú skafið hvert snjókorn af honum og var hann harður eins og fjalagólf. Sums staðar voru þó snjóblettir, aflangir eftir vindstöð- unni. Alt var þögult nema hvað heyrðist þytur í storminum og oíurlítill hvinur í renningnum úti á móunum, eða þá ýl í sinustrá- um, sem stóðu upp úr gaddinum. Norðrið var skafheiðríkt, og það var orðið stjörnubjart. Sjöstirnið var eins og kvendjásn úr tindrandi steinum. Sjóndeildarhringurinn var ekki víður og það var eins og renningurinn krepti hann stöð- ugt. Þar sem ræsi voru í gegn um veginn, varð vindsveipur og þar hlóð snjónum í skafla. Og renning- urinn dró þrótt úr sjálfum sjer; þar sem myndast höfðu snjórákir, festist meiri snjór, og hvar sem afdrep var, datt snjórinn niður og þar safnaðist hvítt lag á lag ofan. Vindurinn ljek sjer að honum; vindurinn sópaði auðnina. Þegar Marteinn var kominn hálfa leið, var hann dauðuppgef- inn að berjast á móti vindinum. Og það var eins og pynklarnir þyngdust stöðugt, sjerstaklega zinkstranginn. Marteinn hjelt á honum undir hendinni um stund, til þess að hvíla axlirnar, og svo bar hann strangann á báðum handleggjum eins og reifabarn, en að lokum brá hann bandinu yf- ir helauma öxlina. En það var svo sem alveg sama, hvernig hann bar strangann, því að hann var með þreytuverki um allan likamann. Iíann beygði sig enn meira. Vind- urinn vafði buxnaskálmunum þjett að mjóum leggjum hans. Honum fanst alt í einu, að hællinn undir öðrum trjeskónum hefði lækkað. Skyldi hann hafa týnt skeifunni? Marteinn staðnæmdist, tók af sjer trjeskóinn og stóð á öðrum fæti. ‘Jú, hann hafði týnt skeifunni! Það var slæmt! Nú jetst trjehællinn upp á hörðum veginum! Marteinn tók upp pynklana og sneri upp i vindinn. Hann sogaði ískalt loft- ið upp í brennheitt nefið og drap titlinga; honum var orðið ilt í augunum, enda þótt hann kipraði þau saman. Enn hafði Marteinn axlaskifti og til tilbreytingar ljet hann zink- strangann nú vera niður á lendum sjer. Hann átti enn sex kílómetra eftir. Það var langur vegur og þar var engin bygð. í fjarska aáuit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.